Íslenskt mál og almenn málfræði


Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1981, Side 168

Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1981, Side 168
166 Ritdómar Hvort sem dæmi (3)b og (4)b eru raunveruleg þolmynd eða eitthvað annað, þá finnur fróðleiksfús lesandi ekkert um þessi atriði í bók MP, og er það tilfinnanleg vöntun (sjá um þetta t. d. Höskuld Þráinsson 1979, 7. kafla). I bók MP er hins vegar að finna (bls. 105-108) allítarlega merkingarlega flokkun miðmyndarsagna, og er það mjög til hagsbóta. Við þá umfjöllun er m. a. fjallað um afturbeygðar sagnir og talið, að slíkar sagnir taki ýmist með sér þolfall (klœða sig) eða þágufall (snúa sér), en einhverra hluta vegna er ekki minnst á ef. með slíkum sögnum (skammast sirí). Þá er þess ekki heldur getið, að afturbeygðar sagnir eru ýmist valfrjálst afturbeygðar eða skyldubundið afturbeygðar, þ. e. sumar geta einungis tekið með sér afturbeygt fn. (jafna sig, ímynda sér, skammast sírí), en aðrar ýmist afturb. fn. eða annað fallorð (klœða sig/hana, þvo sér/honum, gœta sín/hans — sbr. Jón Friðjónsson 1980:103). Þar sem þetta atriði hefur hagnýtt gildi við sambeygingu, er full ástæða til að geta þess í kennslubók sem þessari. Rétt notkun viðtengingarháttar er sem kunnugt er eitt erfiðasta viðfangsefni útlendinga, er leggja stund á íslensku. A tæpum fjórum blaðsíðum er fjallað um þetta efni og sá háttur hafður á, að talið er upp, hvar nota skal vh. Gallinn er hins vegar sá, að enginn munur er gerður á samtengingum, er ávallt taka með sér vh., og samtengingum, er ýmist taka með sér vh. eða fh. Á bls. 138-139 eru t. d. tilgreind dæmi um notkun vh. í acf-setningum og Av-setningum, en engin dæmi eru tilgreind um notkun fh. í slíkum setningum, né heldur reynt að gera grein fyrir þeim reglum, er að baki liggja, sem eru reyndar ólíkar fyrir að-setn. annars vegar og hv-setn. hins vegar. Að þessu leyti vantar því veigamikinn þátt í umfjöll- unina. í öðrum tilvikum er ekki rétt farið með staðreyndir eins og t. d. er sagt er (bls. 139), að ef frumlag tveggja setninga sé það sama, þá komi nafnháttarsetning í stað ö<í-setningar í íslensku. Átt er við setningar eins og: (5) a Hann segist ekki vera heima b Hann (A) segir, að hann (A/B) sé ekki heima Samkvæmt kenningu MP eiga dæmi (5)a og b ekki að geta verið sömu merk- ingar, en engan veginn er það einhlítt, hvorki í ofangreindum dæmum né öðrum. Þannig er auðvelt að tilgreina dæmi þar sem frumlag aðalsetningar er það sama og frumlag íid-setningar án þess að notuð sé nafnháttarsetning: (6) a Hann segir, að sig langi heim b ?Hann segist langa heim (7) a Hann segir, að sér finnist heitt b *Hann segist finnast heitt í dæmum (6)—(7) er frumlag beggja setninganna (a og b) hið sama og því ættu a/J-setningar að vera útilokaðar samkv. því sem segir í bók MP, en í reynd er það hins vegar svo, að a<?-setn. eru eðlilegar, en nafnháttarsetn. ýmist hæpnar (6)b eða ótækar (7)b. Umfjöllun um þetta atriði er því með öllu ófullnægjandi og bein- línis villandi. 5. Hér skal láta staðar numið að fjalla um eiginlega málfræði í bók MP, en loks vikið að æfingum og orðasafni.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.