Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1981, Page 168
166
Ritdómar
Hvort sem dæmi (3)b og (4)b eru raunveruleg þolmynd eða eitthvað annað, þá
finnur fróðleiksfús lesandi ekkert um þessi atriði í bók MP, og er það tilfinnanleg
vöntun (sjá um þetta t. d. Höskuld Þráinsson 1979, 7. kafla).
I bók MP er hins vegar að finna (bls. 105-108) allítarlega merkingarlega flokkun
miðmyndarsagna, og er það mjög til hagsbóta. Við þá umfjöllun er m. a. fjallað
um afturbeygðar sagnir og talið, að slíkar sagnir taki ýmist með sér þolfall (klœða
sig) eða þágufall (snúa sér), en einhverra hluta vegna er ekki minnst á ef. með
slíkum sögnum (skammast sirí). Þá er þess ekki heldur getið, að afturbeygðar sagnir
eru ýmist valfrjálst afturbeygðar eða skyldubundið afturbeygðar, þ. e. sumar geta
einungis tekið með sér afturbeygt fn. (jafna sig, ímynda sér, skammast sírí), en
aðrar ýmist afturb. fn. eða annað fallorð (klœða sig/hana, þvo sér/honum, gœta
sín/hans — sbr. Jón Friðjónsson 1980:103). Þar sem þetta atriði hefur hagnýtt
gildi við sambeygingu, er full ástæða til að geta þess í kennslubók sem þessari.
Rétt notkun viðtengingarháttar er sem kunnugt er eitt erfiðasta viðfangsefni
útlendinga, er leggja stund á íslensku. A tæpum fjórum blaðsíðum er fjallað um
þetta efni og sá háttur hafður á, að talið er upp, hvar nota skal vh. Gallinn er
hins vegar sá, að enginn munur er gerður á samtengingum, er ávallt taka með
sér vh., og samtengingum, er ýmist taka með sér vh. eða fh. Á bls. 138-139 eru
t. d. tilgreind dæmi um notkun vh. í acf-setningum og Av-setningum, en engin dæmi
eru tilgreind um notkun fh. í slíkum setningum, né heldur reynt að gera grein
fyrir þeim reglum, er að baki liggja, sem eru reyndar ólíkar fyrir að-setn. annars
vegar og hv-setn. hins vegar. Að þessu leyti vantar því veigamikinn þátt í umfjöll-
unina. í öðrum tilvikum er ekki rétt farið með staðreyndir eins og t. d. er sagt er
(bls. 139), að ef frumlag tveggja setninga sé það sama, þá komi nafnháttarsetning
í stað ö<í-setningar í íslensku. Átt er við setningar eins og:
(5) a Hann segist ekki vera heima
b Hann (A) segir, að hann (A/B) sé ekki heima
Samkvæmt kenningu MP eiga dæmi (5)a og b ekki að geta verið sömu merk-
ingar, en engan veginn er það einhlítt, hvorki í ofangreindum dæmum né öðrum.
Þannig er auðvelt að tilgreina dæmi þar sem frumlag aðalsetningar er það sama
og frumlag íid-setningar án þess að notuð sé nafnháttarsetning:
(6) a Hann segir, að sig langi heim
b ?Hann segist langa heim
(7) a Hann segir, að sér finnist heitt
b *Hann segist finnast heitt
í dæmum (6)—(7) er frumlag beggja setninganna (a og b) hið sama og því ættu
a/J-setningar að vera útilokaðar samkv. því sem segir í bók MP, en í reynd er það
hins vegar svo, að a<?-setn. eru eðlilegar, en nafnháttarsetn. ýmist hæpnar (6)b eða
ótækar (7)b. Umfjöllun um þetta atriði er því með öllu ófullnægjandi og bein-
línis villandi.
5.
Hér skal láta staðar numið að fjalla um eiginlega málfræði í bók MP, en loks
vikið að æfingum og orðasafni.