Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2011, Side 15
Gunnar Hrafn Hrafnbjargarson
(1975-2011)
Gunnar Hrafn Hrafnbjargarson lést af slysförum á Eyrarsundi þann
4. ágúst 2011. Gunnar fæddist þann 29. september 1975 og náði því ekki
nema tæplega 36 ára aldri. Foreldrar hans eru Inga Hrafnbjörg Björns-
dóttir og Gunnar Gunnarsson. Eftirlifandi eiginkona Gunnars Hrafns er
Anna-Lena Wiklund. Dóttir þeirra er Ragna Hrafnbjörg Birgitta, f. 2007,
en sonur Önnu-Lenu og stjúpsonur Gunnars er Tycho Starke, f. 2003.
Fjölskyldan býr í Lundi í Svíþjóð.
Gunnar lauk B.A.- prófi í almennum málvísindum frá Heimspekideild
Háskóla Islands árið 1999 og hélt síðan til framhaldsnáms í enskum og
almennum málvísindum í Suttgart í Þýskalandi. Árið 2002 fluttist Gunnar
síðan til Arósa, þar sem hann lauk doktorsprófi í norrænum málvísindum
árið 2004, aðeins 29 ára gamall. Gunnar var víðförull á námsárum sínum,
dvaldi m.a. um skeið í Potsdam, York og Santa Cruz. Eftir að hann lauk
doktorsprófi vann hann við rannsóknir og háskólakennslu í Arósum, Osló
og Reykjavík 2004—2005, Tromsö 2006—2009 og í Lundi frá haustinu
2009.
Eg kynntist Gunnari sem kornungum manni þegar hann gerðist nem-
andi minn í setningafræðinámskeiðinu í almennum málvísindum við Há-
skólann, árið 1995. Eg minnist þess að Gunnar var málreifur í tímum, gat
látið falla hnyttnar athugasemdir og var fljótur að átta sig á samhengi hlut-
anna. Þetta fannst mér heldur skemmtilegt og tókust svo með okkur
prýðileg kynni þótt auðvitað yrðu þau aðeins lausleg að sinni. Eftir að
Gunnar var kominn til Stuttgart stóð hann fýrir því að mér var boðið
þangað, sumarið 2000, og áttum við þar afar ánægjulegar samræðustundir
um aukafallsfrumlög og fleira gott, ásamt Sten Vikner leiðbeinanda
Gunnars og öðrum snjöllum málfræðingum. Síðan lágu leiðir okkar saman á
fræðafundum víðs vegar um norðurálfu næstu árin og fór alltaf vel á með
okkur — málfræðin brúaði kynslóðabilið og Gunnar var hress og hnyttinn
og setti fram djarfar og snjallar rannsóknartilgátur. Eftir að þau Anna-
Lena fluttust til Lundar, haustið 2009, jukust kynni okkar og ég kunni æ
betur að meta þau hjón, sem manneskjur og sem dugandi málfræðinga.