Íslenskt mál og almenn málfræði


Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2011, Page 15

Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2011, Page 15
Gunnar Hrafn Hrafnbjargarson (1975-2011) Gunnar Hrafn Hrafnbjargarson lést af slysförum á Eyrarsundi þann 4. ágúst 2011. Gunnar fæddist þann 29. september 1975 og náði því ekki nema tæplega 36 ára aldri. Foreldrar hans eru Inga Hrafnbjörg Björns- dóttir og Gunnar Gunnarsson. Eftirlifandi eiginkona Gunnars Hrafns er Anna-Lena Wiklund. Dóttir þeirra er Ragna Hrafnbjörg Birgitta, f. 2007, en sonur Önnu-Lenu og stjúpsonur Gunnars er Tycho Starke, f. 2003. Fjölskyldan býr í Lundi í Svíþjóð. Gunnar lauk B.A.- prófi í almennum málvísindum frá Heimspekideild Háskóla Islands árið 1999 og hélt síðan til framhaldsnáms í enskum og almennum málvísindum í Suttgart í Þýskalandi. Árið 2002 fluttist Gunnar síðan til Arósa, þar sem hann lauk doktorsprófi í norrænum málvísindum árið 2004, aðeins 29 ára gamall. Gunnar var víðförull á námsárum sínum, dvaldi m.a. um skeið í Potsdam, York og Santa Cruz. Eftir að hann lauk doktorsprófi vann hann við rannsóknir og háskólakennslu í Arósum, Osló og Reykjavík 2004—2005, Tromsö 2006—2009 og í Lundi frá haustinu 2009. Eg kynntist Gunnari sem kornungum manni þegar hann gerðist nem- andi minn í setningafræðinámskeiðinu í almennum málvísindum við Há- skólann, árið 1995. Eg minnist þess að Gunnar var málreifur í tímum, gat látið falla hnyttnar athugasemdir og var fljótur að átta sig á samhengi hlut- anna. Þetta fannst mér heldur skemmtilegt og tókust svo með okkur prýðileg kynni þótt auðvitað yrðu þau aðeins lausleg að sinni. Eftir að Gunnar var kominn til Stuttgart stóð hann fýrir því að mér var boðið þangað, sumarið 2000, og áttum við þar afar ánægjulegar samræðustundir um aukafallsfrumlög og fleira gott, ásamt Sten Vikner leiðbeinanda Gunnars og öðrum snjöllum málfræðingum. Síðan lágu leiðir okkar saman á fræðafundum víðs vegar um norðurálfu næstu árin og fór alltaf vel á með okkur — málfræðin brúaði kynslóðabilið og Gunnar var hress og hnyttinn og setti fram djarfar og snjallar rannsóknartilgátur. Eftir að þau Anna- Lena fluttust til Lundar, haustið 2009, jukust kynni okkar og ég kunni æ betur að meta þau hjón, sem manneskjur og sem dugandi málfræðinga.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.