Íslenskt mál og almenn málfræði


Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2011, Blaðsíða 122

Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2011, Blaðsíða 122
120 I Helgi Skúli Kjartansson Asgeir getað stungið inn seðli sjálfur ef hann þekkti það úr mæltu máli), ekki í Ritmálssafninu nema í textum sem samdir eru á 18. öld, og ekki finnst það heldur í textasafni Orðabókar Háskólans né með leit á vefnum timarit.is. (Sú leit bítur að vísu ekki á gotneskt letur en er nokkuð örugg eftir að farið var að prenta blöð og tímarit með latínuletri.) Því efast ég um að sögnin að speikja hafi lifað lengi í íslensku eftir að Magnús Stephensen át speiktu síldina á ensku herskipi 1807. Hvaðan ætli Blöndal og félagar hafi þekkt þetta sjaldgæfa orð? Örugg- lega úr orðabók Björns Halldórssonar, sem þau unnu rækilega úr, en trú- lega líka af einhverjum prentuðum dæmum. Séra Björn Halldórsson, kenndur við Sauðlauksdal en fluttist að Set- bergi í Grundarfirði 1782, samdi íslenska orðabók með latneskum skýr- ingum og kappkostaði að taka þar með sem allra flest orð sem hann kann- aðist við úr ræðu eða riti. Hafði hann lokið orðabókinni þegar hann missti sjónina 1785. Þar má finna sögnina speikja („Speiki (at speikia)“), og út- skýrð: ‘carnes indurare’, þ.e. ‘þurrka (eiginl. herða) kjötmeti’. Þegar orðabókarhandrit Björns var komið á Arnasafn í Kaupmanna- höfn og í hendur mági hans, fornfræðingnum Jóni Ólafssyni Svefneyingi, fékk hann fyrirspurn frá Jóni um allmörg orð í bókinni, og eru svör Björns varðveitt, rituð eftir fýrirsögn hans hans 1791. (Jón Helgason (1967) gaf svörin út sérstök en í útgáfu orðabókarinnar 1992 eru þau felld inn í text- ann þar sem við á.) Þar segir Björn (Jón Helgason 1967:152): „Speikja — það er nú almennings orð, og kalla menn speiktan lax og speikt kjöt.“ Þegar orðabók Björns kom út á prenti 1814 var ekki tekið tillit til þess- ara svara, hins vegar aukið við hana dönskum þýðingum (sem sjálfur Rask fékk ýmsa Hafnar-Islendinga til að semja), og fær speikja þar skýringu sem segir öllu meira en latínuþýðingin: ‘spege (om Pplser eller Kjpdmad), tprre, rpge’. Ekki er augljóst hvort þessi þýðing er sjálfstæður vitnis- burður um merkingu orðsins speikja í íslensku, sérstaklega um viðbótina ‘r0ge’, eða hvort hún styðst bara við dönsku merkinguna í samstofna sögn: spege. Þegar Blöndal og félagar halda tveimur af dönsku sögnunum, spege og r0ge, en sleppa t0rre (sem þó svarar best til latínunnar hjá Birni), og láta orðið ekki aðeins eiga við kjöt heldur fisk líka, þá má sömuleiðis vera að þau lagi skýringuna eftir því sem þau þekktu af dönsku sögninni. Líklegt má þó kalla að þau taki mið af einhverjum þeirra prentuðu texta þar sem speikja kemur fyrir á íslensku, einmitt um fisk (þ.e. lax) og helst reyktan. Þeir textar virðast þó ekki vera margir. Ritmálssafn Orðabókar Há- skólans á dæmi úr fimm ritum. Eitt þeirra eru einmitt fyrrnefnd svör sr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.