Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2011, Qupperneq 122
120
I
Helgi Skúli Kjartansson
Asgeir getað stungið inn seðli sjálfur ef hann þekkti það úr mæltu máli),
ekki í Ritmálssafninu nema í textum sem samdir eru á 18. öld, og ekki
finnst það heldur í textasafni Orðabókar Háskólans né með leit á vefnum
timarit.is. (Sú leit bítur að vísu ekki á gotneskt letur en er nokkuð örugg
eftir að farið var að prenta blöð og tímarit með latínuletri.) Því efast ég um
að sögnin að speikja hafi lifað lengi í íslensku eftir að Magnús Stephensen
át speiktu síldina á ensku herskipi 1807.
Hvaðan ætli Blöndal og félagar hafi þekkt þetta sjaldgæfa orð? Örugg-
lega úr orðabók Björns Halldórssonar, sem þau unnu rækilega úr, en trú-
lega líka af einhverjum prentuðum dæmum.
Séra Björn Halldórsson, kenndur við Sauðlauksdal en fluttist að Set-
bergi í Grundarfirði 1782, samdi íslenska orðabók með latneskum skýr-
ingum og kappkostaði að taka þar með sem allra flest orð sem hann kann-
aðist við úr ræðu eða riti. Hafði hann lokið orðabókinni þegar hann missti
sjónina 1785. Þar má finna sögnina speikja („Speiki (at speikia)“), og út-
skýrð: ‘carnes indurare’, þ.e. ‘þurrka (eiginl. herða) kjötmeti’.
Þegar orðabókarhandrit Björns var komið á Arnasafn í Kaupmanna-
höfn og í hendur mági hans, fornfræðingnum Jóni Ólafssyni Svefneyingi,
fékk hann fyrirspurn frá Jóni um allmörg orð í bókinni, og eru svör Björns
varðveitt, rituð eftir fýrirsögn hans hans 1791. (Jón Helgason (1967) gaf
svörin út sérstök en í útgáfu orðabókarinnar 1992 eru þau felld inn í text-
ann þar sem við á.) Þar segir Björn (Jón Helgason 1967:152): „Speikja — það
er nú almennings orð, og kalla menn speiktan lax og speikt kjöt.“
Þegar orðabók Björns kom út á prenti 1814 var ekki tekið tillit til þess-
ara svara, hins vegar aukið við hana dönskum þýðingum (sem sjálfur Rask
fékk ýmsa Hafnar-Islendinga til að semja), og fær speikja þar skýringu
sem segir öllu meira en latínuþýðingin: ‘spege (om Pplser eller Kjpdmad),
tprre, rpge’. Ekki er augljóst hvort þessi þýðing er sjálfstæður vitnis-
burður um merkingu orðsins speikja í íslensku, sérstaklega um viðbótina
‘r0ge’, eða hvort hún styðst bara við dönsku merkinguna í samstofna
sögn: spege. Þegar Blöndal og félagar halda tveimur af dönsku sögnunum,
spege og r0ge, en sleppa t0rre (sem þó svarar best til latínunnar hjá Birni),
og láta orðið ekki aðeins eiga við kjöt heldur fisk líka, þá má sömuleiðis
vera að þau lagi skýringuna eftir því sem þau þekktu af dönsku sögninni.
Líklegt má þó kalla að þau taki mið af einhverjum þeirra prentuðu texta
þar sem speikja kemur fyrir á íslensku, einmitt um fisk (þ.e. lax) og helst
reyktan.
Þeir textar virðast þó ekki vera margir. Ritmálssafn Orðabókar Há-
skólans á dæmi úr fimm ritum. Eitt þeirra eru einmitt fyrrnefnd svör sr.