Íslenskt mál og almenn málfræði


Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2011, Page 124

Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2011, Page 124
122 Helgi Skúli Kjartansson Þriðji heimildarmaður um orðið speikja, á eftir þeim Olaviusi og Hannesi, er einmitt Magnús Stephensen, sá sami og þáði morgunverð breska flotans 1807. Enn er hann á ferðalagi, en nú ungur maður, laga- nemi við Hafnarháskóla tepptur í Noregi vetrarlangt 1783—84 eftir mis- heppnaða siglingu til Islands að rannsaka Skaftáreldana. Hann átti þar góða vist hjá höfðingshjónum, eins og hann lýsti löngu síðar í minningum sínum. Húsbóndinn var Þorkell Fjeldsted lögmaður, upprunninn frá Is- landi en hafði gegnt embættum víða í Danaveldi, giftur danskri konu. Magnús notaði tímann m.a. til að rita eftir fýrirsögn húsmóðurinnar leið- beiningar um matarhirðu og matreiðslu að hætti fína fólksins. Hann skrifaði niður á dönsku, þýddi jafnóðum á íslensku, og gaf út löngu síðar sem matreiðslubók undir nafni mágkonu sinnar (Magnús Stephensen 1800). Bókin er merkilega ósnortin af islenskri matargerð (sauðarkjamma á t.d. að flá og matbúa ósviðna). Allvíða er vikið að reykingu á mat, m.a. pylsum af ýmsu tagi. Aðferðin að speikja er hins vegar aðeins höfð við tvennt (Magnús Stephensen 1800:49-50, 72-74): gæsabringur („Gæs speikjast þannig: ... Brjóstið einsamalt er speikt“) sem fyrst eru saltaðar, þá reyktar (vafðar í pappír) og loks þurrkaðar; og lax. Lýst er hvernig „lax reykist eður speikist best“ og minnir það nokkuð á lýsingu Jóns Eiríks- sonar, þó ekki Randersverkunina því að laxinn er ekki aðeins flattur, saltaður, fergður og „spýttur út“ (festur á spýtur til að haldast flatur, sbr. hið margnefnda útspýtta hundskinn; nú sést líkri aðferð helst beitt við flugdreka) heldur reyktur í röska viku áður en hann er vindþurrkaður. Hvernig speikti laxinn er síðan borinn á borð kemur fram óbeint þar sem Magnús lýsir söltun á laxi. Þar er einn hátturinn sá að salta þunnildin („laxakviðina“ sem hann kallar) sérstaklega, „sneiða þá upp í þunnar pörur og eta svo eins og síld eður speiktan lax ..." Hann er sem sagt étinn hrár eins og saltsíld — „speikalaxinn“ í Stokkhólmi væntanlega líka — en ekki soðinn í smjöri og víni eins og Olavius hafði lýst. Þess háttar matreiðslu lýsir Magnús reyndar líka; þar er laxinn verkaður næstum eins og sá speikti, aðeins minna þurrkaður, og síðan étinn smjörsteiktur; er hann þá ekki kallaður speiktur heldur „ristur". Eins talar Magnús um að reykja sil- ung, ekki speikja, enda á síðan að borða hann soðinn. Eftir veturvist í Noregi komst Magnús Stephensen loks heim til ís- lands 1784. Ólafur faðir hans, síðar stiftamtmaður, var þá á milli embætta, bjó rausnarbúi að Innra-Hólmi á Akranesi (þar sem hann gat sér gott orð íýrir hjálpsemi við nauðstadda í móðuharðindunum) og sinnti ritstörfum af kappi svo að árlega birtust eftir hann miklar ritgerðir í Ritum Lær- dómslistafélagsins. Árið 1786 hét ritgerð hans „Um sjávarafla ...“ . Ólafur
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.