Íslenskt mál og almenn málfræði


Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2011, Page 128

Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2011, Page 128
126 Helgi Skúli Kjartansson gerir t.d. maður sem skrifar undir upphafsstöfunum H.B. í Norðurljósið 25. september 1909 og rekur áróður fyrir því að Islendingar nýti sér síld til fæðu eins og aðrar þjóðir. Hann er nógu mikill hreintungumaður til að nefna ekki sósu nema innan sviga til skýringar á ídýfu en segir engu að síður um síldina: „A Norðurlöndum er hennar mest neytt „speget", sölt, köld og hrá — já hrá ...“ Þessi maður kann greinilega ekki að þýða speget með speikt. Eins má segja að aðrar aðlaganir sama tökuorðsins bendi til að fólki sé ótamt að segja speikja. Sá sem fyrstur notaði spagipylsu sem íslenskt orð hefur ekki vanist því að segja speikipylsa. Sama má segja um aðrar aðlag- anir með í stað -k- þó að sérhljóðið sé með ýmsum hætti: spegisíld (strax 1789 eins og fýrr segir), speigilax, spegipyba, speigilpylsa (dæmi úr söfnum Orðabókar Háskólans og af timarit.is). Sérstaka athygli vekja tvö dæmi Ritmálssafns um speigilax, bæði frá Benedikt Gröndal, annað úr bundnu máli en hitt lausu. Bæði eru úr einkar gröndölskum mælskurispum þar sem skáldið þylur heiti margvíslegra kræsinga og hefði hæft samhenginu að nota sérviskulega orðmynd eins og speikilax, hvort sem Gröndal hefði lært hana af föður sínum (sem var alinn upp hjá engum öðrum en Magn- úsi Stephensen) eða kynnst henni á Hafnarárum sínum (um 1850—70). Við getum a.m.k. fullyrt að Gröndal var hún ekki töm. Annað neikvætt vitni er Konráð Gíslason sem 1851 gaf út Danska orðabók með íslenzkum þýðingum, mikið verk og gríðarlega vandað. Þar útskýrir hann uppflettiorðið'ipege án þess að gefa upp íslenska samsvör- un. Ef hann kannast við orðið speikja, annaðhvort úr daglegu tali Hafnar- íslendinga eða af orðabók Björns Halldórssonar (sem hann notar mikið), þá telur hann það a.m.k. ekki hafa fest rætur í málinu og vill ekki mæla með því. Skýring Konráðs er hins vegar býsna skilmerkileg um aðal- merkingu dönsku sagnarinnar: ‘salta og reykja (kjötmeti eða fiskmeti, svo að ekki þurfi að sjóða það)’. I þessari merkingu tilfærir hann samsetning- arnar Spegeflesk, Spegegaas, Spegelax, Spegemad og Spegep0lse en tekur fram um Spegesild að hún sé ‘söltuð síld (óreykt)’. Nú er Konráð einni til tveimur kynslóðum yngri en upplýsingarfröm- uðurnir fáu sem höfðu reynt að innleiða sögnina speikja í íslenska tungu og kann merking danska orðsins að hafa haggast nokkuð á þeim tíma. Þannig gengur speikilax Olaviusar út fyrir skýringu Konráðs því hann er hvorki reyktur né etinn hrár, og sömu verkun mun Ólafur Stephensen eiga við með speikingu. Þannig hafa þeir þekkt dönsku sögnina spege í enn víðari merkingu en Konráð lýsir. En íslenska nýyrðinu hefur vafalaust verið ætlað að samsvara dönsku merkingunni. Vantar þá talsvert á að skýring Islenskrar orðabókar, ‘reykja’, segi alla söguna.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.