Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2011, Síða 193
Ritdómar
191
e. Aðkomuorð og notkunarsvið: m.a. spurt um á hvaða sviðum aðkomuorð
væru notuð.
f. Orðaforði og orðanotkun: hér voru t.d. orðapör sýnd, enskt hugtak og
íslensk þýðing, og fólk spurt hvort ætti að nota íslenska orðið og hvort orðið
það sjálft notaði.
g. Málpólitík: m.a. spurt um afstöðu til hreintungustefnu og hve vel viðmæl-
endur þekktu opinbera málstefnu.
h. Bakgrunnsupplýsingar: fyrir utan það að skráðar voru upplýsingar um kyn
þátttakenda, menntun o.fl. voru þeir beðnir að meta eigin enskukunnáttu.
Fyrir hvert umræðuefni voru lagðar fyrir viðmælendur staðlaðar spurningar með
valmöguleikum. Svo var rætt um efni spurninganna og svörin (bls. 37-38).
í skoðanakönnuninni, sbr. (íe-i), voru fáar spurningar en mikill fjöldi fólks
svaraði þeim.4 Þær voru staðlaðar með fyrirframgefnum möguleikum svo að ekki
var hægt að komast að því hvers vegna fólk svaraði á tiltekinn hátt, eins og Kristján
Árnason (2005:107) bendir á. Slíkt er hins vegar mögulegt með öðrum aðferðum og
i því ljósi er mikilvægt að þessar sömu spurningar voru hafðar með í viðtölunum.
í íslensku rannsókninni var rætt við 24 málnotendur, 12 karla og 12 konur.
Talað var við þá hvern í sínu lagi, þ.e. tekin voru 24 einstaklingsviðtöl, en einnig
voru tekin átta hópviðtöl. Vinna við að greina einstaklingsviðtölin reyndist svo
umfangsmikil að höfundur nýtti sér hópviðtölin að mjög takmörkuðu leyti í riti
sínu og því er ekki rætt frekar um þau hér. Samtals voru viðtölin öll um 50—60
klukkustundir og þegar þau höfðu verið umrituð voru þau um 1000 blaðsíður (bls.
49). Á þessu sést að mjög mikil vinna var lögð í rannsóknina.
í stað þess að byggt væri á hefðbundnum félagslegum þáttum þegar þátttak-
endur voru valdir, svo sem menntun og aldri, lagði vinnuhópur í samnorræna
verkefninu til að byggt væri (lauslega) á hugmyndum Dahls (1997) um að lífsstíll
og lifnaðarhættir endurspegluðu lífsgildi fólks og viðhorf og einnig að félagsleg
staða réði þar nokkru um (sjá umræðu í köflum 2.6 og 3.1 hjá Hönnu Óladóttur
2005). Út frá svokölluðu lífsstílslíkani (da. livsstilsmodell) var viðmælendum skipt
í fernt: a) yfirmenn í framleiðslufyrirtæki, b) yfirmenn í þjónustufyrirtæki,
c) undirmenn í þjónustufyrirtæki og d) undirmenn í framleiðslufyrirtæki. I þess-
ari rannsókn voru því tvær breytur lagðar til grundvallar: staða viðmælanda innan
fyrirtækis og eðli fyrirtækis. Skiptingin eftir mismunandi fyrirtækjum grund-
vallaðist á þeirri hugmynd að tvö tímabil, nútíminn og síðnútíminn, sköruðust í
samfélaginu og gætu fyrirtæki, eftir eðli „framleiðslu" þeirra, endurspeglað þetta.
Áður en rætt verður frekar um líkanið er rétt að sýna það (bls. 34; sjá einnig
Hönnu Óladóttur 2005:41):
4 Spurningarnar voru sjö talsins en sumar þeirra voru í fleiri en einum lið. Um könn-
unina í verkefninu almennt má lesa hjá Kristiansen og Vikpr (2006) og um íslenska hlut-
ann hjá Kristjáni Árnasyni (2005, 2006).