Íslenskt mál og almenn málfræði


Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2011, Side 196

Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2011, Side 196
i94 Ritdómar í kaflanum greinir höfundur frá niðurstöðum stöðluðu spurninganna, sem þátttakendurnir 24 svöruðu, og lætur orð þeirra í viðtölunum varpa ljósi á þær. Með öðrum orðum nýtir hann eigindlegan hluta rannsóknarinnar til þess að skýra þann megindlega. Þannig fæst dýpri skilningur á viðfangsefninu og þetta gerir höfundur vel. Þá sýnir höfundur hve villandi niðurstöður skriflegra kannana geta verið. í skriflega hlutanum voru þátttakendur spurðir hve sammála þeir væru þeirri fullyrðingu að það væri eðlileg þróun í alþjóðlegum heimi að enska yrði tungumál vísindanna. Mikill meirihluti sagðist mjög eða nokkuð sammála full- yrðingunni en tveir voru mjög eða nokkuð ósammála. Þegar þessir tveir voru spurðir um þetta í viðtölunum kom upp úr dúrnum að þeir voru í raun ekki ósam- mála henni heldur voru þeir ósammála fullyrðingunni næst á undan sem var nokk- urs konar inngangur að spurningunni (bls. 65—66). Þar sem greinir frá niðurstöðum eftir hópum (A, B, C, D) leggur höfundur mun meiri áherslu á stöðu innan fyrirtækis (yfirmenn ~ undirmenn) en eðli þess (vörur ~ þjónusta). Þegar niðurstöðurnar eru skoðaðar m.t.t. stöðu reynist enska skipta yfirmenn meira máli, einkum í vinnunni, en þar nota þeir ensku mun meira en undirmenn. Hins vegar var munurinn ekki svo greinilegur þegar enskunotkun utan vinnutíma var skoðuð (bls. 53—55, 83). Þessi þáttur lífsstílslíkansins sýnist því eiga rétt á sér. Aftur á móti vaknar sú spurning hvort val á hinum þættinum, eðli fyrirtækis, hafi verið heppilegt. Ekki er mikið unnið með hann á sama hátt og stöðu innan fyrirtækis við greiningu á gögnunum. Þegar rætt var um málrækt og hreintungu- stefnu í viðtölunum (kafli 4.2) voru hugtök á borð við þjóðerniskennd ekki langt undan. Því hefði verið áhugavert að skoða möguleg tengsl milli jákvæðrar afstöðu til málræktar og hefðbundinna, gamalgróinna fyrirtækja (flokkar A og D). Eins og þegar hefur verið fjallað um beitti höfundur eigindlegri rannsóknar- aðferð. Sá sem beitir slíkri aðferð verður að átta sig á þeim takmörkunum sem hún setur honum, t.d. er ekki hægt að nota tölfræðilegar aðferðir til að draga áreiðan- legar ályktanir um þýði út frá úrtaki líkt og væri eðlilegt ef rannsóknin væri meg- indleg (með talsverðum fjölda þátttakenda). Höfundur gerir sér fulla grein fyrir þessu og taka markmið rannsóknarinnar mið af rannsóknaraðferðinni. Þrátt fyrir þetta virðist hann vanmeta megindlegan þátt rannsóknar sinnar upp að vissu marki. Með því að draga saman svör við stöðluðum spurningum er auðvitað alltaf hægt að beita marktektarprófi — oft fæst ekki marktækur munur sem má þá gjarnan rekja til fæðar þátttakenda.5 Hins vegar er sú ekki alltaf raunin. Rætt verður um þetta hér síðar í þessum hluta. 5 Hér á ég við það að ef munur á tveimur hópum, t.d. yfirmönnum og undirmönnum, reynist ekki marktækur í 24 manna úrtaki er ekki ólíklegt að úrtakið hafi ekki verið nægi- lega stórt. Sé hann hins vegar ekki heldur marktækur í mun stærra úrtaki, t.d. 800 manna úrtaki, er með meiri vissu hægt að halda því fram að ekki sé munur á hópunum tveimur að tilteknu leyti.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.