Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2011, Side 212
210
Ritfregnir
þeirra sem hafa íslensku að móðurmáli er hann kannski forvitnilegastur af því að
þar er fjallað um efni sem lítill gaumur hefur verið gefinn í umfjöllun um íslensku.
I þessum kafla reynir höfundur sem sé að finna merkingarlegar meginlínur til að
skýra það hvers kyns nafnorð eru. Auk reglna sem segja má að leiði af sambandi
líffræðilegs kyns og málfræðilegs (svo sem þeirri að nafnorð sem tákna karlkyns
mannverur séu yfirleitt karlkyns (sbr. beiggi ‘bróðir’, drongur ‘drengur’) eða nafn-
orð sem tákna karlkyns húsdýr séu karlkyns (sbr. boli, havur ‘hafur’) telur höf-
undur fjölmargar fleiri reglur, svo sem þá að orð sem tákna tíma séu oftast karl-
kyns (sbr. mánaðaheitin, dagur, morgun), orð sem tákna hljóðfæri séu oftast kven-
kyns (sbr. fagott, floyta ‘flauta’, guitar ‘gítar’, saksofon) o.s.frv. Þetta síðasttalda
virðist reyndar ólíkt íslensku, enda er reyndar einhver mállýskumunur í þessu í
Færeyjum. Auk þess er hér víða erfitt finna fastar reglur, sbr. að orð sem tákna tré
eru ýmist karlkyns eða kvenkyns (sbr. bj0rk (kvk.), askur (kk.)) og sama má segja
um orð sem tákna fiska (áll (kk.), ansjós (kvk.)) og fugla (falkur ‘fálki’, dunna
‘önd’).
Sjötti kafli snýst um þau formlegu atriði, t.d. beygingarendingar, sem gefa vís-
bendingar um kyn. Þar er færeyska býsna lík íslensku, t.d. að því leyti að mjög
mörg karlkynsnafnorð enda á -ur eða -i. Samanburður fimmta og sjötta kafla sýnir
vel einn meginvanda viðfangsefnisins, en honum má t.d. lýsa svona: Er tiltekið
nafnorð karlkyns af því að það endar á karlkynsendingunni -ur eða endar það á
karlkynsendingunni -Hrvegna þess að það táknar eitthvað sem er „í eðli sínu“ karl-
kyns af merkingarlegum ástæðum? Fær orðið drongur nefnifallsendinguna -ur af
því að það er samkvæmt merkingarlegu eðli sínu karlkynsorð? En hvað þá um trjá-
heitið askur? Er það karlkyns af því að það endar á -ur eða endar það á -ur af því að
það er karlkyns í eðli sínu — og hvaða eðli er það þá? Reyndar er ekki alls staðar
gerður nægilega skýr munur á þeirri spurningu hvað ræður kyni nafnorða í upp-
hafi, hvort sem um er að ræð erfðarorð, nýmyndanir eða tökuroð, og svo spurn-
ingunni um það hvernig málnotendur átta sig á kyni þeirra nafnorða sem eru fyrir
í málinu. Það hefði reyndar verið forvitnilegt að fá ítarlegri og skarpari umræðu
um þetta lykilvandamál en finna má í ritgerðinni. Ein meginkenning höfundar er
þó sú að málfræðilegt kyn orða sem tákna mannverur eða lifandi dýr sé yfirleitt í
samræmi við líffræðilega kynið („nouns high up in the Animacy Hierarchy get
gender according to biological sex“, bls. 303) og almennt segir hann að merking-
arlegar reglur ráði meiru en orðhlutafræðilegar og orðhlutafræðilegar reglur skipti
meira máli en hljóðfræðilegar. Þessu stigveldi lýsir hann svo: SAR >> MAR >>
PAR, þar sem SAR stendur fyrir semantic assignment rules, MAR fyrir morpho-
logical assignment rules og PAR fyrir phonological assignment rules.
I sjöunda kafla er svo fjallað um tökuorð og hvaða kyn þau fá í færeysku. Þar
er m.a. hugað að því að hvaða marki kynið varðveitist, t.d. hvorugkyn danskra
nafnorða sem eru tekin inn í færeysku. Áttundi kafli fjallar síðan um það þegar orð
geta verið til í fleiri en einu kyni, níundi kafli segir frá tilraun sem höfundur gerði
til að skoða hvaða kyn málnotendur myndu velja óþekktum orðum (bullorðum)