Íslenzk tunga - 01.01.1961, Page 14
12
HREINN BENEDIKTSSON
I nakkuat (42) II nekkuat (18) III nflkkuat (6)
Nf.-þf. Þgf. nacquat (SERG) necquat (SH) necque (S) nocquat (G) npcque (S) npcki (S) npckva (S)11
TAFLA II
Beyging hvk.-fornafnsins nokkuð í nokkrum elztu handritum (SHERG).
11 Þessi orðmynd, sem kemur einu sinni fyrir (í S 2008), er sennilega ekki þf.
hvk., samsett af styttri myndinni hná (sem svara myndi til gotn. hwa), eins og
t. d. A. Noreen telur (Altisliindische uncl altnorwegische Grammatik (4. útg.;
Halle, Saale, 1923), 320, § 474, Anm. 1; 322, § 475, Anm. 1). Hvk.-myndin huá
kemur aldrei fyrir í íslenzku. Ur norsku er tilfært eitt dæmi (sjá Elis Wadstein,
Fornnorska homiliebokens Ijudlára (Upsala 1890), 141), en það er úr handriti
frá miðri 14. öld. Er því varhugavert að álíta, að þessi mynd sé gömul í norsku,
heldur er miklu sennilegra, að annaðhvort sé hér um síðari tíma breytingu að
ræða (sbr. í ísl. talmáli hva f. hvað; Stefán Einarsson, lcelandic (Baltimore
1949), 27) eða kannske hreina ritvillu. f einu íornsænsku lagahandriti frá um
miðja 14. öld (Cod. Sthm B 50, Austgautalög) kemur fyrir hvk.-myndin hwö. (A.
Noreen, Altschwedische Grammatik (Halle, Saale, 1904), 412, § 518, Anm. 2), en
sú mynd er einnig notuð í kk., ásamt h(w)ö.r. Uppruni kk.-myndarinnar hwá er
óviss (Hellquist, I, 359, s. v. 1. ho), og er því engan veginn tryggt, að hvk.-mynd-
in hwö. sé gömul.
Myndina ha, sem Wadstein tilfærir úr Konungs skuggsjá, er heldur alls ekki
hægt að líta á sem heimild fyrir fomri t-lausri hvk.-mynd, eins og hann gerir.
f fyrsta lagi er þessi orðmynd alltaf notuð sem upphrópun, einnig í þau tvö
skipti, er hún kemur fyrir í Konungs skuggsjá (sjá Johan Fritzner, Ordbog
over Det gamle norske Sprog (2. útg.; Oslo 1954), I, 673), aldrei sem spurnar-
fornafn, en í upphrópunum koma oft fyrir önnur hljóð eða hljóðasambönd en í
venjulegum orðaforða málsins, og þær fylgja auk þess oft á tíðum ekki venju-
legum þróunarlögmálum (sbr. að í ísl. er þessi upphrópun ha, ekki *há, með
lengingu, eins og vera ætti, ef þetta væri gamalt eins atkvæðis orð, er endaði á
sérhljóði og hefði fylgt venjulegum reglum). í öðru lagi er engan veginn víst,
að þessi upphrópun sé skyld spurnarfornafninu. Hallast menn fremur að því, að
uppruni hennar sé allur annar (sk. lat. cachinno ‘hlæja’ o. s. frv.; sjá t. d. Al-