Íslenzk tunga - 01.01.1961, Page 55

Íslenzk tunga - 01.01.1961, Page 55
UR FORUM ORÐABOKARINNAR II 53 ingum. Annar þeirra, sem nú er búsettur í Grímsey, haíði heyrt so. ogþóa í merkingunni ‘atyrða, skamma’, einkum hunda. Hinn sagði orðmyndina fágæta nú orðið, en taldi sig hafa heyrt hana í sömu eða svipaðri merkingu og ojþóa, þ. e. ‘ofþjaka, misþyrma’. Þá er komið að so. þúa. Af henni bárust fregnir úr öllum lands- hlutum, en þó flestar af Suðurlandi. Langalgengasta merkingin var ‘skamma, hasta á’, bæði um fólk, einkum krakka, og svo hunda; ég skal heldur betur þúa hann, þegar ég sé hann nœst; hann var alltaj að þúa krakkagreyin; hann þúaði hundinn, þ. e. ‘hastaði á hann, sneypti hann’; hann þúaði hundinn frá sér, þ. e. ‘sveiaði honum burt’. En afbrigðin voru fleiri. Það var talað um að þúa á e-n og J)úa e-n til; hún Jiúaði heldur á liann, um konu, sem skammaði bónda sinn heldur sköruglega. Einnig var sagt að þúa á e-t verk, er vel varð ágengt; skrambi hefur hann þúað á hauginn, þ. e. ‘ekið miklu úr honum’. Svo var tekið til orða á Snæfellsnesi. I Borgarfirði vestra var sagt: þú hejur aldeilis þúað hann til, þ. e. ‘atyrt hann, sagt honum til syndanna’. Þetta sama orðalag var og haft um hesta, einkum ótemjur, sem t. d. voru settar í torfreiðslu til að taka úr þeim galsann og bæla þær; hann fór með hana í torjreiðslu og þúaði liana til. Þá fengum við og fregnir af því, að í Dalasýslu hefði verið sagt að Jma e-ð í sundur, þ. e. ‘berja, merja e-ð í sundur’, t. d. snæri með steini. Loks eru svo tvö dæmi af Suðurlandsundirlendinu um so. þúa í merk- ingunni ‘þústa, bæla (krakka)’ og ‘ofþjaka (hross)’: drengurinn var þúaður af húsbœndunum; mér Jyykir hann aldeilis vera búinn að J)úa kláragreyin. Það virðist nokkurn veginn augljóst, þegar litið er á merkingartil- brigði so. þúa í nýmálinu, að merkingin ‘skamma’ getur ekki verið upphafleg, og lítt hugsandi, að hún hafi getið af sér merkingar eins og ‘berja í sundur, ofþjaka, þústa, bæla’. Stefnan hlýtur að hafa ver- ið á hinn veginn. Merkingar eins og ‘atyrða, hasta á’ hljóta að vera komnar af ‘þjarma að’ eða ‘bæla niður’. Líkt sýnist þessu og vera farið um so. ogfgjþóa og merkingar hennar. Ég gat þess hér að framan, að við hefðum engar eldri heimildir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174

x

Íslenzk tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenzk tunga
https://timarit.is/publication/852

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.