Íslenzk tunga - 01.01.1961, Page 118

Íslenzk tunga - 01.01.1961, Page 118
Ritfregnir Dínus saga drambláta. JÓnas Kristjánsson bjó til prentunar. Riddarasögur, I. liáskóli íslands. Reykjavík 1960. lxiv + 152 bls. Handhitanefnd Háskólans liefur með þessari bók hafið nýja útgáfu á ridd- arasögum. Á því sviði er af nógu að taka, því að fjöldi riddarasagna er enn óútgefinn eða aðeins til í algerlega ófullnægjandi útgáfum. Saga sú sem hér birtist hefur ekki verið prentuð áður, en rímur ortar út af fyrri hluta sög- unnar voru gefnar út í Rímnasafni Finns Jónssonar. Utgefandinn, Jónas Kristjánsson skjalavörður, hefur unnið mikið verk og þarft með útgáfu þessarar bókar, sem á margan hátt hefur verið flókið starf. Sagan er til í þremur gerðum; af elztu gerð eru til á skinni átta blöð í AM 575a, 4to; auk þess er sú gerð varðveitt í 23 pappirshandritum. Utgefandi sýnir fram á að öll þessi handrit eru runnin frá skinnbókinni meðan hún var heil; verður því að sækja texta elztu gerðar í pappírshandritin þar sem vantar í skinnbók- ina. Utgefandi kemst að þeirri niðurstöðu að sex pappírshandrit hafi sjálfstœtt gildi um textann. Þau skiptast í þrjá flokka, sem eru runnir frá tveimur upp- skriftum á skinnhókinni. 011 hin 17 pappírshandritin eru ættuð frá þessum þremur flokkum og hafa því ekki gildi um tilhúning textans. Fyrir þessu gerir útgefandi skýra grein í inngangi, og verður ekki annað séð en þessar niðurstöð- ur séu traustar. Skipting pappírshandritanna milli flokkanna er athyglisverð, og má rekja liana nokkuð eftir landshlutum. Handritin A1 og A2 eru bæði skrifuð á Vestfjörðum á 17. öld, og má telja víst að forrit þeirra hafi verið þar. A1 barst til Svíþjóðar 1683, og eru engin handrit frá því runnin; en náskylt A2 er eitt gagnslaust handrit frá því um 1800. Eitt B-handrilanna (B1, skrifað á Hólum í Hjaltadal um 1774) barst snemma til Austurlands, og eru þar frá því runnin nokkur hinna yngri handrita. Annað B-handrit (B3) virðist hafa verið í Borgarfirði vestra, og eru allmörg handrit frá því ættuð sem skrifuð eru vestan lands á 19. öld. IJandritið C barst til Svíþjóð- ai fyrir 1693, en af sama kyni eru nokkur handrit sem öll virðast skrifuð í Eyja- firði og Þingeyjarsýslu, hið elzta um 1661. Er því sýnt að handrit af C-flokki hefur verið tiltækt í Eyjafirði upp úr miðri 17. öld (þó ekki C sjúlft, því að áðurnefnt handrit er ekki frá því runnið), og vel mætti C vera norðlenzkt, kom- ið til Svíþjóðar t. d. með norðlendingunum Jóni Rúgman eða Jóni Eggertssyni. Af þessu má marka að elztu pappírsuppskriftir af sögunni hljóta að vera nokkuð gamlar, því að á milli elztu varðveittu handritanna af A- og B-flokki og skinnbókarinnar liggja a. m. k. 3—4 milliliðir (um C er talan óvissari), og má
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174

x

Íslenzk tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenzk tunga
https://timarit.is/publication/852

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.