Íslenzk tunga - 01.01.1961, Síða 131
RITFREGNIR
127
misskilið kenningar eða heiti, afritarar mislesið, auk þess sem torskilin orð hafa
getað ruglazt, runnið saman eða slitnað f sundur, er eldri þulubrotum var steypt
saman í stærri heildir. Þá eru til mismunandi afbrigði eða leshættir af sumum
heitunum, t. d. digni : dirnir ‘uxi’, ornir : grnir ‘ormur’, skalkr : skolkr ‘sverð’,
skjáva : skjarva ‘öxi’ o. s. frv., og eru þesskonar tilbrigði raunar ekki hundin
við þulurnar, shr. t. d. dvergsheitið ori, óri : uri, úri í Fjölsvinnsmálum. En þá
vaknar spurningin: Eru afhrigðin jafngild, eru þetta t. d. tvö sjálfstæð orð, eða
er annað afbökun? Þetta er atriði, sem orðsifjafræðingur verður að gera sér
grein fyrir. Höf. telur t. d., að ormsheitin ornir og grnir séu sjálfstæð orð og
óskyld, slíkt hið sama öxarheitin skjarva og skjáva (skjarva sk. skarjr ‘bjálka-
hútur’ og lit. kirvis ‘öxi’, skjáva < *skjaja, sk. so. slcaja). Þetta og fleira af
svipuðu tagi er ærið valt og skýringin á skjáva auk þess í ósamræmi við alkunn
hljóðlögmál.
Ulfsheitið skolkinni(r) hefur valdið miklum heilabrotum, og er höf. í vafa
um uppruna þess, en neínir framkomnar skýringar. Nafnið kemur fyrir í þulum
og er ýmist skrifað skaull-, skgll- eða skol-kini eða -kinni. Þá hafa menn þótzt
finna það í vísu, sem eignuð er Birni Ilítdælakappa. Miðhluta orðsins vantar
raunar í handritið. Þar slendur skol... iat iolum. En Sveinbjörn Egilsson fyllti
í skarðið og gizkaði á, að braglínan ætti að vera skólkinnis at jólum. tí-ið í
skólkinnis er þarna rímbundið, en stangast raunar á við ritháttinn skaull-,
skgll- í þulunum. Vel getur þessi tilgáta Sveinbjarnar verið rétt, en sannar að
mínum dómi ekkert, hvorki um upphaflega lengd fyrri liðs eða orðið í heild.
Vísan er efalítið ung og heitið sótt í þulurnar, skol'- lesið sem skól-, svo að þar
fyrir getur skýringartilgáta Finns Jónssonar, skolkinnifr) ‘hinn skolkinnótti’,
staðizt. Ég leit líka svo á í ritdómi um orðsifjabók F. Holthausens, en nú hallast
ég helzt að því, að skolkinnifr) sé draugorð. Ætla ég, að það hafi orðið til við
uppstokkun og samsteypu á þulum. I sumum gerðum hafa úlfsheitin skoll
(skgll, skaull) og kinni(r) staðið í sömu braglínu og svo verið lesin sem eitt
orð. Þessar gerðir hafa svo runnið saman við aðrar, þar sem skoll og kinni(r)
(v. 1. hvinnir) stóðu aðgreind og ekki í sömu braglínu, og þá varð útkoman
svipuð og í AM 748 og 757, 4to: „Ilmr, sköll, geri/ ... /freki, kinni, viðnir/_
/imr, ægðir/ok skolkinni." Það er eftirtektarvert, að helztu gerðirnar, sem hafa
skolkin(n)i, hafa ekki orðin skoll og kinni sem sjálfstæð heiti, og sætir þó
nokkurri íurðu, að nafn hins fræga sólarúlfs skuli vanta. Bæði það og mismun-
andi ritháttur forliðsins, skaull-, skgll-, skol(l)-, styður að mínum dómi þessa
draugorðstilgátu.
Simi eða sími (m.) kemur aðeins fyrir sem sævarheiti í þulum. Höf. og Holt-
hausen telja það í ætt við seimr ‘hunangskaka’ og sil ‘lygnt straumvatn’, en ég
held helzt, að það sé draugorð. Sýnist mér líklegt, að það sé þannig til komið,
a® orðið varrsími ‘kjölrák’ hafi verið slitið í sundur og partarnir villzt hvor frá