Vera - 01.05.1989, Blaðsíða 3

Vera - 01.05.1989, Blaðsíða 3
KLÆÐI FJALL- KONUNNAR Við íslendingar höfum sniðið okkur þjóðfélagsstakk sem við höfum kennt við velferð. Öll höfum við lagt eitthvað af mörkum í þessa flík, mis áberandi þó. Stakkurinn okkar hefur breyst frá einum tíma til annars allt eftir því hverjir áhrifavaldar hafa verið í samfélaginu. Við höfum fengið ný snið erlendis frá sum við hæfi önnur óhæf og það hefur verið okkar böl j^egar þröngsýnir valdhafar hafa með góðu eða illu viljað skella bótum á stakk- inn þar sem engra bóta var þörf og sumar bætur hafa enda reynst kolgöt- óttar. Þannig var t.d. með samræmda grunnskólaprófið, sem átti að skapa jöfnuð en skóp ójöfnuð með normalkúrfuaðferðinni alræmdu. Þar var ákveðið fyrirfram að svo og svo mörg prósent nemenda skyldu fá hæstu einkunn og jafn margir skyldu falla, alveg sama hver kunnáttan var. Slíkt kerfi átti auðvitað ekki við í svo smáu samfélagi sem okkar og á líklega hvergi við. En alversta dæmið um erlenda tísku sem flutt hefur verið hingað á seinni tímum var þó þegar nokkrir ungir eldhugar komu og vildu troða fjallkonunni í kjól járnfrúarinnar Margretar Thacher. Þegar sýnt var að járnfrúarkjóllinn passaði engan veginn á Fjallkonuna tóku þeir sig til og reyndu að sauma velferðarkyrtil hennar upp og þau missmíð munu verða okkur dýr. Það var vorið 1983 sem tilraunin með frjálshyggjukjól járnfrúarinnar hófst. Þá var ýtt undir hið „frjálsa framtak" á öllum sviðum oggrái fjár- magnsmarkaðurinn blómstraði, einstaklingar tóku að selja vinnu sína sem atvinnurekendur væru og misstu um leið rétt til atvinnuleysisbóta og lífeyrissjóða (erlendum fyrirtækjum opnuðust leiðir til að eignast hluta í íslenskum), sem er viss leið til að missa fjárhagslegt sjálfstæði okkar. Og enn gengur saumaskapurinn, ný stjórn tók við af þeirri sem ól frjálshyggjudrauginn og kennir hún sig við samvinnu og félagshyggju. Samvinnan virðist þó helst um það að tolla í stólunum en félagshyggja er enn ekki mjög áberandi. Þannig virðast uppi raddir um að skerða og skera niður félagslega þjónustu en selja hana ella þeim sem greitt geta. Félagssamvinnustjórnin okkar segir að við verðum að taka höndum saman og sætta okkur við lágt kaup og krónutöluhækkun. Krónutölu- hækkun kemur auðvitað þeim lægst launuðu best og er ekki nema gott um það að segja, einnig sú breyting að lífaldur ráði launaþrepi í lægstu launaflokkum. Það kemur vel mörgum konurn, sem fara seint út á vinnumarkaðinn. En það er ekki nema eðlilegt að fólk með langt nám að baki festi augu á það, að þeir sem selt hafa vinnu sína sem atvinnurek- endur, fá ntiklu hærri greiðslu en fastlaunafólk og vilja rétta hlut sinn í þeim samanburði. Margs er þó að gæta í þessu sambandi einkum þó þeg- ar atvinnuleysi vofir yfir. Nú virðast blikur atvinnuleysis á lofti, fyrirtæki falla eins og blóm í haustfrosti, og þrátt fyrir það að almenningur glenni upp skjáina við það að sjá ,,fallit“, uppadrengi frjálshyggjunnar rísa upp næsta dag eins og Æsir gerðu í Valhöll forðum og stofna nýtt fyrirtæki og svo e.t.v. enn annað þá vitum við, að slíkt gengur ekki lengi. Einhverjir verða að bera skaðann. í svo litlu samfélagi sem okkar vitum við að byrðarnar leggjast á okkur öll og upphafsmennirnir verða fyrr en varir líka að axla ábyrgð- ina, og gera það líka margir, ekki skal öðru haldið fram. F.n vegna þess að við berum öll skaðann, verðum við líka öll að eiga hlut að því sem arður er að. Þess vegna gengur kerfi frjáls réttar hins sterka ekki hjá okk- ur, hér er enginn svo sterkur að hann geti verið viss um að þurfa ekki að styðjast við hinn veika. Því er búnaður félagshyggju og samhjálpar eini búningurinn sem við getum skautað. íslendingar standa nú frammi fyrir minnkandi atvinnu og skertum fjárhag. Flest erum við bundin á klafa ótal fjárhagslegra skuldbindinga. Stjórnvöldum ber því í dag skylda til að sníða stakkinn okkar upp. Við þurfum að ganga í gegnum breyttar vinnutímareglur, þannig að allir geti haft vinnu þótt styttri sé en gerist í dag. Það er helgur réttur hvers karls og konu. En við þurfum líka að temja okkur sjálfsþurftarbúskap heimila og breyta viðhorfum okkar til neyslu og neysluvenja. Við þurfum að skafa af okkur ,,frjálshyggjumaskann“, og gera okkur grein fyrir því að við getum lifað miklu frjálsara og skemmtilegra lífi en því sem neyslu- hugmyndafræðin býður upp á. íslensk þjóð hefur alla burði til að kom- ast vel frá vandanum. Guðrún Halldórsdóttir ■ x/ ■ ■ c «. i ixrij]XLV.s FREKAR FIS-LÉTT EN NÍÐ-ÞUNG 4 Rætt við Veru Siemsen og Ólöfu Tómasdóttur, sem hanna, sauma og selja föt á þungaðar konur MEÐFERÐ í STAÐ FANGELSISVISTUNAR S Liv Finstad norskur afbrotafræð- ingur lýsir hugmyndum sínum um nýjar refsiaðferðir vegna kyn- ferðisafbrota ERU KONUR KONUM VERSTAR? 8 Togstreita milli kvennastétta er al- þekkt fyrirbæri — en hvers vegna? fullfarir að bera SJÁLFIR ÁBYRGÐ 11 Rætt við Kristínu Á. Guðmunds- dóttir og Birnu Ólafsdóttur um afstöðu sjúkraliða VERÐUM AÐ VINNA SAMAN 13 Sigþrúður Ingimundardóttir fjall- ar um málefni hjúkrunarfræðinga FYRSTA FLOKKS STARFSFÓLK 14 Rætt við Selmu Dóru Þorsteins- dóttur um viðhorf fóstra til fóstruliða TRÚUM EKKI AÐ NÁMID FARI AF STAD ÁN SAMRÁÐS 16 Þórunn Sveinbjörnsdóttir lýsir af- stöðu Sóknarkvenna til hugmynd- arinnar um fóstruliða TIL FORYSTU 18 Vera kynnir starfsemi ITC ROSA LIKSOM 20 Spjallað við finnska listakonu ÞETTA ER MITT LÍF 24 Sigríður Kristinsdóttir leysir frá skjóðunni VELGENGNI SVIK VID ALLT KVENKYNIÐ 28 Grein um erfiðleika kvenna við stjórnunarstörf BLINDUR NIÐURSKURÐUR 34 Borgarspítalinn sveltur ÞANN DAG URDU ... 31 Umræður um samningamál „FORELDRAEKKJUR" 33 Rætt við Málmfríði Sigurðardótt- ur um nýtt lagafrumvarp SAMEIGINLEGT FRAMBOÐ 36 ÚR LISTALÍFINU 38 3

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.