Vera - 01.05.1989, Blaðsíða 14

Vera - 01.05.1989, Blaðsíða 14
bókun um að litið yrði á mál sjúkra- liða og sú bókun var ítrekuð 1988. Frumvarpið er lagt fram í framhaldi af því. Eins og frumvarpið hljóðar nú er það lagt fram í óþökk hjúkrunar- fræðinga og sjúkraliða og það verður örugglega ekki til góðs fyrir skjól- stæðinga okkar á sjúkrastofnunun- um. Með frumvarpinu er verið að fara inn á lögverndað starfssvið ákveð- innar stéttar þ.e. hjúkrunarfræðinga og það getum við ekki sætt okkur við. Þar að auki er þetta gert án nokkurs samráðs við okkur og þannig hefur það yfirleitt verið þegar sjúkraliðar eru að semja um þessi mál. Þið eruð sem sagt þeirrar skoð- unar aö sjúkraliöar eigi eftir sem óöur að vera aðstoðarstétt við hjúkrun en ekki sjálfstœö stétt með sjálfstœtt verksviö? Sjúkraliðar eru nauðsynlegt vinnuafl á sjúkrahúsunum en það er þó ekki hægt að horfa framhjá þvf að þeir eru aðstoðarstétt. Það er auðvitað hægt að hártoga hvað eru sjálfstæð störf og hvað ekki en þeir vinna undir stjórn hjúkrunarfræðinga. Það er hins vegar okkar skoðun að í hjúkrun séu engin sérstök sjúkraliðastörf þ.e. að það sé ekki hægt að binda tiltekin hjúkrun- arstörf við sjúkraliða. Þetta eru allt hjúkrunarstörf og það er ekki hægt að banna hjúkrunarfræðingum að ganga inn í tiltekin störf á þeim for- sendum að þau takmarkist við sjúkra- liða. Ef það fer í lög að ákveðin störf séu sjúkraliðastörf þá er búið að lög- vernda þau og það nær ekki nokkurri átt. Þá erum við komin út í algerar ógöngur. En af hverju er hjúkrunarfrœö- ingum svo mikiö í mun að binda sjúkraliða viö hjúkrunarsvið? Má ykkur ekki á sama standa þó sjúkraliðastarfiö sé viöurkennt á fleiri sviðum? Ástæðan fyrir því að við erum svo ákveðnar í því að sjúkraliðar starfi á hjúkrunarsviði er sú, að það vantar sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga til starfa og við viljum halda þessum stéttum í þeim störfum sem þær eru menntaðar til þ.e. í hjúkrun. Við höldum þessu t.d. skilyrðislaust fram varðandi hjúkrunarfræðinga þó auð- vitað nýtist hjúkrunarmenntunin í mörgum öðrum störfum. Það breytir þó ekki því að ekki er hægt að lög- vernda starfsheitið við önnur störf en hjúkrun. Sjúkrahús og sjúkrastofnan- ir starfa þannig að þeim er skipt upp í ýmis svið t.d. hjúkrunarsvið og tæknisvið. Sjúkraliðar hafa starfað talsvert á Kópavogshælinu og því er skipt upp í hjúkrunarsvið og uppeld- issvið og við erum þeirrar skoðunar að þar eigi sjúkraliðar að starfa á hjúkrunarsviði og vera undir stjórn 14 hjúkrunarfræðinga en ekki þroska- þjálfa. En það er eins og þær vilji alls ekki bera ábyrgð gagnvart hjúkrunar- fræðingi. Þetta mál er komið út í fár- ánlegt karp um algera smámuni. Það er allt tínt til sem engu máli skiptir. Er þaö ekkí til vinnandi aö gera þessa breytingu á lögunum ef þaö mœtti verða til að styrkja sjálfsímynd sjúkraliöa sem fag- hóps og auka starfsánœgju þeirra? Ég veit ekki hvort breytingar á lögum og reglugerðum skipta nokkru máli fyrir starfsánægju sjúkraliða. Það er alltaf verið að endurskoða reglugerð um sjúkraliða, engin reglugerð um heilbrigðisstéttir er endurskoðuð eins oft. Samt er alltaf sama óánægjan. Nú er Ijóst að það er talsvert mik- il togstreita milli sjúkraliða og hjúkrunarfrœðinga. Hvernig kemur hún ykkur fyrir sjónir? Úti á starfsvettvangnum er samvinn- an með ágætum. Togstreitan kemur þegar stjórnir þessara félaga greinir á um málefni, en stjórnir eru jú kosnar til að gæta hagsmuna sinna félags- manna og því eðlilegt að steiti á. Á undanförnum árum hafa hjúkrunar- fræðingar reynt að taka á þessum málum og unnið markvisst með fræðslu til sinna félagsmanna og með starfsánægju. Ef til vill höfum við ekki beint þeim málum jafnVel til sjúkraliða, það væri verðugt verkefni fyrir báðar stéttirnar. En kannski geta hjúkrunarfræðingar sjálfum sér um kennt hvernig komið er þar sem þeir komu þessari stétt á fót. Við gerðum það vegna þeirra vandræða sem við vorum í með aðstoðarfólk. En ef við hefðum ekki búið til þessa aðstoðar- stétt þá hefðu starfsstúlkurnar sótt á um að fá einhverja menntun og starfsréttindi. Þetta skiptir þó ekki máli heldur hitt að í dag verðum við að vinna saman en ekki hvor gegn annarri. -isg. „Það er okkar skoðun að í hjúkrun séu engin sérstök sjúkraliðastörf... Þetta eru allt hjúkrunarstörf og það er ekki hœgt að banna hjúkrunar- frœðingum aö ganga inn í tiitekin störf ó þeim forsendum að þau takmarkist við sjúkraliða." Hjúkrunarfrœöingar aö störfum Selma Dóra Þorsteinsdóttir for- maður Fóstrufélags íslands átti sœti í nefnd þeirri á vegum menntamálaráðuneytisins sem lagöi til aö fóstrunám yrði fœrt á háskölastig og fariö yröi aö mennta fóstruliöa við fjölbrauta- sköla landsins. Það lá því beint við að spyrja hana hvort hún ótt- aöist ekki aö meö þessu vœri verið að bjóða heim hœttunni á togstreitu milli tveggja kvenna- stétta á dagvistarheimilunum rétt eins og á sjúkrahúsunum. Það má ekki gleyma því að það er viss togstreita milli þeirra hópa sem vinna á dagvistarheimilunum í dag og ég er ekki viss um að það þurfi að koma til einhverrar sérstakrar togstreitu milli fóstra og fóstruliða. Það fer allt eftir því hvernig tekst að undirbúa jarð- veginn fyrir komu þessa fólks og hvernig staðið er að menntun þess. Á þeim stofnunum, þar sem fóstrur hafa sterka faglega sjálfsímynd, held ég að séu minni líkur á togstreitu en annars staðar. Togstreita byggist alltaf á óöryggi beggja aðila. Fóstrustarfið er núna að rífa sig upp úr faglegu óöryggi og það hlýtur að vera til góðs. Hins vegar er fyrirsjáanlegt að fóstruliðar geta farið að koma til starfa eftir u.þ.b. hálft annað ár og það er náttúrulega mjög skammur tími til stefnu til að undirbúa komu jDeirra. En við fóstrur lítum á fóstru- liða sem faghóp — sem fyrsta flokks fagfólk en ekki sem annars flokks fóstrur. Fyrst fóstrustéttin samþykkti að það kæmi ný stétt inn á dagvistar-

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.