Vera - 01.05.1989, Blaðsíða 24

Vera - 01.05.1989, Blaðsíða 24
ÞETTA ER VERA tekur nú upp þráóinn frá því í síöasta blaöi og kynnir nýja konu undir yfirskriftinni: Þetta er mitt líf. Líf og viðhorf Sigríöar Kristinsdóttur sjúkraliöa eru vissulega efni í meira en eina frásögn í blaði, hún er ung kona meö langa œvisögu. Hún er alin upp í kjarnaf jölskyldu en varö síöar ein af börnum einstœðrar móöur, hún hefur sjálf veriö einsfœö móöir, ekkja, gift, ógift, en þetta allt eru bara ytri aöstœöurnar, flokkun í þjóðskrá. Samspil yfri aöstœðna og innra lífs hafa mótaö líf Sigríöar rétt eins og líf annarra. Sigríöur hefur aldrei velt því fyrir sér hvort hún heföi eitthvert lífsmottó, en við nánari um- hugsun segir hún þó eitthvaö á þessa leiö: Æ\\\ ég hafi ekki reynt aö vera sjálfri mér samkvœm. Um leiö ítrekar hún þaö aö erfitt geti veriö aö halda sig viö þá hugmyndafrœöi sem er samgróin lífi hennar, róttœkri, sósíalískri félagshyggju, sem fylgdi henni úr foreldrahúsum og hún hefur alla tíö síöan lifaö eftir, eöa því sem nœst. „Ég studdi Ólaf Thors þegar ég var lítil," segir hún sposk á svipinn. „Ég fór í nœsta hús til aö lesa blööin, því þau voru ekki keypt heima. Mamma tók þessu tímabiii mínu meö umburöarlyndi. Foreldrar mínir, Sig- fríð Sigmundsdóftir og Kristinn Stefánsson, voru frá Eskifirði, bœöi róttœk í skoöunum, þaö var arfurinn frá Arnfinni Jóns- syni skólastjóra." Sigríður tók slöar þátt í einni róttœkustu þjóömálahreyf- ingu síöari tima, Rauösokkahreyf ingunni, og hefur alla tíö lát- iö sig skipta bœöi kvenfrelsismál og síöar baráttu fyrir betri kjörum i stéttarféiagi sínu, Sjúkraliöafélaginu, en þar hefur hún veriö í forystu á undanförnum árum. Þetfa er hennar líf. Eg hef alltaf talið mig Eskfirðing, þótt ég sé fædd og uppalin í Reykja- vík. Báðir foreldrar mínir eru þaðan, og elsta systir mín er raunar alin þar upp. Mamma átti hana áður en hún giftist pabba, og hún varð eftir þegar mamma fluttist í bæinn. Ég er fædd hér í Reykjavík árið 1943 og alin upp í hópi þriggja syst- kina. Við höfðum það gott þegar ég var lítil, pabbi var sjómaður og ágæt- lega tekjuhár, en hann var trúr sínum sósíalfsku skoðunum og lagði aldrei upp úr að safna auði né berast á. heg- ar ég var sjö ára dó hann, og óneitan- lega varð þá breyting á ytri aðstæðum okkar. Við fluttum í minna húsnæði og mamma lagði kapp á að vinna fyrir okkur. Hún var mjög dugleg og stundum held ég að hún hafi lagt of mikið á sig til að halda reglu á heimil- inu. Hún hélt sama sniði á þrifum heimilisins, þótt hún væri að heiman ailan daginn, og áður þegar hún var heima með okkur allan daginn. Hún vann mikið, fór í fisk og á sfld sendi okkur á meðan í sveit, síðan vann hún lengi í mjólkurbúð. Ég man ekki mikið eftir pabba, í þá daga voru sjómenn miklu meira úti á sjó en nú er. Þó man ég að það var allt- af hátíð þegar hann kom í land. Föð- uramma mín og-afi bjuggu líka hjá okkur þar til rétt áður en hann dó. En ég geri mér grein fyrir að ákveðin skil urðu í barnssálinni þegar hann dó og lengi vel hélt ég að hann kæmi ein- hvern tíma aftur. Ég held ég hafi verið tólf ára þegar ég skildi að hann kæmi ekki. Umhverfið var okkur gott, konurn- ar í hverfinu voru góðar við okkur systkinin og í skólanum fékk maður ekkert að finna fyrir því að aðstæður okkar væru aðrar en flestra annarra. Ég stóð mig vel í skóla og hafði gffur- legan áhuga á þjóðmálum. En á ungl- ingsárunum hætti ég að vera dugleg í skólanum. Ég held að fjölskylda mín hafi haft meiri væntingar til mín en ég stóð undir á þeim árum. Unglingsárin voru stundum skemmtileg og stund- um leiðinleg. Vandinn var sá að ég sá ekki mikla möguleika á langri skóla- göngu fjárhagsins vegna og sá því ekki tilgang í að læra, þótt ég fyndi fyrir þrýstingi að standa mig. En ég átti auðvitað mína drauma. Mig dreymdi um að læra listasögu og bók- menntir og ætlaði helst ekki að vinna mikið. Ég hafði unnið frá því ég var níu ára í sveit á sumrin. Mér fannst miklu skemmtilegra að lesa og las mikið. Var alæta á bækur og las jafnt rómana og betri bækur. Magnús Stormur var bókavörður í Klepps- holtinu, þar sem við bjuggum, og hann var alveg einstakur, sótti bæk- 24

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.