Vera - 01.05.1989, Blaðsíða 4

Vera - 01.05.1989, Blaðsíða 4
FREKAR FIS-LÉTT en NfÐ-ÞUNG „Konunum sem koma til okkar finnst húmor í nafninu Fis-létt,“ segja þær Vera Siemsen og Ólöf Tómasdóttir, sem hanna, sauma og selja föt á þung- aðar konur, föt sem eru ekki eins og hefðbundnu „tækifærisskokkarnir" með rykkingu undir berustykkinu og allir eins. Vera fékk hugmyndina og velti henni yfir til Ólafar sem er kjóla- meistari og hafði kennt Veru að sauma á saumanámskeiði. Vera er hjúkrunarfræðingur að mennt svo það liggur beinast við að spyrja: Hvernig í ósköpunum datt henni í hug að fara að sauma föt á ófrískar konur? „Það er stutt síðan ég var sjálf ófrísk og þá fann ég fyrir því hve lítið úrval var til af fötum fyrir ófrískar konur. Ég hef alltaf haft gaman af að sauma og því kviknaði þessi hug- mynd síðastliðið sumar og ég setti mig í samband við Ólöfu sem tók vel í hana. Hún saumaði áður heima. Auk þess eru launakjör og vinnutími hjúkrunarfræðinga ekki neitt til að hrópa húrra fyrir og vissulega spilaði það inn í, maðurinn minn er nefni- lega líka hjúkrunarfræðingur og alveg nóg að hafa einn í fjölskyldunni." Fyrirtækið byrjaði í stofunni heima hjá Ólöfu, við Hjaltabakkann, en síð- an fengu þær leigt herbergi undir reksturinn í sama húsi og þar hafa þær verið síðan. Fastur opnunartími er á virkum dögum milli klukkan níu og tvö eftir hádegi, en auk þess mæta þær þörfum þeirra sem ekki komast á þeim tíma og fara aukaferðir á kvöld- in og um helgar að skoða efni og velja snið. Konur utan að landi geta pantað föt í póstkröfu og fá senda efnisbúta og ljósmyndir af fatnaði til að velja eftir. Efnin eru fyrst og fremst úr nátt- úrulegum efnum, bómull, ull og vískós. Þær Vera og Ólöf búa til sín eigin snið en hver flík er aðeins til í þremur eintökum hið mesta úr sama efni. „Við viljum ekki að þær sitji saman á biðstofunni allar í eins fötum,“ segir Vera til skýringar. Sniðin eru hugsuð þannig að flíkin sé ekki bara nothæf á meðgöngutímanum, heldur gangi allt eins áfram. Þær elta tískustraum- ana að því marki sem viðskiptavinirn- ir vilja, en flestar konurnar vilja frem- ur sígild föt og vera sérstakar og ekki of áberandi. Er þetta skemmtileg vinna? , Já, ég fæ alla vega mikla útrás við að sníða og sauma alltaf nýjar og nýjar flíkur,“ segir Vera. Reksturinn hefur gengið ágætlega, en annatíminn kemur í bylgjum, og frá áramótum hefur verið nokkuð stöðugt að gera. Aðalauglýsingin sem þær Ólöf og Vera hafa fengið er að spurst hefur frá konu til konu hvað þær eru að gera. En til að upplýsa hvernig hægt er að ná í þessar Fis- léttu konur er rétt að geta þess að þær eru til húsa við Hjaltabakka 22 og svara í síma 91-75038. 4

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.