Vera - 01.05.1989, Blaðsíða 27

Vera - 01.05.1989, Blaðsíða 27
Hann hópast aldrei massívt saman eins og tildæmis hjúkrunarfræðing- arnir sem eru þrjú til fjögur ár saman í skóla, enda held ég því fram að saumaklúbbar hjúkrunarfræðing- anna séu frímúrarareglur sjúkrahús- anna. Það er ekki bara sagt í nei- kvæðri merkingu, því samhjálp og samráð eru stór þáttur innan jæirrar stéttar. Arið 1982 kom afgerandi rof í vinnuna mína. Ég gifti mig aftur það ár, konan sem aldrei ætlaði að gifta sig, og átti son minn, Torfa Stefán, ár- ið 1983. Hann varð því hið dæmi- gerða barn fertugrar móður. Þetta var erfið meðganga og ég var mikið frá vinnu. Samkvæmt samningum átti ég rétt til að vera frá vinnu meðan ég var veik á meðöngu en ég lenti í mesta basli með að fá þann rétt minn viður- kenndan, og það brást ekki að for- stöðukonan týndi vottorðunum mín- um um hver mánaðarmót. Ég hafði líka sést á gangi einhvers staðar, og það var eins og illa gengi að koma því heim og saman að það að vera óvinnufær er ekki sama og að vera ófær um að fara í smá gönguferð. Þetta var erfið lífsreynsla og ekki tók betra við eftir að ég átti drenginn í ágúst '83. Ég veiktist hastarlega á eft- ir, fékk barnsfararsótt, sem ekki má tala um á fslandi. Það er víst ófínt og riðlar heilbrigðisskýrslur frá landinu. Ég lá á spítala í þrjár vikur eftir fæð- inguna, á sængurkvennaganginum. Álagið var mikið, ég vildi fá að vera í friði og það samræmdist alls ekki þeirri gloríuhugmynd um heim móð- ur og barns, sem tilheyrði þessu um- hverfi. Þarna var til dæmis ekkert af- drep fyrir hjón til að hittast. Maðurinn minn studdi mig dyggi- lega, bæði á meðgöngu og eftir fæð- ingu. Hann heitir Jón Torfason, menntaður í íslenskum fræðum í Há- skóla íslands, en var bóndi í allmörg ár eftir að hann lauk BA-námi. Hann starfar nú á Þjóðskjalasafninu, er að ljúka cand.mag.námi og kennir auk þess í Ármúlaskóla. Ég hef að vissu leyti gaman af að eiga eitt lítið barn núna, en stundum er lítill tími til að sinna fjölskyldunni. Eins og ég sagði áðan þá er það mitt val að vinna úti. Stundum finnur maður fyrir því, eins og þegar sá litli segir: Mamma ég vildi að þú færir aldrei út! Ég fór að vinna aftur eftir veikindin árið 1984 og þá á Kvenna- deild Landspítalans og þegar henni var skipt valdi ég þann hluta sem nú er krabbameinsdeildin. Vissulega er óþægileg tilfinning að vita að ekki fer alltaf vel þegar við þennan sjúkdóm er að eiga og sumar konurnar eru ólæknandi. Deildin er nú lítil og við erum oft búnar að kynnast konunum í langan tíma og þær þekkja okkur vel. Sjúkrahús getur aldrei orðið heimili, en litlar einingar gera þau hlýlegri og persónulegri. Við erum oft í sálusorgarahlutverkum og við eigum að taka þátt í sorginni með fjölskyldunum sem við höfum oft kynnst vel. Við reynum að leyfa þeim að vera á deildinni dag og nótt þegar þannig stendur á og sem betur fer er það hægt. Hjúkrun er ekki eins steril og hún var áður, sem betur fer. Og starfsfólkið þarf líka á styrk og hlýju að halda til að geta haldið áfram, á því sviði hefur mikið breyst, þetta er nú viðurkennt. Fyrst eftir að ég kom á deildina var ekki talað um það ef ein- hver dó, en núna leyfum við okkur að vera sorgbitin og sýna sorg okkar. Mér finnst að starfsfólk ætti að hafa að- gang að sálfræðingi og félagsráðgjafa ekki síður en sjúklingarnir, það myndi áreiðanlega skila sér í betri vinnu. Slgriður að störfum. Auðvitað tek ég vinnuna oft með mér heim og heimilisfólkið veit hvort mér líður vel eða illa. Ég reyni oft að hlífa börnunum en maðurinn minn tekur þátt í þessu með mér og skilur mína afstöðu. Þrátt fyrir þetta verð ég að segja að ég hef gaman af vinnu minni. Ég finn góðvild og hlýju og fæ mikið þakklæti fyrir það sem ég er að gera og sjúkl- ingarnir geta gefið svo mikið af sér. Það vonda við vinnuna eru launin. Þetta er dæmigert kvennastarf, og þótt okkur hafi miðað áfram og unn- ið stóra sigra 1987, þá er ótrúlegt að hugsa sér að geta fengið aðeins 55 þúsund krónur í laun fyrir starf hálfa ævina. Og lægstu launin eru 43 þús- und krónur! En hópurinn er að þjappast saman, við vitum að það kemur enginn með neitt til okkar, við verðum að sækja það sjálfar sem við fáum. Bætt menntun er eitt af því sem við leggjum áherslu á, en þar eru nú því miður mörg ljón á veginum, sum æði undarleg. Ég er sem stendur í stjórn starfsmannafélags ríkisstofn- ana sem ásamt fleirum fer með sam- ingamálin fyrir okkur, svo þetta brennur sannarlega á mér. Ég er sátt við tilveruna þrátt fyrir að ég er óánægð með ýmislegt. Ég á góðan mann og góð börn, er í góðu starfi þótt launin séu lág. í þessu uppaþjóðfélagi þar sem allir eiga að vera að gera eitthvað nýtt og spenn- andi finnst víst sumum lítið til um að vera í sama starfi árum saman, en mér finnst það gefandi og þá fær maður möguleika á að þroskast í starfi og dýpka skilning sinn á því. En svo blundar í mér bóheminn og ég gæti svo sannarlega hugsað mér að að taka til við listasöguna og bókmenntirnar, einhvern tíma. Þegar ég verð stór ætla ég að fara til Parísar, lifa mig inn í frönsku bylting- una og . . . Anna Ólafsdóttir Björnsson Kverrtrelslsbarátta á götum útl. 27

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.