Vera - 01.05.1989, Blaðsíða 30

Vera - 01.05.1989, Blaðsíða 30
4 Að láta eigin velgengni ganga fyrir er eins og svik við allt kvenkynið. Konur eiga erfitt með að standa í samningum — sérstaklega við aðrar konur — af því að þeim hættir alltaf tii að tengja málefnin við persónur. Það er ágætur eiginleiki í einkalífinu en gefst illa í atvinnulífinu. Þótt konu Iíki illa við starf sitt heldur hún kannski áfram að vinna við það vegna þess að henni líkar vel við samstarfs- fólkið. Fyrir karlmann væri það ekki nægileg ástæða. Ef önnur af tveimur konum í sama starfi fær stöðuhækkun, segist hún fá slæma samvisku. En það er ekki slæm samviska, segir Eva Magolies, heldur hræðsla við að verða yfirgefin. Vináttu er líka hægt að beita sem vopni í atvinnulífinu. Að segja sam- starfsfólkinu allt um einkamál sín er ein leið til að yfirfæra á samstarfsfólk- ið það sálfræðilega samspil sem háð var milli hennar og móðurinnar. „Ef ég segi þér allt yfirgefur þú mig aldrei". „Ef ég sýni þér mínar veiku hliðar munt þú alltaf elska mig“. Það er mikilvægt að konur í at- vinnulífinu læri að vinna með tengsl sín við aðrar konur. Finni jafnvægi 30 milli þess að geta myndað tilfinninga- leg sambönd og skilað árangursríku starfi. Konur í stjórnunarstörfum verða að læra að þær eru ekki mæður og starfsfólkið verður að læra að það er ekki dætur. Okkur verður að takast að rjúfa þetta gamla hlutverkamustur sem hefur fylgt okkur síðan við vor- um litlar stúlkur. Konur sem vinna undir stjórn kvenna vilja hafa reglur — þótt ekki væri nema til að fá hjálp við að af- marka sína eigin veiku sjálfsmynd, segir Eva Margolies. Það er mikilvægt að kvenstjórnandinn taki á sig þessa ábyrgð þar sem hún er sú sem hefur völdin. Orðið vald er hugtak sem vefst mikið fyrir konum. Margar konur í stjörnunarstörfum eru hræddar við að leyfa sér að viðurkenna að þær hafi völd. Að hafa völd er að vera eins og karlmaður og glata vináttu kvenna. Það skiptir konur miklu máli að geta sameinað valdið umhyggju og sam- stöðu. Að beita valdi án tilfinninga er harðstjórn og að nota tilfinningar til að stjórna öðrum er kúgun. Til þess að konur geti haldið sjálfs- Ljósmynd: Lene Áker- lund. virðingu sinni og um leið náð árangri í starfi, verða þær að finna leið til að blanda þessa kvenlegu eiginleika sína með karllegum eiginleikum. Önnur ástæða fyrir því að kona get- ur átt i erfiðleikum í stjórnun, jafnvel þótt hún gefi skýr skilaboð og hafi fundið leið til að afmarka valdastöðu sína — er sú að það er erfitt fyrir sum- ar konur að taka við fyrirmælum frá öðrum konum. Það getur minnt óþægilega á gamlar tilfinningar gagn- vart móðurinni, að fá engu ráðið. Konur þarfnast hver annarrar. Við þörfnumst vinkvenna okkar líka þeg- ar við viljum ná árangri í starfi og lifa í góðu fjölskyldusambandi. Eitt úti- lokar ekki annað — þvert á móti! Það er mikilvægt að vináttan sé í hávegum höfð. En við verðum að reyna að skapa heilbrigð samskipti við vinkon- ur okkar — nákvæmlega á sama hátt og við leitumst við að vera sjálfum okkur samkvæmar í öðru samhengi. Kona sem á í erfiðleikum við að mynda náið samband við aðrar konur ruglar því kannski saman við löngu úrelt samband við móður sína. Þeirri konu sem leitar eftir hinni fullkomnu móður í fari vinkvenna sinna mun stöðugt misheppnast í vináttusam- böndum sínum. Kona sem ekki getur skilið á milli bindingar og vináttu sit- ur föst í gömlu munstri sem hún verð- ur að losa sig úr til þess að geta orðið sterk og sjálfstæð manneskja. Binding getur kannski á vissan hátt verið þægileg en hún er ekki þroskandi. Það er ekki fyrr en við skiljum að við sem fuilorðnar konur getum ekki bætt okkur upp það sem við fórum á mis við í bernsku, að við getum farið að sjá eftir því sem við fórum á mis við. Þegar við höfum skilið það og er- um meðvitaðar um þær flækju- kenndu tilfinningar sem við berum til annarra kvenna, getum við farið að þróa góð og náin tengsl við vinkonur okkar og starfsfélaga. Fullkomna móðirin er auðvitað ekki til. Og — skrifar Eva Margolies um sína eigin móður — ef móðir mín hefði verið sú fullkomna, alvísa móð- ir sem ég óskaði mér — hversu erfitt hefði þá ekki verið fyrir mig að losa mig frá henni? Guðrún Hallgrímsdóttir þýddi úr KVINNA NU 1/89

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.