Vera - 01.05.1989, Blaðsíða 36

Vera - 01.05.1989, Blaðsíða 36
SAMEIGINLEGT FRAMBOÐ? Veöur eru válynd í íslenskri pólitík um þessar mundir. Stjórnin sem mynduö var um ekki neitt síöast liöiö haust er tekin aö gliöna, Borgara- flokkurinn er viö þaö aö hverfa af sjónarsviöinu en sjálfstœöisfálkinn flýgur fagnandi yfir valinn. í Borgarstjórn Reykjavíkur halda Davíö og Co sínu striki, hallir og kringlur skulu þaö vera. Atvinnulífiö, börnin, skólarnir, gamla fólkiö-skítt meö þaö. Það er því ekki að undra að ýmsir velti fyrir sér nýjum leiðum í stjórnmálum, baeði á lands- vísu og hér í fálkahreiðrinu Reykjavík. Draum- ar um sameiningu A-flokkanna svokölluðu eru á kreiki þótt erfitt sé að sjá að þeir muni rætast, og á undanförnum vikum hefur æ ofan í æ skot- ið upp kolli sú hugmynd að minnihlutaflokk- arnir í borgarstjórn gangi í eina sæng og bjóði fram sameiginlega. Málið er þó í óljósri stöðu þegar þessi orð eru skrifuð, því Sjafnarmálin svokölluðu hafa hleypt illu blóði í Alþýðu- flokksfólk sem komið er í vörn fyrir fyrrum borgarfulltrúa sinn, Sjöfn Sigurbjörnsdóttur. Hver sem framvindan verður liggur það fyrir okkur Kvennalistakonum að taka afstöðu til þeirrar spurningar hvort sameiginlegt framboð til borgarstjórnar komi til greina af okkar hálfu. Það skal sagt strax að hugmyndin virðist eiga takmörkuðu fylgi að fagna innan Kvennalist- ans í Reykjavík, en engu að síður verður málið að ræðast. Hér á eftir verður gerð tilraun til að draga upp meginþætti málsins og tíunduð bæði þau rök sem mæla með og á móti sameiginlegu framboði. Eftir borgarstjórnarkosningarnar vorið 1986 var gert samkomulag milli minnihlutaflokk- anna um samvinnu og sameiginlegan tillögu- flutning. Á kjörtímabilinu þar á undan kom í ljós að í mjög veigamiklum velferðarmálum borgarbúa voru minnihlutaflokkarnir sam- mála, en ósammála Sjálfstæðisflokknum og stefnu hans. Því þótti rétt að láta reyna á aukna samvinnu og samstöðu. Það er skemmst frá að segja að samstarfið hefur gengið með ágætum þótt auðvitað hafi komið fram áherslumunur. Það er því ekki ástæða til annars en að halda að þessir hópar geti unnið saman að stjórn borgar- innar og gert það vel. Spurningin er þá hvernig hægt verði að ná meirihluta í borgarstjórn’. Þeir kostir sem kunna að fylgja því að fara í sameiginlegt framboð eru margir. í fyrsta lagi yrði megin tilgangur slíks framboðs að losa borgarbúa við Sjálfstæðisflokkinn og áherslur hans, en setja í öndvegi stefnu félagslegrar upp- byggingar og trausts sitvinnulífs. Fyrir Kvenna- listann þýddi þetta að við sæjum árangur af starfi okkar í breyttri forgangsröðun verkefna. Væntanlega tækist okkur að koma í framkvæmd að minnsta kosti nokkrum þeirra mála sem við setjum efst á blað svo sem markvissa uppbygg- ingu dagvistarheimila, bættan aðbúnað í skól- um, uppbyggingu þjónustu fyrir aldraða, fjölg- un leiguíbúða á vegum borgarinnar o.fl. að ógleymdu frumkvæði borgarinnar við atvinnu- 36 sköpun og nýjungar. Þarna kann að vera tæki- færi fyrirKvennalistann sem ekki gæfist að öðr- um kosti. Þegar við fórum af stað í upphafi var mark- mið okkar að bæta stöðu kvenna og barna og koma á breyttri forgangsröð verkefna bæði í sveitastjórnarmálum og landsmálum. Að sjálf- sögðu höfum við hgft töluverð áhrif á umræð- una, á fjölgun kvenna í stjórnmálum og óbein áhrif úti í samfélaginu sem erfitt er að mæla. En er það nóg? Þurfum við ekki að komast í þá að- stöðu að geta breytt þannig að við getum staðið upp við verklok og sagt: sjáið, þessu fengum við þó áorkað? f röðum okkar er farið að gæta nokkurs óþols, við erum búnað að tala mikið og setja fram ótal hugmyndir, nú viljum við fara að sjá raunhæfan, mælanlegan árangur. En hvernig? Er það tilraunarinnar virði að setjast á lista með gömlu flokkunum, með okkar konur, á okkar forsendum og eftir að hafa tryggt ákveðnum málum forgang og fylgi? Það er spurningin. Rökin sem mæla á móti eru líka mörg. Við hófum okkar starf á þeirri forsendu að við vildum skapa nýjan valkost í íslenskum stjórnmálum. Okkur fannst við ekki eiga heima í neinum gömlu flokkanna og að þeir hefðu algjörlega svikið konur og þau mál sem brýnust eru í lífi kvenna. Karlasjónarmiðin voru og eru alls ráðandi. Því er von að spurt sé hvað hafi breyst svo mjög til batnaðar að við getum sest á lista með fólki sem er fulltrúar þeirra flokka sem við vorum að mótmæla í upphafi? Hefur orðið sú áherslubreyting í stefnu og starfi gömlu flokkanna að það rétt- læti svo nána samvinnu? Ekki verður séð að neitt slíkt hafi gerst þrátt fyrir að t.d. borgar- fulltrúar minnihlutans séu hið ágætasta fólk, réttsýnt og félagslega sinnað. Það er bara ekki nóg. Fortíðin og núverandi ríkisstjórnarsam- starf, þar sem niðurskurðarhnífurinn sker sneiðar af skólakerfinu og heilbrigðiskerfinu, þar sem mismunandi skattþrepum er hafnað o.s.frv. gerir samstarf við Alþýðuflokk, AI- þýðubandalag og Framsóknarflokk erfitt. Landsmál eru ekki eitt og borgarmál eitthvað allt annað. Allt er þetta samtvinnað og þessir flokkar hafa þó fjandakornið eina stefnu — eða hvað? Við spyrjum líka hvað yrði um okkar kven- legu sérstöðu í slíku samkrulli? Myndu tillögur sem snerta konur sérstaklega eiga fylgi að fagna? Yrðu þær kannski bældar niður í nafni samstarfsins? Hvað um frumkvæði Kvennalist- ans? Reyndar væri hægt að ganga frá öllu slíku fyrirfram, svo sem frelsi til tillöguflutnings, en það breytir ekki því að hið sameiginlega fram- boð yrði að koma fram sem heild og hætta er á að sérstaðan yrði lítt sýnileg. Eitt sem gæti gert sameiginlegt framboð freistandi er ef nýtt blóð kæmi inn í borgar- stjórnina. En eins og að málum hefur verið staðið hingað til bendir allt til þess að þeir sem sitja fyrir í sessi ætli sér sæti á hinum sameigin- lega bekk og hvað er þá ferskt við framboðið? Auðvitað þarf reynsla að skila sér frá einu kjör- tímabili til annars, en endurnýjun þarf líka að eiga sér stað. Til að búa til nýjan og freistandi valkost þyrfti að vera fólk í fylkingarbrjósti sem líklegt væri til nýsköpunar og hressileika. Með þessum orðum er ég ekki að varpa rýrð á núverandi borgarfulltrúa sem eftir því sem ég best veit sinna starfi sínu vel, en til að sigra nú- verandi meirihluta þarf allnokkru að fórna til, t.d. borgarfulltrúastól!!! Það er mín skoðun að samvinna þeirra sem telja sig hafa svipaðar skoðanir verði ekki til með því að núverandi borgarfulltrúar setjist niður og raði sér niður á lista. Krafan um sam- vinnu verður að koma frá fólkinu sjálfu og þeir sem vinna að borgarmálum verða að hafa al- gjört frelsi til að skapa það afl sem líklegt væri til sigurs. Það er því margt að athuga, en fólk má líka passa sig á að einblína á sameiginlegt framboð sem einu færu leiðina. Aðrar leiðir eru færar ef ekki verður úr sameiginlegum lista. Sú aðferð sem vænlegust er sýnist mér vera sú, að minni- hlutinn komi sér saman um ákveðin baráttu- mál og heiti kjósendum þvf að vinna saman að þeim á næsta kjörtímabili. Til þess að takast megi að bjarga borgarbúum úr klóm Davíðs þurfa minnihlutaflokkarnir að ræða ýmis grundvallarmál, svo sem það hvernig borginni skuli stjórnað, hvernig tryggja megi að ákvarð- anir séu framkvæmdar en týnist ekki á leið sinni um hendur kerfisins sem mótað er af Sjálfstæðisflokknum og kann ekki annað en að þjóna honum. Hvað úr verður kemur í ljós. Kvennalistinn verður þó alltaf að hafa í huga að hann er bylt- ingarafl og slík öfl eru óútreiknanleg. Það eru hagsmunir kvenna sem skipta mestu máli, ekki hagsmunir einstaklinga eða samtaka. Markmið okkar er að móta framtíðina og við munum reyna hér eftir sem hingað til að komast að þeirri niðurstöðu sem við teljum besta fyrir konur og fyrir alla þá sem við berjumst fyrir. Kristín Ástgeirsdóttir.

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.