Vera - 01.05.1989, Blaðsíða 33

Vera - 01.05.1989, Blaðsíða 33
„FORELDRA- EKKJUR“ njóti bóta ó viö aðrar ekkjur - rœtt við Málmfríöi Sigurðardóttur þingkonu f frumvarpinu er að auki lögð til sú breyting á lögum um almannatryggingar, að sá sem ann- ast hefur elli- eða örorkulífeyrisþega í a.m.k. fimm ár samfleytt, geti við lok umönnunar öðl- ast rétt til lífeyris hliðstæðum ekkjulífeyri ef viðkomandi getur af einhverjum ástæðum ekki stundað vinnu og nýtur ekki greiðslna annars staðar frá. En af hverju er þetta frumvarp fram komið? Er engar slíkar bætur að hafa í dag? VERA spurði Málmfríði út í þessi mál. — í núgildandi lögum um almannatrygging- ar er ákvæði urn að greiða rnegi maka elli- og örorkulífeyrisþega makabætur allt að 80% af grunnlífeyri og tekjutryggingu ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi. Þetta eru í dag 22.030.- kr. á mánuði. Þetta hafa t.d. konur getað sótt um sem annast um veikan maka í heimahúsi en þó að því tilskyldu að hann sé elli- eða örorku- lífeyrisþegi. Hins vegar er mér til efs að margar þeirra viti um þetta nema þær leiti sérstaklega eftir því. Það er nú einu sinni svo í þessu kerfi að fólk þarf að sækja sérstaklega um allt sem fellur utan rammans. Svo er því vísað frá Heródesi til Pflatusar með sín mál og þeir sem ekki eru heimavanir í kerfinu gefast oft á tíðum hreinlega upp. Frumvarpið gerir ráð fyrir því að réttur maka í tilvikum sem þessum verði tryggður í lögum. En það eru fleiri en makar sem kunna að hafa tekið að sér umönnunar- hlutverk gagnvart slíkum einstaklingi og Jtá sér í lagi dætur. Þær njóta hins vegar engra bóta í dag. Þarna er kannski kominn hvatinn að því að ég lagði þetta frumvarp fram. Heldur þú aö þaö séu mörg tilvik þar sem dœtur sinna slíku umönnunarhlut- verki og hafa litlar sem engar tekjur sér til lífsviöurvœris? — Já þetta er t.d. ekkert fátítt í sveitunum. Ég horfði hreinlega upp á það í rninni heimabyggð að konur höfðu dagað uppi á sínum heimilum við umönnun sjúkra foreldra. Ekki er óalgengt að þessar konur sitji á jörð sem hefur engan fullvirðisrétt og er því verðlítil eða verðlaus eign. Yfirleitt eru þetta fullorðnar konur og ógiftar og ekki færar um að reka búskap án að- stoðar. Þær hafa oftar en ekki einangrast inni á heimilinu við einhæf störf og treysta sér ekki út á almennamvinnumarkað. Svo þegar umönn- unarhlutverkinu lýkur, ýmist við lát foreldra eða þegar þeir fást til að fara á hjúkrunarstofn- un, standa þessar konur uppi starfsmenntunar- lausar og eignalausar í þokkabót. Er þaö vegna þessara kvenna sem þú leggur til aö rétturinn til aö njóta lífeyris hliöstœöum ekkjulífeyri veröi aukinn? — Já, en það er kannski ekki síður mikilvægt fyrir þennan hóp að í frumvarpinu er gert ráð fyrir að einstaklingar, sem hafa sinnt slíkri um- önnun í samfleytt fimm ár, eigi rétt á styrk til starfs- eða endurmenntunar samkvæmt mati tryggingaráðs. Slíkt gæti auðveldað þeim að komast út í atvinnulífið og framfleyta sér af eigin rammleik. I greinargerö meö frumvarpinu vitnar þú í norska tryggingalöggjöf. Sœkir þú fyrirmyndina af frumvarpinu þangaö? — Já, ég tók mið af því hvernig Norðmenn standa að bótagreiðslum sem þessum. Ég var einu sinni að ræða þessi mál á Kvennalistafundi á Húsavík og þá var stödd þar félagsráðgjafi sem sagði mér frá hinum s.k. „foreldraekkj- um“ í norsku löggjöfinni. Það eru einmitt kon- ur eins og þær sem ég lýsti hér áðan. Þessi félagsráðgjafi var sjálf með þrjú dæmi um slíkar „foreldraekkjur" á sinni könnu. En þessar umönnunarbætur nýtast fleiri hópum. Ég get tekið dæmi af konu sem hafði samband við mig fyrir nokkrum dögum. Hún er 55 ára og á 19 ára son sem er geðveikur. Hann er ekki talinn nógu geðveikur til að vistast á stofnun en hann er þó það veikur að hún getur ekki skilið hann einan eftir heima. Hún getur því lítið sem ekk- ert unnið utan heimilis og einu föstu tekjurnar sem þau hafa eru örorkubætur hans sem eru nú um 36 þúsund á mánuði. í húsaleigu þurfa þau engu að síður að greiða 40 þúsund á mánuði. Þessi kona hefur leitað víða fyrir sér í kerfinu en kemur alls staðar að lokuðum dyrum. Henn- ar tilvik virðist hreinlega hvergi eiga þar heima. Fyrir slíka konu yrðu umönnunarbæturnar til mikillar hjálpar þó þær sé ekki háar frekar en aðrar tryggingabætur. En óttast þú ekki aö bœtur sem þessar gœtu oröiö til þess aö binda konur enn f rekar en nú er yf ir veikum œttingjum? Aö kerfiö gangi ó lagiö? — Það er nú oft á tíðum svo að ellihrumt og farlama fólk fær ekkert pláss á hjúkrunarstofn- unum og ættingjar þess eiga um afskaplega fáa kosti að velja. Til sveita er það víða þannig að gamla fólkið fæst ekki til að fara af jörðum sín- um og flytjast á stofnun og ættingjarnir flytja það ógjarnan nauðugt. Þetta er staðreynd sem við blasir og verður að taka á. Ég held að ef lög- um um almannatryggingar verður breytt eins og ég legg til sé það mikil réttarbót fyrir þenn- an hóp og minnki ekkert val kvenna frá því sem það er í dag. _isg. 33

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.