Vera - 01.05.1989, Blaðsíða 26

Vera - 01.05.1989, Blaðsíða 26
Og meö móöur slnnl, Sigfríö Sigmundsdóttur í sömu feró i svöitlnnl sinnl, Giúmsstööum ( Fljótsdal, tólt ára. „Þessi mynd var tekin í Seljavallalaug árlö sem viö Siguröur bjuggum í Vík í Mýrdal, 1968. Ég hef alltaf synt talsvert og er ný- búin aö venja mig við aö vera vesturbœingur og synda I Vestur- bœjarlauginni." 26 ég gat minnkað við mig og fengið mér þriggja herbergja íbúð við Hvassa- leiti. Þar bjó ég fram til ársins 1980, þegar ég kom mér upp fjögurra her- bergja íbúð. Mér fannst ég eiga rétt á að hafa eigið svefnherbergi. Það hefur sennilega verið árið 1972 að ég gekk í Rauðsokkahreyf- inguna. Maðurinn minn hvatti mig eindregið til að fara á fund, og við lifðum lífinu í anda jafnréttishugsjón- anna. Ég verð að vísu að viðurkenna að ég taldi mig sjálfskipaðan verk- stjóra á heimilinu, en maðurinn minn vildi helst að við tækjum sína vikuna hvort ábyrgð á heimilinu. Rauðsokkahreyfingin varð mér mikill skóli. Ég hitti þarna margar konur sem voru mikið meira lesnar í jafnréttismálum en ég. Ég byrjaði í grunnhóp, en fór síðan að taka þátt í hópum um ákveðin málefni. Með Rauðsokkahreyfingunni starfaði ég eftir þetta alla tíð og tók ekki afstöðu til þeirrar róttæku togstreitu sem inn- an hennar varð. Ég er ekki af ’68 kyn- slóðinni og skilgreini mig ekki sem slíka. Ég hef aldrei farið út í að þræta um hugmyndafræði, Marx eða Maó. Ég var bara í lífsbaráttunni á þeim tíma sem ’68 kynslóðin var að ræða pólitfk yfir raunvínsglösum. Ég var á þessum árum flokksbundin í Alþýðu- bandalaginu, gekk í það '68 meðan við bjuggum í Vfk í Mýrdal. Og ég var og er mikill herstöðvaandstæðingur og bíð bara eftir því að herinn fari. En það voru ákveðnir þættir í uppeldinu sem voru þess valdandi að ég fann mig svo vel innan Rauðsokkahreyf- ingarinnar. Á mínu bernskuheimili var oft rætt um óréttlæti milli karla og kvenna, og síðar fann ég oft mikið fyrir því að ætlast var til þess í vinnu til dæmis að stúlkurnar snerust í kringum karlana. Verst var þetta í skrifstofuvinnu, en ég fann líka fyrir þessu þegar ég var að vinna á Kleppi, þrátt fyrir allt það lýðræði sem menn reyndu að tileinka sér í vinnu á þess- um árum. Eftir á að hyggja risti það lýðræði ansi grunnt. En í þessu tók maður engu að síður þátt af lífi og sál. Allir voru að gera allt saman og þarna voru fyrstu samfélagslegu lækning- arnar reyndar, þótt lýðræðið reyndist gervilýðræði og allar ákvarðanirnar væru eftir sem áður teknar á toppn- um. Ef skoðanir þeirra er þar sátu fóru saman við skoðanir hinna, var það ágætt, annars gerði það ekkert til. Það var ekkert auðvelt að vinna á Kleppsspítala, en það var starf sem gaf mikið og ég lærði mikið um sjálfa mig af því að vinna þar. Ég fann ekki mikið fyrir fordómum í garð geð- sjúkra meðan ég vann á Kleppi, en mótaðist auðvitað mikið af viðhorf- unum sem voru í minni vinnu. Eftir að hafa unnið þarna veit ég að það má lengi deila um hver er hvað, sjúkur eða heilbrigður. Ég man vel eftir því þegar ég seldi fyrst blaðið okkar: Forvitin rauð. Við Hjördís Bergsdóttir voru saman fyrir utan verslanir í miðbænum og það voru ótrúlegustu karlmenn að senda okkur tóninn, það er kannski allt í lagi að nefna nöfn, Flosi Ólafsson var til dæmis einn þeirra. Konur í Rauðsokkahreyfingunni fengu mjög harða umfjöllun, við vor- um ekki konur og vildum ekki vera konur, var sagt um okkur. Aðalbar- áttumálin okkar voru verkalýðsmálin og svo frumvarpið sem yfirleitt er kennt við fóstureyðingar. Það var dá- lítið erfitt mál. Við vorum meðal ann- ars með dreifirit á götum um það, en fengum svo framan í okkur að prestur kallaði okkur barnamorðingja. Rauðsokkahreyfingin mótaði mig og lífsskoðanir mínar. Ég vil alls ekki sverja hana af mér. Seinna tók ég þátt í stofnun Kvennaframboðsins og ég tilheyri þvf einnig nýju kvennahreyf- ingunni. Ég hef Iíka alltaf fundið mig innan verkalýðshreyfingarinnar, og þar stend ég oftar en ekki ein, því konur hafa ekki beinlínis flykkst inn í verkalýðshreyfinguna. Þótt verka- lýðshreyfingin sé dæmigert karla- kerfi er ekki þar með sagt að ekkert sé hægt að gera innan hennar, og ég finn oft fyrir því hve fáar konur hafa enst innan hreyfingarinnar, fengið prakt- íska reynslu þar og haldist þar við. Fyrst í stað starfaði ég með Sókn, en svo varð ég sjúkraliði árið 1972, fyrst á Kleppsspítala. Það voru fyrst og fremst launamál sem urðu þess vald- andi að ég bætti þessu námi við mig. Ég varð strax trúnaðarmaður á mínum vinnustað, en sjúkraliðar á ríkisspítölunum eiga aðild að Starfs- mannafélagi ríkisins, en hafa ekki sjálfsstæðan samningsaðild. Sem Rauðsokka taldi ég mér skylt að skipta mér að öllu sem ég gat og varð- aði hag kvenna. Það voru dagvistun- armálin, fæðingarorlofið og verka- lýðsmálin almennt. Ég lenti strax í stjórn Sjúkraliðafélagsins og hef ver- ið í henni í 14 ár, þar af formaður frá 1979—1983. Þetta var átakatími fyrir sjúkraliða, hópuppsagnir árið 1982, og vissulega var þetta mikil vinna. Það er erfitt að halda saman hópi sem hefur ekki endilega skilgreint sig sem slíkan á vinnumarkaðinum, og það á við um sjúkraliða. Við vorum með lág laun og í lítils metnu starfi. Margar húsmæður voru í stéttinni í bland við kornungar stelpur, átján, nítján ára, sem ekki litu á starfið sömu augum og ef þær hefðu mótast saman allar á sama aldri í nokkur ár. Ég tel raunar að átján, nítján ára unglingar hafi varla þá lífsreynslu sem nauðsynleg er í starfi sjúkraliða. Það er mál að halda saman svona dreifðum hópi.

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.