Vera - 01.05.1989, Blaðsíða 7

Vera - 01.05.1989, Blaðsíða 7
þessi afbrot eru — um það er enginn ágreiningur. Þar að auki veit ég hvað ég er að tala um, því ég hef sjálf orðið fyrir ofbeldi og þekki allar þær til- finningar sem því fylgja. bað er reynsla sem ég mun alltaf bera með mér. Hins vegar held ég að minni þörf fyrir hefnd hefði verið fullnægt ef maðurinn hefði þurft að standa aug- liti til auglitis við konur sem hefðu upplifað það sama og ég og að hann hefði neyðst til að tala við þær. Það verður að dæma í þessum málum áfram, en ég vil klippa á þau sjálf- virku tengsl sem eru í dag á milli dóms og fangelsisvistar. Ég held að það gæti virkað hvetjandi á konur til að kæra ef þessi tengsl væru úr sög- unni og það hlýtur að vera jákvætt, því þannig getum við betur sýnt fram á umfang þessara afbrota." Þú þekkir hlutverk fórnarlambs- ins og í ritgerð þinni fjallar þú í ríkum mœli um stöðu þess. Getur þú í stuttu máli gert grein fyrir helstu breytingum sem þú vilt sjá? „í dag kemur allt of oft fyrir að sjálfur verknaðurinn sé ekki miðdepill rétt- arhalda, heldur hegðun og fyrrver- andi líf kvennanna sem verða fyrir of- beldinu. bannig sjáum við að fórnar- lömbin eru flokkuð eftir verðleikum og við vitum að vændiskonum geng- ur mun verr að ná fram rétti sínum en konurn með svokallað óflekkað mannorð. Ég vil því með öllu banna að kynlíf og lífsmunstur kvenna sé notað við meðferð mála. Jafnframt er það margt í sambandi við hugtakið samþykki sem ég vil breyta. Að auki þarf að breyta skaðabótakerfinu. Þó peningar geti ekki grætt þau sár sem konur hafa hlotið, þurfa þær á þeim að halda til að byggja upp nýtt líf. Sjálft hugtakið skaðabætur þarf einn- ig að endurskoða og tengslin milli þeirra og kærunnar. Ég tel að aðrir hópar en þeir sem í dag koma við sögu séu betur til þess fallnir að rneta skaða, svo sem hjúkrunarfólk, sál- fræðingar, konur úr ýmsum stuðn- ingshópum og svo framvegis. Ef við svo lítum á allar mínar tillögur í sam- hengi má sjá að hægt væri að nota þá peninga sem losna með því að hætta að nota fangelsi til að byggja upp raunhæfa hjálp til handa fórnarlambi og afbrotamanni.“ „Ég vil meö öllu banna aö kynlíf og lífsmunstur kvenna sé nofað við meðferð móla. Að auki þarf að breyfa skaöabótakerfinu. Þó peningar geti ekki grœtt þau sár sem konur hafa hlotið, þurfa þœr á þeim að halda til að byggja upp nýft líf. Sjálft hugtakið skaðabœtur þarf einnig að endur- skoða og tengslin milli þeirra og kœrunnar.“ Nú hafa þessar hugmyndir þínar veriö rœddar innan kvennhreyf- ingarinnar í Noregi, hvernig voru viðbrögðin? „Við ræddum þetta á fundi, sem hald- inn var 8. mars og auðvitað komu fram skiptar skoðanir á notkun fang- elsis. Flestar voru þó jákvæðar á með- an aðrar sögðu að á meðan ekkert annað er til verðum við að nota fang- elsin. Ég tel að við getum ekki bara beðið, við verðum að eyða meiri tíma og orku í að móta valkosti á móti því kerfi sem við höfum í dag. Ég efast ekki um að við getum fundið nýjar leiðir og orðið brautryðjendur innan réttarkerfisins ef við viljum. Því svo klókar erum við. — kb. Veist þú um Kjörbókarþrepin? Afturvirk vaxtahækkun á 16og 24mánaóa innstæóur. Engu aó síóur er Kjörbókin algjörlega óbundin. /V „ émi m 'ii Þrep Kjörbókarinnar eru afturvirkar vaxtahækkanir reiknaðar á þær innstæður sem hafa legið óhreyfðar í 16 eða 24 mánuði á Kjörbók. Þrepahækkun vaxtanna eru fjárhæðir sem skipta milljónum króna og reiknast nú á höfuðstól þúsunda Kjörbóka daglega. Kjörbókin ber háa vexti auk verðtryggingarákvæðis, verðlaunar þá sérstaklega sem eiga lengi inni, og eralgjörlega óbundin. Landsbanki íslands Ðanki allra landsmanna

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.