Vera - 01.05.1989, Blaðsíða 39

Vera - 01.05.1989, Blaðsíða 39
þessari sveit gangi auðvitað á vatni eins og Kristur gerði og þarf að hrista af sér þá fáránlegu ímyndun strax og skotinu lýkur. Með örfáum undantekningum var ég sátt við val á leikurum og framgöngu þeirra. Jón Prímus verður í myndinni partur af heild- aranda ,,kristnihaldsins“ í sveit skáldskaparins. Hann er sjálfsagð- ur hlutur, ósköp normal undir þessum jökli, elskulegur og hand- laginn. Úa er á þennan sama hátt ósköp venjuleg, dásamlega jarð- nesk í sinni dragt að bjóða góða kvöldið. En áhorfandinn hefur verið settur í spor Umba sem leitar og grunar. Á klókan hátt fannst mér sem sagt veröld undir jökli vera gerð sjálfsögð og rétt og sönn og Umbi, við og fulltrúar geir- neglskunnar hvar sem er, gerð að flónurn! Umbi Sigurðar Sigurjóns- sonar er sífellt hissa og skelkaður en þó voðalega uppveðraður enda gengur hann í gildruna undir lok- in, fíflaður upp úr skónum. Ég hafði það á tilfinningunni að sveitin lægi hlæjandi á bak við næsta hól þegar Umbi skrönglast upp á þjóðveginn í lok myndar- innar. Undantekningarnar voru Helgi Skúlason í hlutverki Síng- manns, sem bar rulluna utan á sér í tískublaðalegum safaríbúning en náði ekki að verða sá maður að fulltrúar erlendra ríkja fylgdu honum til grafar. Ég kann ekki að útskýra hvers vegna. Lángvetn- ingurinn var of skopskældur og skrípislegur til þess að hægt væri að taka hann alvarlega. Fína var aftur á móti smellin án þess að vera farsakennd —Jódínus alveg á mörkunum en þó hérna megin mestan part. Hnallþóra góð, Tumi jónsen líka og konan hans alveg mátulega heimóttaleg. Gísli Hall- dórsson yndislegur biskup. Sú leið þótti mér alls ekki fráleit að gera Umba að sendimanni ekki aðeins biskups heldur fleiri kirkjukerfa. Einkum varþað mjög myndrænt en ég er heldur ekki frá því að það víkki skírskotun sög- unnar. Ýmislegt má auðvitað til telja í neikvæðum tón. Til dæmis að taka var mér farið að leiðast hesta- stússið á Langvetningnum — brandarinn gekk af sjálfum sér dauðum held ég. Blóði drifinn plastpokinn var of groddalegur og féll ekki inn í annars fíngerðan húmorinn. Stærra mál er þó að mér fannst kvikmyndin detta dá- lítið í sundur eftir að Úa kemur til sögunnar, eins og ný mynd væri að byrja. Þetta er auðvitað ekki smávægileg athugasemd en ég læt hana flakka án frekari skýringa vegna þess að þetta varð þó ekki til að eyðileggja fyrir mér þá miklu ánægju sem ég hafði af myndinni. Ms SZnDIBíLBSTOÐin H£ BÍLSTJÓRARNIR AÐSTOÐA krisdAn siggeirsson SERSAUMAÐAR DRAGTIR OG STAKUR FATNAÐUR Viö leysum öll mál. Ath: Saumum líka úr þínum efnum. Opnum á nýjum staö 2. maí nk. á Nýbýlavegi 14, Kópavogi, Sími 4 • 58 • 68 39

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.