Vera - 01.05.1989, Blaðsíða 16

Vera - 01.05.1989, Blaðsíða 16
að fóstrum á deildum muni fækka við þessa breytingu enda getur ástandið varla orðið verra en það er. í dag er- um við með tugi deilda í Reykjavík sem eru algerlega án fóstru og við er- um með heil hverfi eins og Fella- hverfi í Breiðholti þar sem er ekki ein einasta fóstra á einni einustu deild. Ætli það láti ekki nærri að það vanti svona 4-500 fóstrur til starfa á land- inu. Ég held að með þessari breytingu fáum við betur menntað starfsfólk inn á deildir, meiri stöðugleika í starf- ið og forstöðumenn sem eru hæfari stjórnendur. En starfsskilyrði og launakjör fóstra þurfa líka að breyt- ast. Við sem erum fóstrur í dag lítum nánast á það sem forréttindi að hafa efni á að starfa sem slíkar. í starfslýsingu fóstruliða sem fylgir áliti fósturskólanefndar- innar er kveöiö á um aö „fóstru- liði vinni undir stjórn fóstra aö út- fœrslu þeirrar faglegu starfsemi sem fóstrur hafa ákveöið og skipulagt". Ábyrgö og stjórn hjúkrunarfrœóinga hefur skap- aö þá tilfinnlngu hjá sjúkraliöum aö þeir standi fyrir utan. Býöur fyrrnefnd lýsing ekki upp á sömu tilfinningu hjá fóstru- liðum? Ég veit ekki hvort við á dagvistar- heimilunum þurfum að óttast sömu togstreitu milli starfsstétta og er í heilbrigðiskerfinu. Dagvistarkerfið byggir einfaldlega á öðrum hefðum — það er miklu flatara stjórnkerfi þar sem verkefnum er útdeilt eftir því hver getur og vill taka þau að sér. Við ætlumst auðvitað til þess að fóstrur verði ábyrgar fyrir starfinu á deild- inni, að þær verði n.k. verkstjórar. En það er náttúrulega mjög mismunandi hvernig verkstjórar vinna. Sumir út- deila verkefnum einhliða en aðrir hlusta á það sem fólk hefur fram að færa. Það kann vel að vera að orðalag- ið á starfslýsingunni sé klaufalegt en það má endurskoða. Á dagvistar- heimilunum er unnið þannig í dag að starfið er mótað sameiginlega og á því verður væntanlega engin breyt- ing. Það segir sig svo eiginlega sjáift að það fólk sem er áhugasamt og fær góðan stuðning frá fagfóiki nýtist best. Auðvitað upplifir ófaglært starfsfólk stundum að það fái engu ráðið en það á oftast rót sína að rekja til þess að fóstur eiga misauðvelt með að rökstyðja mál sitt. Aö lokum? Við fóstrur hlökkum til að fá þessa stétt til starfa. Við bíðum eftir henni en vitum jafnframt að það er verið að framleiða nýja láglaunastétt sem samanstendur af konum og það er fyrirkvíðanlegt. -isg. TRÚUM EKKI AÐ NÁMIÐ FARI AF STAD AN SAMRAÐS Ef sú hugmynd fósturskólanefnd- ar, aö mennta fóstruliöa til starfa á dagvistarheimilum, veröur að veruleika mun þaö hafa ýmsar breytingar í för meö sér fyrir ófaglœrt starfsfólk sem nú starf- ar á heimilunum. í Reykjavík er þetta fólk félagsbundiö í Starfs- mannafélaginu Sókn og VERA sveif því á Þórunni Sveinbjörns- dóttur, formann Sóknar og fyrr- verandi starfskonu á dagvistar- heimili, og spuröi hana hver af- staöa Sóknarkvenna vœri í mál- inu? Eru þœr sáttar viö nefndar- álitiö og fyrirhugaða fóstruliöa- menntun? einu ári. Við Sóknarkonur erum hag- sýnar konur og skiljum ekki af hverju á að leggja út í kostnað við þriggja ára bóklegt og verklegt nám án þess að starfsvettvangurinn breytist nokkuð að námi loknu. Samkvæmt starfslýs- ingu sem fylgir nefndarálitinu dregst starfsvettvangurinn frekar saman því ábyrgð fóstruliðans á t.d. að felast í ... að leiðbeina börnunum við að klæða sig úr og í, hneppa, smella, reima...“. Þetta er ekki mjög marg- slungin ábyrgð. í stuttu máli sagt finnst okkur starfslýsingin og mark- miðslýsingin bera það með sér að það eru ansi litlar kröfur gerðar til starfs- fólksins. Nei, aldeilis ekki. Við fengum tvær Sóknarkonur með langa starfsreynslu á dagvistarheimilum — og þar að auki er önnur þeirra menntaður fóstruliði frá Svíþjóð — til að lesa álitið yfir og þeim fannst það sem snýr að fóstruliðunum satt best að segja rugl. Okkur sýnist að það sé ver- ið að fara fram á nám sem svarar til 3640 kennslustunda (70 eininga) auk 9 mánaða starfsþjálfunar til að gegna störfum sem eru í engu frábrugðin þeim sem Sóknarkonur gegna á dag- vistarheimilunum í dag. Til saman- burðar má nefna að fóstruliðanám í Svíþjóð svarar til 1480 kennslu- stunda og það er hægt að ljúka því á Þaö vekur athygli aö þiö áttuö ekki tulltrúa í þessari nefnd sem er þó aö leggja fram tillögur um menntun aöstoöarfólks á dag- vistarheimilum. Eruö þiö sáttar viö þá málsmeöferö? Nei, það erum við ekki. Við vissum hreinlega ekki að þessi vinna væri í gangi fyrr en nefndarálitið kom og það var því eins og sprengja fyrir okk- ur. Meðan á vinnu nefndarinnar stóð var ekkert samráð haft við okkur, hvorki af ráðuneytinu né af einstök- um nefndarmönnum. Við erum satt að segja mjög undrandi á því að ekki skyldi haft samráð við okkur þar sem 16

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.