Vera - 01.05.1989, Blaðsíða 37

Vera - 01.05.1989, Blaðsíða 37
SEINHEPPNIR BÆNDUR OG » HEIMSINS BESTA KJÖT Mánudagur, síminn hringir. „Heyrðu, geturðu ekki farið fyrir okkur á matvælakynningu hjá bændum upp í Naust kl. 3 í dag, og skrifað svo um það í næstu Veru?“ Ég hentist af stað rétt fyrir þrjú. Ætli þeir séu að kynna einhverjar nýjar tegundir af ostum í viðbót viö allar þær frábæru ostategundir sem fyrir eru á markaðnum, eða kannski nýja tegund af mysudrykk, sultur eða marmelaði úr íslensku hráefni og án rotvarnar- og litarefna, eða te- lauf úr íslensku jurtum, eða .... og ég skundaði upp Vesturgötuna. í hálfrökkri Naustsins var boðið sérrí! Ég þvældist eins og illa gerður hlutur innan um fjöldann allan af prúðbúnum karlmönnum og gal- vöskum blaðamönnum. Þegar ég kom að borði með stórri hrúgu af litlum bókum greip ég fegins hendi eina til að glugga í. Þetta er lítil kilja. Utaná henni er mynd af þremur fullvöxnum, vel- hyrndum og lagðprúðum ám. Þær eru ekki innan um blóðberg og lambagras eins og þeirra væri þó helst von og vísa, heldur er eins og þær séu á gangi í lausu lofti inni á flísalögðu baðherbergi, og við hlið þeirra þar eru risastór hnífapör. Fyr- ir ofan myndina er titill kversins, Lítil bók um lambakjöt og úr orð- inu lambakjöt koma hvít strik eins og geislar sem skera kindurnar í sundur í nokkra hluta. Einhvern veginn eru hughrifin heldur nei- kvæð. Hár eru harla hvimleið í mat og öll þessi ull utan á bókinni, hví- líkur fjöldi af hárum. Mér dettur líka ósjálfrátt í hug útlenskt kinda- kjöt. Bragð þess minnir helst á lykt af fitugum ullarreifum, enda er oft sagt að kjöt af útlenskum kindum sé með ullarbragði, en það gildir ekki um íslensk lambakjöt. Og hvað í ósköpunum eru kindurnar og hnífapörin að gera inni á klósetti, kindur nota ekki svoleiðis og venju- lega fer maður ekki með hnífapör Jtangað inn, jafnvel þótt allir veggir séu flísalagðir. Ég flýti mér að opna bókina, ákveðin í að gefa henni tækifæri þrátt fyrir forsíðuna. Þessi litla matreiðslubók er gefin út af Landssamtökum sauðfjár- bænda og efni í hana mun hafa safn- að Sigmar B. Hauksson, þótt J^að komi hvergi fram í bókinni. Henni er skipt niður í 8 hluta sem heita: Innmatur; réttir úr lambahakki; súpur; pottréttir úr lambakjöti; steikur; ýmsir réttir; gott með lambakjöti; og krydd og annað sem gerir gott lambakjöt betra. í fyrstu sex köflunum eru um 60 uppskriftir af alls kyns lambakjötsréttum, í sjö- unda kaflanum eru örfáir grænmet- isréttir, og í síðasta kaflanum ágætar upplýsingar um krydd. Fljótt á litið sýnast Jiarna vera margir hinir ágæt- ustu réttir og óþarfi að velta yfir því vöngum á næstunni hvernig eigi nú að matreiða blessað kjötið, heldur demba sér í að prófa einhverja nýja rétti eins og t.d. armenska veislu- súpu eða lambaappelsínufrikassé, og svo má líka finna þarna upp- skriftir af gömlum og góðum rétt- um eins og kjötsúpu og kæfu. Utlitslega stenst þessi litla bók engan veginn samanburð við þær glæsilegu matreiðslubækur sem nú eru orðnar svo algengar, s.s. bækl- ingana og bækurnar frá Osta- og smjörsölunni. Þar fylgja hverri upp- skrift litmyndir, sem eiga sinn þátt í að gera uppskriftirnar spennandi og hvetja hvern meðalskussa í matar- gerðarlist til að rífa sig upp úr þessu venjulega og prófa eitthvað nýtt. (Reyndar eru myndir í litlu lamba- kjötsbókinni, en Jiað eru aðallega teikningar af mismunandi gerðum kolaeldavéla.) Litla bókin um lambakjötið verður án efa nær ósýnileg á hillum bókabúðanna, en ef þið finnið hana, látið þá ekki káp- una trufla ykkur, heldur minnist þess að það er eins með bækur og svo margt annað, það er innihaldið sem skiptir máli, ekki útlitið. En fyrst ég er á annað borð farin að tala um lambakjöt, þá get ég ekki stillt mig um að bæta við nokkrum orðum. Uppákoman í Naustinu endaði á lambakjötsáti þ.e.a.s. hjá þeim sem höfðu lyst á því um kaffi- leytið að borða lambakjöt og renna Jtvf niður með rauðvíni. Einhverjir höfðu á orði að nú væri okkur ætlað að éta vandann, kjötfjallið sjálft. Einn og einn blaðamaður heyrðist bölsótast út í blessaðar kindurnar vegna gróðureyðingarinnar. Margir hafa gleymt því, að sauðféð hélt lífi í þjóðinni um aldir en hvorki svín né hænsni. Þessar síðarnefndu skepnur geta ekki framleitt kjöt hér- lendis nema þær éti útlenskan og innfluttan gróður. Það er hverri þjóð hollast og hagkvæmast, þegar til langs tíma er litið, að lifa fyrst og fremst á því sem eigið land gefur. Kindurnar framleiða kjöt úr inn- lendum gróðri eingöngu og komast vel af í óblíðri, íslenskri náttúru. Hins vegar er um að kenna óstjórn manna að þessir lífgjafar þjóðarinn- ar deyddu skóginn og þær lyng- plöntur sem héldu hinum fokgjarna jarðvegi landsins í skefjum. Þetta veit þjóðin nú, þótt hún hafi lengi vel ekki skilið það. Sú vitneskja á að ráða gerðum okkar. Við eigum að láta okkur nægja að framleiða kjöt á innanlandsmarkað, hvorki gróður landsins né ríkiskassinn þola að ver- ið sé að framleiða kjöt í tonnatali ofaní útlendinga sem éta ekki kjötið nema þeim sé borgað fyrir það. Síð- an eigum við að stjórna beit á land- inu þannig, að ákveðin svæði séu friðuð fyrir beit, en á beittum svæð- um sé [tess gætt að jafnvægi ríki á milli gróðurs og grasbíta. Þegar saminn hefur verið friður við land- ið ætti einnig að geta ríkt friður á milli íbúa þéttbýlis og dreifbýlis og þá verða lambakjötskynningar óþarfar, kjötið kynnir sig sjálf, þetta er jú heimsins besta kjöt. Sigrún Helgadóttir. 37

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.