Vera - 01.05.1989, Blaðsíða 11

Vera - 01.05.1989, Blaðsíða 11
Kristín Á. Guðmunds- dóttir og Birna Ólafs- dóttir. Ljósmynd: Anna Fjóla Gísla- dóttir. FULLFÆRIR Á skrifstofu Sjúkraliöafélags ís- lands hltti VERA Kristínu Á. Guð- mundsdóttur formann félagsins og Birnu Ölafsdóttur starfsmann þess en þœr eru auk þess bóöar í hálfu starfi sem sjúkraliöar á Landsspítalanum. Þaö lá bein- ast viö aö spyrja þœr af hverju sjúkraliöar hafi á undanförnum árum litiö á þaö sem svo brýnt hagsmunamál aö breyta gild- andi lögum, aö þeir hafi jafnvel veriö tilbúin tll aö draga eitthvaö úr öörum kröfum viö kjarasamn- inga gegn því aö ná fram slíkum breytingum? Ástæðan er einfaldlega sú að á undan- förnum árum hefur nám sjúkraliða og kröfur til þeirra verið að aukast án j)ess að starfsréttindi hafi aukist að sama skapi. Við erum sjálfstæð stétt sem er menntuð í sjálfstæðum störf- um sem við getum og viljum gegna á eigin ábyrgð. Við sættum okkur ekki lengur við að vera skilgreind sem að- stoðarstétt við hjúkrunarfræðinga, við viljum komast út úr aðstoðarhlut- verkinu. Þar með erum við þó ekki að segja að við viljum ekki vinna undir stjórn hjúkrunarfræðinga og við við- urkennum auðvitað að þær eru komnar lengra í hjúkruninni. Hjúkrunarnám er núna orðið helm- ingi lengra en það var fyrir ekki svo mörgum árum þ.e. fjögur ár á fram- haldsskólastigi og fjögur á háskóla- stigi. Það breytir þó ekki því að okkar nám er þriggja ára nám á framhalds- skólastigi og því farið að nálgast ansi mikið gamla hjúkrunarnámið. Við höfum hins vegar mun minni starfs- réttindi en þær konur sem hafa gam- alt hjúkrunarpróf. Það er einfaldlega staðreynd að sjúkraliðar eru farnir að sinna fleiri störfum en starfslýsing þeirra segir til um. Við viljum fá það viðurkennt með formlegum hætti bæði í starfs- lýsingu og í menntun okkar. Eins og málum er háttað í dag þá er það nán- ast geðþóttaákvörðun á hverjum stað hvaða störfum við megum sinna. í dag máttu kannski vinna tiltekin störf en ekki á morgun. Við erum með nám í grunnhjúkrun og við erum fullfærar um að sinna því. Allt sem er sérhæfð- ara á sjúkraliðinn annað hvort að geta aðstoðað hjúkrunarfræðinginn með eða hann á að eiga þess kost að bæta við sig námi og fá það metið. Hjúkr- unarfræðingurinn á aftur á móti að vera í stakk búinn til láta sjúkraliðann aðstoða sig við sérhæfð störf en vandamálið er bara að margir hjúkr- unarfræðingar vita hreint ekki hvað sjúkraliði kann og getur. Þeir hafa ekkert kynnt sér nám sjúkraliða. En eiga sjúkraliöar í dag ein- hvern kost á framhaldsnámi? í Sjúkraliðaskólanum er nú kominn vísir að framhaldsnámi og það er okkar draumur að nýta hann þannig. Við viljum alls ekki missa skólann þó sjúkraliðanám fari að fullu og öllu inn í fjölbrautaskólana. í reglugerð um skólann frá 1983 er kveðið skýrt á um að hann skuli standa fyrir endur- menntunar- og framhaldsnámi árlega sem standi í a.m.k. 3 mánuði. Þrátt 11

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.