Vera - 01.05.1989, Blaðsíða 29

Vera - 01.05.1989, Blaðsíða 29
i KONUR VIÐ STJÖRNVÖLINN VELGENGNI Viö konur þurfum meir en nokkru sinni stuðning hver frá annarri. Um leið gefa einmitt tengslin viö vinkon- una hindraö okkur. Vinskapur milli kvenna er ööru vísi en milli karla. Stundum eru tengslin viö bestu vinkonuna mikil- vœgari en sam- bandið viö mak- ann. Kona 9. áratugarins hefur meira val- frelsi en nokkru sinni áður. En þetta valfrelsi getur líka verið harðstjóri. Við erum að leita að jafnrétti og sjálf- stæði en það liggur ekkert í augum uppi hvernig við eigum að ná þeim markmiðum. Meir en nokkru sinni áður þurfum við stuðning annarra kvenna — en samtímis geta einmitt tengslin við vinkonur okkar verið hindrun í vegi okkar. Konur mynda sterk tengsl sín í milli. Stundum eru tengslin við bestu vinkonuna mikilvægari en samband- ið við makann. Konur hafa oft náin samskipti sín í milli og sterka þörf fyr- ir nærveru og væntumþykju í sam- bandinu við vinkonurnar. Að skilja við góða vinkonu getur verið jafn sársaukafullt og aðskilnaður frá karl- manni. Þörfin fyrir náin tengsl og trúnað hefur ekki bara áhrif á okkur í einka- lífinu heldur líka í atvinnulífinu. Kona í stjórnunarstarfi gerir aðrar kröfur en karlmaður í sama starfi, bæði til sjálfrar sín og starfsmanna sinna. Hæfileikar kvenna til skilnings og samkenndar eru ekki alltaf af hinu góða. Þessir hæfileikar gefa líka færi á að notfæra sér veikar hliðar annarra. Freud sagði eitt sinn að vandamálið í samskiptum kvenna væri afleiðing af örðugleikunum í samskiptum móður og dóttur. í bók sinni um vináttu kvenna og vald þeirra hver yfir annarri (Kvinnors makt över kvinnor) leggur höfundurinn Eva Margolies út frá þessari staðhæfingu Freuds. Hún vinnur áfram með þessa kenningu með því að beina hugsuninni að að- skilnaði drengja frá mæðrum sínum, sem er öðruvísi en aðskilnaður dætra frá mæðrum sínum — að það sé ástæðan fyrir því að vináttutengsl eru ólík hjá konum og körlum. Þörf okk- ar fyrir vináttu birtist einfaldlega í mismunandi myndum. Vegna þess að við konur erum bundnar mæðrum okkar snúum við okkur oft til kvenna til að fá viðurkenningu — og það get- ur þýtt endalok tilverunnar að vera hafnað af bestu vinkonunni! Það að konur eiga svo erfitt með að ná árangri starfar fyrst og fremst af óleystri innri baráttu sem hefur með samskiptin við móðurina að gera — en ekki vegna þess að karlar leggi hindranir í leið kvenna, skrifar Eva Margolies. Það er að einfalda málið um of að skella skuldinni á karlmenn- ina. Togstreitan verður til á þann hátt að um leið og við þurfum að yfirgefa mæður okkar, þ.e. að rjúfa móður- bindinguna sem myndast milli ný- fædds barns og móður, verðum við að líkjast móðurinni til að geta talist ,,kvenlegar“. Öll börn tengjast móður sinni sterkum böndum í upphafi en fyrr eða síðar rofna þau bönd. Fyrir strák- um er það ljóst frá upphafiað þeir eru ólíkir mæðrum sínum. Strákurinn fær annað viðmót en systur hans og hann sér, ekki síst á eigin líkama, að hann er af öðrum toga. Og jafnvel þótt það geti verið sárt að rjúfa tengslin við móðurina, þá er það bara um stund- arsakir — þegar hann verður stór og giftir sig fær hann staðgengil fyrir móðurina. Fyrir stelpur er þessu öfugt farið. Um leið og ætlast er til að þær losi sig frá mæðrum sínum eiga þær að líkjast þeim. Það sem oft gerir þessar að- stæður flóknari er sú staðreynd að margar mæður eiga erfitt með að sleppa takinu af dætrum sínum. Hversu nátengd sem móðirin er syn- inum, gerir líffræðilegi mismunurinn það að verkum að hann er frá upphafi fjarlægari henni en dóttirin. Dóttirin er hennar eigin eftirmynd. Af þessu leiðir að þegar dóttirin vill slíta sig frá móðurinni lítur það oft út sem höfnun. Öll merki um að dóttirin vilji vera öðruvísi en móðirin má túlka þannig: ,,Ef þú ferð frá mér hlýtur það að þýða að þú vilt ekki líkjast mér og hvernig gæti þér þá þótt vænt um mig?“ Það er hræðslan við að verða hafnað, að missa ást barnsins síns sem gerir það að verk- um að margar mæður, meðvitað eða ómeðvitað, reyna að hindra dætur sínar f því að verða sjálfstæðir ein- staklingar. Dóttirin hefur að sínu leyti þörf fyrir náið samband við móður sína, en vill um leið sleppa henni. Hún vill vera óháð henni en þarf samtímis að eiga ást hennar vísa. Það er þessi togstreita sem iðulega er á kreiki í samskiptum okkar við aðrar konur. Strákar eru venjulega farnir að losa sig frá mæðrum sínum við 9—10 ára aldur en stelpa á þeim aldri er félags- lega jafn bundin móður sinni og hún var á öðru aldursári. Fyrstu árin í skólanum er mikilvæg- ast af öllu fyrir flestar litlar stelpur að eiga vinkonu. Sá litii heimur sem byggist upp í kringum vináttu tveggja stelpna á þessum aldri er sterkur og gerir tilveruna fyrir utan óþarfa, ekki síst heim hinna fullorðnu. Skipst er á leyndarmálum og ALLT á að vera sam- eiginlegt. Þetta samband er eftirlíking af móðurbindingunni, að vera algerlega háð, að renna saman við aðra mann- eskju — en hættulausari. Það er á þessum árum sem stelpur fara að byggja upp hæfileika til að mynda félagsleg tengsl og lifa sig inn í tilfinningar annarra. Það eru góðir eiginleikar — en ekki bara góðir. Hæfileikinn til innlifunar og skiln- ings gefur lfka færi á að finna og skaða viðkvæmustu tilfinningar annarrar manneskju. Stelpur sækjast eftir að eiga „bestu vinkonu" en eru samtímis hræddar við einmitt bindinguna og of náin tengsl, þess vegna geta tilraunir þeirra til að afla sér vináttu, trúnaðar og öryggis oft endað með harðri bar- áttu þar sem sú sterkasta sigrar. Að yf- irgefa bestu vinkonuna vegna annarr- ar, að hafna vináttu annarrar stelpu getur verið vörn gegn bindingu sem virðist ógnandi. Kannski er hægt að sjá sama munstur hjá fullorðnum konum. Það er oft sagt að strákar eigi auð- veldara með að keppa hver við annan en stelpur, og að það sé vegna félags- legrar þjálfunar og hugsanlega líf- fræðilegs mismunar. En, segir Eva Margolies, rök sem mæla gegn j)ví eru þau að kannanir hafa sýnt að stelpur eiga mun auðveldara með að keppa á móti strákum en hver gegn annarri. Ástæðan fyrir því að stelpur eiga erfitt með að fá útrás fyrir keppnis- andann í íþróttum er m.a. sú að ef stelpa reiðist við aðra stelpu upplifir hún á táknrænan hátt að hún beini reiði sinni að móður sinni og sjálfri sér um leið. f þessari flækju felst að hluta til skýringin á því hve konur eiga erfitt með að vera í samkeppni við aðrar konur. Það er sameiginlegt með mörgum konum sem hafa átt velgengni að fagna í atvinnulífinu að þær hafa átt „Þaö er hrœöslan við aö veröa hafn- aö, að missa ást barnsins síns sem gerir þaö aö verk- um að margar mœöur, meðvitaö eöa ómeövitaö, reyna aö hindra dœtur sínar í því aö verða sjálfstœö- ir einstaklingar." föður sem hefur stutt þær og orðið fyrirmynd þeirra og móður sem hef- ur leyft það. Á táningaaldrinum gerist tvennt. Stelpur fara að hópa sig saman og þær fara að vera með strákum. Enn eru vinkonutengslin sterk. Á þessum ár- um getur kærasti ekki keppt við vin- konu um trúnað og ást. Kvensálfræð- ingur nokkur hefur orðað þetta þann- ig að stelpur séu í leynimakki — eins konar þykjustuleik sem heitir „strák- ar skipta mestu máli“. Það að eiga kærasta á þessum aldri er nefnilega líka aðferð til að afla sér aðdáunar og vinsælda hjá öðrum stelpum ... Þörfin fyrir náin tengsl ásamt hræðslunni við að verða hafnað er ástæðan fyrir því að álit annarra kvenna á okkur skiptir okkur miklu máli alla æfi. Eva Margolies fullyrðir að konur geri sig fallegar að lang mestu leyti hver fyrir aðra, miklu fremur en fyrir karlmenn! Allar kann- anir varðandi fegrun sýna að karl- menn eru lítt hrifnir af máluðum konum. Við málum okkur þess vegna til þess að hljóta aðdáun annarra kvenna. Eva Margolies segir að það sé mikil- vægt að við lærum að viðurkenna okkar sterku tilfinningalegu bind- ingu við aðrar stelpur og síðar konur. Við verðum að hlúa að þessum sterku samböndum og megum ekki afneita því að þau geti verið jafnsterk eða sterkari en tilfinningaleg sambönd okkar við karlmenn. Togstreitan milli þarfarinnar fyrir móðurlega umhyggju, vináttu ann- arra kvenna og löngunarinnar til að vera óháður einstaklingur kemur kannski greinilegast fram í atvinnulíf- inu. Karlmenn einbeita sér fyrst og fremst að vandamálum sem tengjast sjálfu starfinu. Konur hafa þar fyrir utan áhyggjur af vandamálum eins og: hollustu gagnvart faglegum sjón- armiðum, öfund, hlutverkaruglingi, móðurlegri umhyggju og sjálfstæði. Félagslegu tengslin eru mikilvæg, að vera vinsæl, að eiga trúnað, að vera ein úr hópnum. Til þess að öðlast velgengni í starfi er mikilvægt að geta tekið sjálfstæðar ákvarðanir, að vera óháð öðrum. Karlmaður verður fullorðinn þegar hann fær sitt fyrsta starf, það er eins og að gangast undir helgiathöfn. Fyr- ir konu þýðir starfið sjálfstæði og að- skilnað — og á vissan hátt óttast hún ekkert meira en einmitt þetta. Grund- vallarsjálfsmynd karla felst í því að vera sjálfstæður einstaklingur, grund- vallarsjálfsmynd kvenna markast af umhverfinu. Móðurímyndin verður víða á vegi konunnar í atvinnulífinu. Mæður reyna oft að hindra dætur sínar í því að taka fyrstu skrefin í átt að sjálf- stæði. Af ótta við að verða yfirgefnar reyna þær að gera lítið úr þeim afrek- um sem dætur þeirra hafa átt þátt í og þær hefðu fyllstu ástæðu til að vera stoltar af. Það gildir einu hversu dug- legar og samviskusamar konur eru í sínu starfi — að vinna með öðrum konum endurvekur gamla togstreitu. 29 28

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.