Vera - 01.05.1989, Blaðsíða 35

Vera - 01.05.1989, Blaðsíða 35
vinnukaupi. Hlutavinnufólk er að lang stærst- um hluta til konur sem, vegna heimilisað- Ljósmynd: Anna Fjóla stæðna og vegna j)ess álags sem fylgir vakta- vinnu, kæra sig ekki um að vinna fullt starf. Reglubundin yfirvinna þeirra stafar ekki síst af því að það hefur verið legið í þeim að taka aukavaktir þegar illa gengur að manna deildir. I>á er gert ráð fyrir því að yfirvinnan — hinn vafasami lífgjafi íslensks launafólks — verði skorin niður af fremsta megni hjá starfsmönn- um og aðstoðarlæknum. Það vekur þó athygli í samþykkt stjórnarinnar að yfirlýsingar um yfirvinnuna verða mildilegri eftir því sem ofar dregur í valdapýramída spítalans. Þannig segir að yfirvinna hlutavinnufólks „verði ekki heim- iluð nema í undantekningatilvikum" og að „sett verði þak á yfirvinnu starfsmanna". Þegar kemur að aðstoðarlæknum segir: „draga úr yfirvinnugreiðslum (hugsanlega setja þak á yfirvinnu)" en látið er duga hjá sérfræðingum að fara fram á yfirlit frá yfirlæknum ,,um skil á vinnutíma lækna“. Kannski þarna sé fengin enn ein staðfesting- in á því að þegar kemur að aðhaldsaðgerðum er oftast ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur? Þá minnkar skreflengd stærstu karlmanna. -isg. Til þess að stunda þessa staði reglulega þarf því talsverð auraráð og því miður má rekja auðgunarbrot nokkurs hóps unglinga til þeirra. S.l. vor skapaðist t.d mjög alvarlegt ástand þeg- ar sýnt var að umfangsmikiö ávísanafals og fleiri afbrot tengdust knattborðsstofunum bæði beint og óbeint. Sá staður sem þá var sérstak- lega til umræðu var „Pool“ á Hverfisgötu 46. Vegna þessa máls fór útideild unglinga að venja komur sínar á knattborðsstofurnar og reyndi að tengjast þeim unglingum sem þar ráða lögum og lofum. Henni hefur hins vegar orðið lítið ágengt þar sem þessir tilteknu ungl- ingar eru í mikilli varnarstöðu og virðast hafa svo margt að fela. Þetta kemur fram í samantekt unglingadeildar sem gerð var í tilefni bréfs Nemendaverndarráðsins. Þar segir jafnframt: „Nú að undanförnu virðist hafagætt verulegrar ofbeldishneigðar í þeim hóp sem venur komur sínar á þessar knattborðsstofur. Hafa unglings- drengir sem eru fastagestir þar verið staðnir að grófum ofbeldisverkum". í þessu sambandi er rétt að leggja áherslu á að slík ofbeldisverk ein- skorðast ekki við unglingahóp úr Austurbæjar- skólanum og er skemmst að minnast þess máls sem kom upp í Árbæjarskóla fyrr í vetur. Félagsmálaráði og borgarstjórn á að vera full- kunnugt um alvöru þessara mála en viðbrögð hafa verið treg. Þannig hafa allar hugmyndir um að koma upp unglingahúsi í miðbænum strandað á Sjálfstæðismönnum og að auki felldu þeir tillögu frá fulltrúa Kvennalistans s.l. vor, um að hækka aldurstakmarkið úr 14 árum og upp í 16 að þeim spilasölum sem reknir eru gegn borgun. Rökin voru þau að þarna væri iðk- uö íþrótt sem ekki væri rétt að takmarka um of aðgang að. Undir þetta sjónarmið er hægt að taka en þó því aðeins þannig, að borgin skapi þeim unglingum sem áhuga hafa einhverja að- stöðu til að stunda þessa íþrótt eins og aðrar, en stuðli ekki að því að hún sé eins dýru verði keypt og raun ber vitni. Það þarf að koma upp félagsmiðstöð hið fyrsta fyrir unglingana í Austurbæjarskólanum og ef þau hafa áhuga á að spila þar billjard þá er ekkert sem mælir gegn því. Þvert á móti, með því að gera billjard ódýr- an og aðgengilegan er kannski hægt að breyta þeirri skúmaskotamenningu sem skapast hefur íkringum hann hér á landi. Vilji er allt sem þarf eða svo vitnað sé í orð starfsmanna unglinga- deildar: „Það sem við teljum nauðsynlegt af hálfu félagsmálaráðs og íþrótta- og tómstunda- ráðs er skýr pólitískur vilji til að leysa þetta mál og urn það fáist niðurstaða áður en skólastarf hefst næsta haust." — »sg. 35

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.