Vera - 01.05.1989, Blaðsíða 9

Vera - 01.05.1989, Blaðsíða 9
VERA ræddi þessi mál m.a. við Söl- vínu Konráðs sálfræðing og námsráð- gtáfa í Menntaskólanum við Hamra- hlíð. Hún benti á að þegar sjúkraliða- náminu var komið á hafi samfélagið í raun verið að bjóða upp á stutt, ódýrt nám sem væri til þess fallið að ná kon- um út á vinnumarkaðinn. Það voru líka öðrum fremur fullorðnar konur sem sóttu í sjúkraliðanámið í fyrstu. Þetta voru konur sem langaði til að læra og völdu að fara í stutt nám sem þær töldu sig ráða við og sem gæfi þeim öruggan aðgöngumiða að vinnumarkaðnum. Sagði Sölvína að þarna kæmi m.a. í ljós vanmáttar- kennd kvenna. Þessar konur hefðu hins vegar komist að því að þær réðu mjög vel við þetta og nú væru margar þeirra ýmist búnar að fara í gegnum eða væru í öldungadeildum fram- haldsskólanna og þá oftar en ekki með áframhaldandi nám í huga ótengt sjúkraliðanáminu. Margar þessara kvenna höfðu fjöl- breytta lífs- og starfsreynslu og komu jafnvel með þekkingu inn á sjúkra- húsin sem hvorki læknar né hjúkrun- arfræðingar höfðu. Valda- og áhrifa- leysi þeirra gerði það hins vegar að verkum að þeim fannst og finnst sér enn misboðið. Sjúkraliöar telja sjálfir að meðal þeirra gæti mikillar starfsóánægju og kenna m.a. um stöðu sjúkraliða í heil- brigðiskerfinu og lélegum launakjör- um. Þetta er eflaust hvort tveggja rétt en jafnframt vaknar sú spurning hvort ein af ástæðunum geti ekki ver- ið sú að ef að líkum lætur hefur all nokkur hópur sjúkraliða valið starfið af öðrum ástæðum en þeim að þær hafi fyrir því sérstakan áhuga. Könnun sem Sölvína hefur gert á starfsánægju 6 starfsstétta kvenna rennir stoðum undir þessa kenningu. I könnuninni bar hún saman starfs- ánægju þriggja kvennahópa úr hefð- bundnum kvennastéttum þ.e. kenn- ara, hjúkrunarfræðinga og einkaritara og þriggja kvennahópa úr hefð- bundnum karlastéttum þ.e. lækna, verkfræðinga og forstjóra í fyrirtækj- um. Komst hún að því að það er eng- inn munur á starfsánægju milli þess- ara stétta þrátt fyrir það að seinni hópurinn sé betur launaður og hafi alla umræðuna, um að konur eigi að sækja inn á ný svið í atvinnulífinu, á sínu bandi. Það sem máli skiptir er af hverju starfið var valið. Þær konur sem völdu sér starf út frá eigin for- sendum en ekki tísku eða hagnýti voru ánægðari en hinar. Þeim mun meira aðlaðandi sem starfið var fyrir einstaklinginn þeim mun ánægðari var hann. Eg spurði Sölvínu hvort ein af ástæðunum fyrir togstreitu milli kvennastétta s.s. hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða gæti verið sú að konur ættu erfitt með að stjórna öðrum konum og konur ættu erfitt með að lúta stjórn annarra kvenna. , Já, það er hugsanlegt" sagði Sölvína. ,,Kon- um finnst þær mjög jafnar og finnst að þær eigi að vera það. Ef kona er í yfirstjórn fyrirtækis eða stofnunar kemur fljótlega fram óánægja, sér- staklega hjá þeim konum sem þar starfa. Þegar starfsmenn eru beðnir að meta yfirmenn sína með því að gefa þeim stig fyrir ákveðna þætti í fari þeirra, þá kemur gjarnan í ljós að konur meta aðrar konur í stjórnunar- störfum mjög lágt. Þær þykja tor- tryggnar og eru taldar misbeita valdi hafi þær það. Ef maður túlkar þessar niðurstöður þá verður í fyrsta lagi að leggja áherslu á að það er svo nýtt að konur séu í stjórnunarstörfum að það þarf aðlögunartíma. Uppeldi og fé- lagsmótun kvenna á vinnumarkaði er hvorki miðuð við að stjórna né að vinna undir stjórn kvenna. Þar af leiðir að konur eru tortryggnari gagn- vart konum sem hafa völd en körlum. Þetta getur kannski skýrt eitthvað af þeirri togstreitu sem er milli kvenna- stétta þar sem önnur stéttin stjórnar hinni. Annars getur verið varhuga- vert að yfirfæra kannanir sem þessar frá einu samfélagi til annars. Bæði eru svona kannanir svo nýjar og eins eru menningarheimarnir oft á tfðum ólíkir. Það þarf að skoða þetta út frá LJósmynd: Anna Fjóla Gísladóttlr hlutverki kvenna í menningarheild- inni.“ Sölvína benti jafnframt á að á ís- landi væri mjög lítið um starfslýsing- ar og því yrði verksvið einstakra starfsstétta oft mjög óljóst. Þetta ætti sinn þátt í því að skapa togstreitu. Hlutlægar starfslýsingar væru aftur á móti mjög áhrifarík tæki í fræðslu og kynningu á störfum og vel til þess fallnar að rífa niður staðlaðar hug- myndir ungs fólks um störfin. Hún sagði að lokum að það væri sitt mat að það eina sem sjúkraliðar gætu gert í sínum málum í dag væri að skoða námsskrár í gegnum árin og athuga hvort það væri samræmi milli náms og starfa. Ef svo væri ekki væri aðeins um annað tveggja að ræða, minnka menntunarkröfurnar þannig að þær samræmist starfsréttindunum eða auka starfsréttindin þannig að þau samræmist þeirri menntun sem sjúkraliðar hafa að námi loknu. Hjúkrunar- og aðhlynningarstörf eru dæmigerð kvennastörf sem kon- ur hafa margra alda reynslu í að sinna en á sjúkrahúsunum er búið að inn- lima þau í kerfi sem konur hafa ekki mótað nema að takmörkuðu leyti. Skipulagi sjúkrahúsa hefur stundum verið líkt við það skipulag sem ríkir í háborg karlveldisins — hernum. Hver maður á sínum stað í þaulskipu- lagðri goggunarröð frá hinum æðsta til hins lægsta. Eftir því sem ofar dreg- ur í röðinni aukast formlegar skyldur og ábyrgð einstaklingsins á sjálfum sér og hinum sem neðar standa. Ekki skal dregið úr mikilvægi þess að hver starfsmaður á sjúkrahúsi þekki sitt hlutverk en skipulag sem þetta er engu að síður í algerri andstöðu við hugmyndir kvennahreyfingarinnar um völd og ábyrgð. Konur hafa af því langa reynslu að það er fremur til þess fallið að ala á sundrungu kvenna en auka samstöðu þeirra. Það á því við í því máli sem hér hef- ur verið til umfjöllunar — eins og svo mörgum öðrum — að það er ekkert að konum heldur kerfinu. — isg. 9

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.