Vera - 01.05.1989, Blaðsíða 12

Vera - 01.05.1989, Blaðsíða 12
fyrir þetta hafa aðeins verið haldin tvö slík námskeið á þeim rúmu 5 ár- um sem liðin eru og það þriðja er nú nýhafið. Þó þessi námskeið séu tals- vert viðamikil, frá 230 og upp í 435 tíma, þá hafa þau ekki gefið neitt auk- in starfsréttindi. En hvaö hafa sjúkraliöar ó móti því aö störf þeirra séu skilgreind ó hjúkrunarsviöi rétt eins og störf hjúkrunarfrœöinga? Eru þeir ekki menntaöir tii aö sinna hjúkr- un og aöhlynningu? Við viljum ekki að starfsheiti okkar sé bundið hjúkrunarsviði því við störf- um t.d. hjá sjúkraþjálfurum og þroskaþjálfum og töluverður hópur sjúkraliða vinnur hjá tannlæknum. Við viljum fá að starfa þar áfram og þá sem sjúkraliðar. Það heftir okkur lika ef því aðeins er hægt að ráða sjúkra- liða til starfa að fyrir sé hjúkrunar- fræðingur. Það takmarkar starfssvið okkar og útilokar okkur frá því að starfa við eigin störf sem við höfum fengið starfsleyfi fyrir hjá heilbrigðis- ráðuneytinu. Sjúkraliðar vilja hvorki né geta gert allt sem hjúkrunarfræð- ingar gera en þeir eru fullfærir um að bera sjálfir ábyrgð á sínum störfum gagnvart næsta yfirmanni sínum hvort sem hann heitir hjúkrunarfræð- ingur, Jæknir eða t.d. sjúkraþjálfari. Nú er nokkuö Ijóst aö þaö er tals- vert mikil togstreita milli hjúkrun- arfrœöinga og sjúkraliöa. Hvernig kemur hún sjúkraliöum fyrir sjónir? Við finnum ekki svo mikið fyrir tog- streitu við hjúkrunarfræðinga í starfi. Þar sem slik togstreita er fyrir hendi er hún fyrst og fremst einstaklings- og stofnanabundin. Við finnum kannski einna helst fyrir togstreitu við hjúkr- unarfræðinga sem útskrifuðust frá gamla Hjúkrunarskólanum en miklu síður við þá sem eru með BS-próf frá 12 Sjúkraliðar aö störfum „Það er furöulegt með kvennastéttir að þœr eru svo gjarnar á að byggja undir sig - búa til undirstéttir. Ég man ekki eftir neinni hefð- bundinni karlastétt þar sem þetta hefur gerst. Þeir bœta ofan á“ Háskólanum. Kannski finnur fyrr- nefndi hópurinn fyrir einhverju ó- öryggi og finnst við alveg komnar upp að þeim. Þær eru svolítið á milli tveggja elda. En togstreitan kemur líklega best fram í allri stjórnun. Þeg- ar um ákvarðanatöku er að ræða þá erum við ekki hafðar með í ráðum því við eigum engan fulltrúa í hjúkrunar- stjórninni. Við eigum hins vegar að framfylgja þeim ákvörðunum sem aðrir taka. Svona vinnubrögð eru ekki til þess fallin að eyða tortryggni, þvert á móti. En hvaö um félagslega togstreitu milli þessara stétta td. hvaö varöar sjólfsímynd þeirra, styrk og stööu? Félagsleg togstreita er mjög rík eins og sterk viðbrögð hjúkrunarfræðinga við frumvarpinu benda óneitanlega til. Þar eiga aðallega hlut að máli þær konur sem eru virkastar í hjúkrunar- félögunum en flestir hjúkrunarfræð- ingar vita afskaplega lítið um þetta mál. En þegar upp er staðið vilja hjúkrunarfræðingar nefnilega alls ekki missa okkur. Þær hafa haft mikið vald yfir okkur og vilja gjarnan stjórna okkur. Þess vegna vilja þær ekki missa okkur út af hjúkrunarsvið- inu. Annars þarf togstreita milli þess- ara hópa kannski ekkert að koma á óvart þegar þess er gætt að þarna á sér stað mjög náin samvinna um við- kvæm og vandmeðfarin viðfangsefni sem við leggjum allar meiri eða minni tilfinningar í. Nú bendir allf til þess aö ó dag- vistarheimilum landsins sé aö veröa til ný aöstoöarstétt — fóstruliöar — sem muni hafa þar svipaöa stööu og sjúkraliöar hafa ó sjúkrahúsunum. Hvaö finnst ykkur um þó þróun? Fóstruliði, þetta er hræðilegt starfs- heiti. Það er hrein hörmung að búa til aðstoðarstétt sem hefur ekki einu sinni sjálfstættstarfsheiti heldur er það afleitt af starfsheiti þeirrar stéttar sem fyrir er. Með þessu starfsheiti er verið að leggja drög að fyrstu baráttu hinnar nýju stéttar — baráttunni fyrir því að losna við nafnið. Annars finnst okkur rangt að fara í nám til að læra að aðstoða þá sem fyrir eru. Maður á að fara í nám til að læra tiltekin sjálf- stæð störf. En það er náttúrulega þörfin í þjóðfélaginu sem gerir þetta. Núna er skortur á fóstrum rétt eins og það var skortur á hjúkrunarfræðing- um fyrir rúmum 20 árum þegar sjúkraliðastéttin varbúin til. En skilar þetta einhverju? Ég spái að þetta muni leiða til þess að fóstrum fækki inn á dagvistarheimilunum, fóstruliðar komi inn í þeirra stað og ófaglært að- stoðarfólk verði áfram á sínum stað. Þar með verða komnar 3 stéttir inn á dagvistarheimilin í stað tveggja í dag. Það er löng saga á bakvið þetta hjá sjúkraliðum og það er t.d. staðreynd að það er ekki hægt að reka öldrunar- stofnanir nema með ófaglærðu fólki. Það hefur ekkert breyst. Ég er því hissa á því að fóstrur skuli ætla að ganga þessa braut þegar það er þegar fengin af henni heldur slæm reynsla. Þiö eruö meö öörum oröum ekki hlynntar því aö búnar séu til slík- ar aöstoöarstéttir? Nei og það er furðulegt með kvenna- stéttir að þær eru svo gjarnar á að byggja undir sig — búa til undirstéttir. Ég man ekki eftir neinni hefðbund- inni karlastétt þar sem þetta hefur gerst. Þeir bæta ofan á. Við getum tek- ið dæmi af húsasmiðum. Þeir hafa ekki búið til sérstaka stétt aðstoðar- smiða en þeir hafa aukið möguleik- ana á að bæta ofan á grunnnámið. Húsasmiður getur t.d. farið í Tækni- skólann og orðið byggingartækni- fræðingur en þar með er ekki öll stétt húsasmiða dubbuð upp í það að verða tæknifræðingar. Þetta er miklu eðlilegra. Svona aö lokum. Hvernig er sam- staöan innan stéttarinnar? Hún er góð og það er hugur í sjúkra- liðum. Það er bara spurningin um að duga eða drepast. Það hefur orðið al- gert hrun í aðsókn í Sjúkraliðaskól- ann en á sama tíma er verulegur skortur á sjúkraliðum á öllum sjúkra- stofnunum. Þjóðfélagsumræðan er þannig að það vill enginn sinna um- önnunarstörfum og allra síst þegar við bætast léleg launakjör og óánægja stéttar með starfsréttindi sín og þau viðhorf sem hún mætir. Þessu verð- um við einfaldlega að breyta. — isg

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.