Vera - 01.05.1989, Blaðsíða 31

Vera - 01.05.1989, Blaðsíða 31
mingar ® ba&tfr a*í / er Jonassnn * g&g.fcVa •Cte;gSLsann» df -------------------------- _ -------------"„ tvælum og opinberri þjónustu: *■----------totóluhækkun auk veróstoovonar a matvmlum Ríkið «g BSBB naðu 'K\ cnmkoinulðQÍ í wofflun ÞANN DAG URÐU HERÓDES OG PILATUS VINIR „Hœstvirtur tjármálaráöherra er glaöur þessa dagana. Þeirri gleöi deilir hann m.a. með Davíð Oddssyni og það hefði einhvern tíma þótt saga til nœsta bœjar að þeir fyndu sér sameiginleg fagnaðarefni Þetta sagði Þórhildur Þorleifsdóttir, þingkona Kvennalistans, í rœðu á Alþingi og upp í huga mér kom samlíkingin „þann dag urðu Heródes og Pílatus vinir“. Rœða Þórhildar var flutt í umrœðum um stöðuna í kjaramálunum sem fram fór utan dagskrár á alþingi þann 11. apríl s.l. Umrœðan fór fram að beiðni Þórhildar og eins og við var að búast voru nýgerðir kjarasamningar við BSRB 1 brennidepli. Þórhildur sagði í ræðu sinni að krónutölu- hækkun og ýmsar úrbætur í kjarasamningnum kæmu að sönnu verst launaða fólkinu vel og þar með konum. Eftir stæði þó að laun þorra fólks í BSRB væru allt of lág og dygðu engan veginn til framfærslu. Þá benti Þórhildur á að samningurinn, sem af mörgum er metinn til um 10% launahækkunar að meðaltali á samn- ingstímanum, á að mæta þeim kjaraskerðing- um sem orðið hafa frá því lög voru sett á verka- lýðshreyfinguna sl. vor og þeim verðhækkun- um sem þegar hafa orðið og verða á næstu rnánuðum. Hún spurði hvort nokkrum heilvita manni dytti í hug að halda að hér væri verið að semja um launahækkun? Hvort einhverjum dytti í hug að forsendur fjárlaga um verðbólgu stæðust? Ekki hafði ég mikla trú á því þar sem ég sat a pöllunum og blimskakkaði augunum yfir þingheim. Heldur ekki Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra, sem með öllum sínum framsóknarþunga sagði að það væri „alveg ljóst að það væri ekki hægt að lofa því að halda genginu stöðugu við núverandi aðstæður í sjáv- arútvegi. Eitthvert gengissig hlýtur að verða á árinu 1989.“ Með öðrum orðum; hann boðaði frekari verðhækkanir. Þórhildur lýsti þeirri skoðun sinni að þó nú- verandi ríkisstjórn kenndi sig við félagshyggju, nýtti hún sér það ekki síður en aðrar að skuld- ugt láglaunafólk er ekki til stórátaka á vinnu- markaði. Stjórnin notaði sömu aðferðir og söniu rök og fyrirrennarar hennar. Hún vísaði sífellt til þess að þjóðfélagið hefði ekki efni á kjarabótum en ætlaðist til þess að heimilin hefðu efni á kjaraskerðingum. Minnti hún í því sambandi á fögur fyrirheit Alþýðubandalags- ins sem kynnt voru á blaðamannafundi í Al- þingishúsinu fyrir um það bil ári síðan. Þar dró núverandi fjármálaráðherra þingsályktunartil- lögu um launajöfnun, lágmarkslaun og nýja launastefnu upp úr pússi sínu. í greinargerð með þeirri tillögu segir m.a.: „Forsenda friðar á vinnumarkaði er því ekki sú að verkafólk láti af réttmætum kröfum sínum um mannsæm- andi laun eins og ríkisstjórn og atvinnurekend- ur virðast halda, heldur þvert á móti verði tek- tn upp gerbreytt stefna í launamálum, ný launa- stefna sem allur almenningur unir við. Sú launastefna sem gerir fáeina íhaldssama stjórn- málamenn, efnahagsráðunauta þeirra og versl- unar- og stóratvinnurekendaauðvald ánægða en allan þorra vinnandi fólks óánægðan, fær ekki staðist í lýðræðisþjóðfélagi nema tíma- bundið og þá með sífelldum ófriði.“ Ekki verð- ur betur séð en þessi orð alþýðubandalags- mannanna séu nú spjótalög á spegli — svo vitn- að sé í skáldin. En það var ekki aðeins BSRB-samningurinn sem var til umræðu. Það var líka rætt um mál þeirra starfsstétta sem nú eru í verkfalli. Benti Þórhildur á það sem hefur verið margsagt en kemst þó aldrei alveg til skila, að það er langt frá því að ríkið sé samkeppnishæft við hinn al- menna vinnumarkað hvað laun varðar. Þannig voru meðaltaxtalaun háskólamenntaðra hjúkr- 31

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.