Vera - 01.05.1989, Blaðsíða 15

Vera - 01.05.1989, Blaðsíða 15
heimilin þá verðum við að standa að komu þess fólks með heilum hug. Við þurfum einfaldlega á þessu fólki að halda. Margar ófaglœröar konur sem starfa núna á dagvistarheimil- unum hafa sýnt starfi sínu mik- inn áhuga og mxi. tekið öll þau námskeiö sem í boöi eru. Veröur þeim gert klelft aö gerast fóstru- liöar og þá meö hvaöa hœtti? Það er ekkert farið að taka á málum ófaglærðs fólks á dagvistarheimilun- um og alveg eftir að ákveða hvernig þeim verður gert kleift að mennta sig í fóstruliðastörf. í dag er talsvert af konum inni á dagvistarheimilunum sem hafa farið á ýmis námskeið sem gefa þeim svo engin starfsréttindi þegar til á að taka. Ég hef alltaf sett spurningarmerki við þessi námskeið verkalýðshreyfingarinnar sem eru utan við allt skipulagt nám í samfé- laginu vegna þess að við vitum að fólk vill starfsréttindi en ekki bara launaflokka. En nefndinni var ekki falið að leggja til hvernig menntunar- málum ófaglærðs starfsfólks skyldi háttað né heldur var henni falið að vernda það fólk sem er í hinum ýmsu verkalýðsfélögum um land allt. Við áttum að gera tillögu um hvernig menntun fóstra og annars starfsliðs yrði best háttað til frambúðar. Á undanförnum árum hafa félög eins og txl. Sókn í Reykjavík veriö aö mennta sínar félagskonur og því líklegt aö félagiö vilji halda í Selma Dóra Þorstelns- dóttir. Ljósmynd: Anna Fjóla Gisla- dóttir. „Ég hef alltaf sett spurningarmerki við þessi námskeið verkalýðs- hreyfingarinnar sem eru utan við allt skipulagt nám í samfélaginu vegna þess að við vitum að fólk vill starfsréttindi en ekki bara launaflokka.“ FYRSTA FLOKKS þessar konur þó þœr fái starfs- heitiö fóstruliöar. En hver er skoö- un fóstra á þessu? Vilja þœr kannski fá fóstruliöana inn í sitt félag? Ég veit ekki í hvaða félagi er eðlilegt að fóstruliðar séu. Ég held að þeir verði sjálfir að ákveða það þegar þar að kemur en auðvitað mætti hugsa sér að stofna eitt fóstrusamband með bæði fóstrum og fóstruliðum innan- borðs. Fóstruliðarnir gætu líka verið í hinum ýmsu verkalýðsfélögum eða starfsmannafélögum um land allt en það er ekki aðalmálið. Ég segi fyrir mig að ég vil að félag sé til mín vegna en ekki að það eigni sér mig. Það er ekki aðalatriðið að félagið lifi heldur að starfsgreinin blómstri. Sjúkraliöum finnst starfsheitlö fóstruliöi hrein hörmung og segja aö þaö gefí til kynna aö ekki sé um sjálfstœöa stétt aö rœöa heldur aöstoöarstétt viö fóstrur. Er ekki hœgt aö finna annaö starfsheiti? Ég hef nú ekkert hugsað sérstaklega út í þetta en það má sjálfsagt breyta því. Ef fóstrumenntun fer inn í Kenn- araháskóla íslands og ef forskólinn fær samheitið leikskóli er t.d. hugs- anlegt að starfsheitið breytist í leik- skólakennari. Þar með væri þeirra starfsheiti orðið sjálfstætt. Hugmyndin um fóstruliöa er ekki ný af nálinni en ef ég man rétt þá voru fóstrur til skamms tíma á móti því aö búa til slíka stétt. Hvaö hefur breyst? Við fóstrur stóðum ósköp einfald- lega andspænis því að það var alger útópía að það væri hægt að manna allar dagvistarstofnanir með fóstr- um. Ef dagvistarstofnanir eiga að vera góðar stofnanir og gera börnum eitthvað gott, þá skiptir stöðugleiki, menntun og skipulag öllu máli. Það hefur hins vegar skort mikið á þetta á undanförnum árum og við fóstrur urðum að taka á málinu. Þetta kerfi hefur lfka verið alveg fast enda ekki nema 3-4 manneskjur á öllu landinu sem hafa verið í faglegum störfum við að þróa dagvistarkerfið. Það var því nauðsynlegt að mennta fleira fólk til starfa og reyna um leið að hífa kerfið svolítið upp. Sjúkraliöar sem eru vanir aö vera í aöstoöarhlutverkinu gjalda varhug viö hugmyndínni um fóstruliöa. Þœr spá því mxi. að þetfa muni hafa í för meö sér aö fóstrum fœkkí og eftir sem áöur veröi ekki hœgt aö reka dagvistarheimilln án ófaglœrðs starfsfólks. Þannig munu þau sitja uppi meö þrjár starfsstéttir í staö tveggja í dag. Draumur okkar fóstra er að á dagvist- arheimilunum verði aðeins tvær starfsstéttir þ.e. fóstrur og fóstruliðar en það er alveg ljóst að fram að alda- mótum verður þar líka ófaglært starfsfólk. Ég óttast hins vegar ekki 15

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.