Vera - 01.05.1989, Blaðsíða 8

Vera - 01.05.1989, Blaðsíða 8
ERU KONUR N U M Þeim kvenna- stéttum sem starfa viö hjúkrun, upp- eldi og umönnun fjöigar stöðugt. Á sjúkrahúsunum höfum við txl. hjúkrunar- frœðinga, sjúkra- liða og starfs- stúlkur og ef að líkum lœtur verður þess ekki langt að bíða aö á dag- vistarheimilunum verði fóstrur, fóstru- liðar og starfs- stúlkur. Þessar þrjár kvennastéttir sem vinna saman á hvorum stað eru svo nákomnar hver annarri að það fer varla hjá því að þœr stigi endrum og sinnum ofan á tœrnar hver á annarri. Og sú hefur líka verið raunin. Togstreita milli þessara kvennastétta er allþekkt fyrirbœri og fjallar VERA um hana í greinum og viðtölum sem hér fara á effir. Þessi spurning vaknar óneitanlega þegar skoðuð er togstreita milli ým- issa kvennastétta. Einhverjum finnst sjálfsagt liggja beint við að svara spurningunni játandi og geta án efa tilfært ýmis dæmi því til sönnunar. Dæmin geta öll verið rétt en hverju þau bera vitni er túlkunaratriði. Ef konur eru konum verstar er það tæp- ast vegna eðlis þeirra eða ásetnings heldur vegna aðstæðna. í þessu sam- bandi er t.d. athyglisvert að skoða að- stæður hjúkrunarfræðinga og sjúkra- liða. Á undanförnum áratugum hefur átt sér stað mjög ör þróun innan heil- brigðiskerfisins. Þetta hefur haft það í för með sér að starfsstéttir hafa orð- ið fleiri og sérhæfðari. Það þarf ekki að líta mjög langt til baka til að sjá að- eins fjórar starfsstéttir á sjúkrastofn- unum. Nú eru heilbrigðisstéttirnar taldar um 30 talsins. Við þessa sér- hæfingu hefur saxast verulega á starfssvið hjúkrunarfræðinga. Það er því ekki undarlegt þó þeim finnist enn að sér þrengt ef sú starfsstétt, sem sköpuð var þeim til aðstoðar fyr- ir rúmum 20 árum, öðlist faglegt sjálfstæði og þar með sjálfstæðan starfsvettvang og starfssvið. Þar með væri hin daglega umönnun sjúklinga, þ.e. hin eiginlegu hjúkrunarstörf, úr höndum hjúkrunarfræðinga að mestu leyti. Þetta eiga margir hjúkr- unarfræðingar mjög erfitt með að sætta sig við og segja að þær séu menntaðar til að hjúkra og það sé al- ger ranghugmynd að þær nenni ekki sinna þessum störfum og vilji bara stunda skriffinnsku og stjórnun. Á ráðstefnu um samstarf heilbrigðis- stétta sem haldin var í janúar á s.l. ári benti Marga Thome, dósent í hjúkr- unarfræði við Háskóla íslands, m.a. á breska könnun frá 1970—'71 sem leiddi í ljós að hjúkrunarfræðingum fannst skriffinskan ómerkilegust af 10 störfum sem algeng eru á sjúkra- deildum og þær áttu að raða upp í for- gangsröð. Þegar skoðuð er togstreita hjúkr- unarfræðinga og sjúkraliða vaknar sú spurning hvort læknar eigi þar ein- hvern hlut að máli? Hvort þeir spili hugsanlega á þessa togstreitu til að styrkja eigin stöðu gagnvart hjúkrun- arfræðingunum sem með því að færa menntun sína á háskólastig hafa unn- ið að því auka fræðilega þekkingu sína og faglegt sjálfstæði og líta ekki lengur á sig sem framlengdan arm læknisins. Hjúkrunarfræðingar sem VERA hefur spjallað við eru þessarar skoðunar og segja að læknar vilji fyrst og fremst aðstoðarfólk en ekki sam- starfsfólk. A ráðstefnu sem sjúkraliðar héldu í september s.l. undir yfirskriftinni „Sjúkraliðar í nútíð og framtíð" and- aði fremur köldu í garð hjúkrunar- fræðinga frá talsmönnum annarra heilbrigðisstétta þ.á.m. lækna. Fram- sögumenn höfðu m.a. á orði að engin ein heilbrigðisstétt hefði rétt til að lít- ilsvirða störf annarrar og mátti vel skilja að hjúkrunarfræðingar ættu sneiðina. Einn hjúkrunarfræðingur sem ráðstefnuna sat sagði að það hefði verið sér andlegt áfall enda engu líkara en að framsögumenn hefðu verið valdir með hliðsjón af viðhorfum þeirra til hjúkrunarfræð- inga. Ekkert skal um það dæmt hér en hafa ber í huga að um var að ræða fólk sém hefur mikla reynslu af vinnu með sjúkraliðum og er í raun í samkeppni við hjúkrunarfræðinga um þá sem að- stoðarfólk. Með tilkomu fleiri og betur mennt- aðra faghópa eykst sífellt þörfin fyrir menntað og gott aðstoðarfólk. Þann- ig þurfa iðjuþjálfar, sjúkraþjálfarar og þroskaþjálfar á aðstoðarfólki aðhalda og sjúkraliðar hafa nýst þeim afskap- lega vel. Þessar stéttir sækjast því eftir sjúkraliðum og vilja því gjarnan vfkka út starfsvettvang sjúkraliða. í þessu sjá hjúkrunarfræðingar hættu fólgna fyrir sjúkrastofnanirnar þar sem verulegur skortur er á sjúkraliðum ekki síður en hjúkrunarfræðingum. Þess vegna er þeim svo mikið í mun að halda sjúkraliðum á hjúkrunar- sviði. í samtölum við sjúkraliða kemur fram að þær upplifa stéttina sem valda- og áhrifalausa, jafnt í daglegu amstri á vinnustað sem og í allri um- ræðu og ákvarðanatöku um markmið og skipulag heilbrigðisþjónustunnar. Þetta veldur óánægju og vanmætti sem er án efa sömu ættar og sá sem konur almennt upplifa gagnvart stjórn samfélagsins. Þá nefna sjúkra- liðar það gjarnan sem dæmi um það vanmat sem ríkjandi sé á störfum þeirra, að í riti heilbrigðisráðuneytis- ins „Heilbrigðisáætlun til ársins 2000“ sé sjúkraliðum með öllu sleppt í áætlun um heildarmannafla- þörf á sjúkrastofnunum. Það kann aftur að eiga sér rætur í þeim skilningi hjúkrunarfræðinga að öll störf við hjúkrun séu hjúkrunarstörf óháð því hvort það er hjúkrunarfræðingur eða sjúkraliði sem gegnir starfinu. Sjúkra- liðar telja hins vegar að ákveðin störf séu sjúkraliðastörf og í þau eigi ekki að hvorki að ráða hjúkrunarfræðinga né starfsstúlkur nema því aðeins að sjúkraliði fáist ekki. Þá hafa menntunarmál sjúkraliða aukið á óánægju þeirra en að námi loknu eru þeir í talsverðri blindgötu með tilliti til framhaldsnáms bæði vegna takmarkaðs framboðs og eins vegna þess að það gefur ekki aukin starfsréttindi. Sjúkraliðaskólinn hef- ur búið við talsverðan fjárskort og það tók sjúkraliða t.d. tvö ár að fá fjármagn til að halda námskeið í geð- hjúkrun sem nú stendur yfir. Á sama tíma segja þær að opinberir aðilar eyði 800 þúsund krónum í mynd- band og bækling til að kynna nám og störf hjúkrunarfræðinga. En af hverju að bera þetta saman? Væri ekki nær að leita fanga annars staðar? Er í rauninni við hjúkrunarfræðinga að sakast? Er ekki nær að sakast við fjármálayfir- völd og gallað menntakerfi sem hefur þróast tilviljanakennt og nær ein- göngu með það fyrir augum að sjá stofnunum samfélagsins fyrir mennt- uðu vinnuafli. Heill og hamingja ein- staklinganna hefur setið þar á hak- anum. 8

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.