Vera - 01.05.1989, Blaðsíða 10

Vera - 01.05.1989, Blaðsíða 10
SJUKRALIÐAR — FOSTRULIÐAR UM HVAÐ ER DEILT? Að undanförnu hefur verið talsverð hreyf- ing innan stjórnkerfisins á málum nokkurra hefðbundinna kvennastétta. Þannig liggur nú fyrir Alþingi frumvarp til laga um breytingar á lögum um sjúkraliða en ef af breytingunni verður mun aðeins rýmk- ast um starfsvettvang sjúkraliða og þeir munu sjálfir bera ábyrgð á störfum sínum en ekki starfa á ábyrgð hjúkrunarfræðinga eins og verið hefur. Hvorug starfsstéttin er samt ánægð með frumvarpið eins og það liggur fyrir og hafa báðar mótmælt því með form- legum hætti. Þá hafa menntunarmál fóstra verið til skoðunar í menntamálaráðuneytinu og í desember s.l. skilaði s.k. fósturskólanefnd áliti þar sem hún leggur til að fóstrunám færist á háskólastig og búin verði til sérstök stétt fóstruliða. Það er með þessa breytingu eins og hina að sitt sýnist hverjum um ágæti hennar. En lítum fyrst ámál sjúkraliða. Um miðjan sjöunda áratuginn var mikill skortur á hjúkrunarfræðingum og á mörgum sjúkra- húsum var ófaglært aðstoðarfólk farið að ganga í fleiri störf en þótti góðu hófi gegna. Til þess að mæta þessu var ákveðið að bjóða upp á 8 mánaða sjúkraliðanám á stærstu sjúkrahúsunum. Fyrstu sjúkraliðarnir út- skrifuðust svo á Akureyri árið 1966. Eftir þetta gengu mál tiltölulega hratt fyrir sig og í dag er sjúkraliðastéttin líklega fjölmenn- astaheilbrigðisstéttin. Árið 1975 var Sjúkra- liðaskólinn stofnaður en í dag er hægt að velja um tvær leiðir til að ljúka sjúkraliða- námi. Annars vegar er hægt að taka 67 ein- inga undirbúningsnám í Námsflokkum Reykjavíkur og bæta síðan við eins árs námi í Sjúkraliðaskólanum, þar af 14 vikur bók- legt nám og 34 vikur verklegt. Hins vegar er hægt að ljúka tveggja ára bóklegu námi á heilsugæslubraut í fjölbrautaeða verk- menntaskóla að viðbættu 9 mánaða verk- legu námi á þremur sjúkradeildum. Núgildandi lög um sjúkraliða eru frá árinu 1984 og þar segir m.a. í 5 gr. .Sjúkraliðar skulu aðeins starfa undir stjóm og á ábyrgð hjúkrunarfrceðings." Þessi grein laganna hefur verið sjúkraliðum mikill þyrnir í augum um langt árabil þar sem þeim finnst hún endurspegla vanmat á og van- traust til sjúkraliða. Þeim sé ekki treyst til að bera ábyrgð á sjálfum sér og sínum störfum. Þá finnst þeim þessi grein ekki vera í sam- ræmi við veruleikann þar sem sjúkraliðar starfi nú þegar á nokkrum stöðum undir stjórn annarra en hjúkrunarfræðinga t.d. lækna, þroskaþjálfa og sjúkraþjálfara. í kjarasamningum við opinbera starfsmenn vorið 1987 var gerð sérstök bókun um að heilbrigðisráðuneytið skuli fyrir l.okt. það ár vinna að breytingum á lögum og reglu- gerðum um sjúkraliða sem takið mið af því sem að framan er sagt. Þessi bókun var svo aftur ítrekuð vorið 1988 og það frumvarp sem nú hefur litið dagsins ljós er afurð hennar. Frumvarpið gerir ráð fyrir að hin ill- ræmda 5- gr. hljóði sem hér segir: ,,Sjúkra- liði starfar á hjúkrunarsviði og vinnur undir stjórn þess hjúkrunarfrceðings, sem fer með yfirstjórn viðkomandi stofnunar, deildar eða sviðs og ber ábyrgð á störfum sínum gagnvart honum. Sé ekki starfandi hjúkrunarfrceðingur á viðkomandistofn- un, deild eða sviði, getur ráðuneytið heim- ilað, að sjúkraliði beri ábyrgð á störfum sínum gagnvartþeim sérfrceðingi, sem fer með yfirstjórn viðkomandi stofnunar, deildar eða sviðs. Ráðherra ákveður í reglugerð um nám sjúkraliða og starfsemi Sjúkraliðaskóla íslands." í greinargerð með frumvarpinu segir m.a. að frumvarpið hafi í för með sér þær breyt- ingar að sjúkraliðar starfi ekki lengur á ábyrgð hjúkrunarfræðinga og að hægt sé að ráða sjúkraliða til starfa þó ekki sé til staðar hjúkrunarfræðingur og geti ráðuneyti þá heimilað að hann starfi undir stjórn annars fagaðila. Þá segir í greinargerðinni að náðst hafa samstaða við stjórn Sjúkraliðafélagsins um þetta frumvarp. Stjórn Sjúkraliðafélagsins mótmælir þess- ari síðustu setningu harðlega og segir að samstaða hafi náðst um annan texta en þann sem birtist í endanlegri gerð frumvarpsins. í fyrsta lagi mótmæla sjúkraliðar því að það skuli niðurnjörvað í lögum að þeir starfi á hjúkrunarsviði og vilja láta upphafsgrein frumvarpsins hljóða svo: ,,Sjúkraliði sem starfar á hjúkrunarsviði..Þá vill stjórn Sjúkraliðafélagsins fella út úr lögunum að Ieita þurfi heimildar ráðuneytisins í hvert sinn sem sjúkraliði starfi undir stjórn ann- arra en hjúkrunarfræðings og segja að þetta sé of þungt í vöfum. En þá víkur sögunni að hjúkrunarfræð- ingum. Eins og fyrr segir hafa þeim mót- mælt frumvarpinu og það sem þær sjá því helst til foráttu er síðari hluti þess. Af bréf- um þeirra til heilbrigðisráðherra má ráða að þær telji að ef þessi lagabreyting nái fram að ganga verði heimilt að ráða sjúkraliða í störf hjúkrunarfræðinga með samþykki ráðu- neytis. Þetta telja þær að eigi því aðeins að vera heimilt að ekki reynist unnt að fá hjúkr- unarfræðing til starfa. Þær vitna f heilbrigð- islög og segja að samkvæmt þeim st ,,ávallt skylt að ráða hjúkrunarforstjóra/hjúkr- unarfrceðinga til starfa við heilsugceslu- stöðvar og sjúkrahús. Ráðning sjúkraliða í þeirra störf hlýtur því ávallt að teljast tímabundin ráðstöfun eða frávik frá nú- gildandi lögum". Afstaða hjúkrunarfræð- inga byggist svo aftur á því að þær telja — og út frá því er gengið í frumvarpinu — að sjúkraliðar eigi skilyrðislaust að starfa á hjúkrunarsviði og þar með hljóti þeir að starfa undir stjórn hjúkrunarfræðings nema hann fáist ekki til starfa. Eins og fyrr sagði er skammt í tilurð nýrr- ar kvennastéttar — fóstruliða. Með nefndar- áliti fósturskólanefndar fylgir starfslýsing fyrir aðstoðarfólk með framhaldsskóla- menntun þ.e. fóstruliða með tveggja ára nám að baki í fjölbrautaskóla og níu mánaða starfsþjálfun á dagvistarheimili. Þar kemur fram að ,,...markmiðið með menntun að- stoðarfólks er að búa einstaklinga undir að aðstoða fóstrur við uþþeldi og kennslu forskólabarna á dagvistarheimilum...". Það er m.ö.o. verið að búa til menntaða að- stoðarstétt með það fyrir augum að hún leysi af hólmi það ófaglærða fólk sem fyrir er á dagvistarheimilunum. Það má því segja að á dagvistarheimilunum sé að eiga sér stað sama þróun og á sjúkrastofnununum — að- eins rúmum tveimur áratugum síðar. í því sambandi er vert að hafa í huga að sjúkra- liðastéttin kom ekki algerlega í staðinn fyrir ófaglært starfsfólk sjúkrahúsanna heldur var hún viðbót við hina fjölbreyttu starfs- stéttaflóru þeirra. í starfslýsingu fóstruliðanna er áhersla á það lögð að fóstrur og fóstruliðar vinni saman að uppeldi og umönnun barna en engu að síður er hinum almenna starfsvett- vangi fósturliðans lýst svohljóðandi: ,,Fóstruliði vinnur undir stjóm fóstra að útfœrslu þeirra faglegu starfsemi sem fóstrur hafa ákveðið og skiþulagt. “ Þó það sé sjálfsagt ekki ætlunin þá er þessi setning ámóta vel til þess fallin að ala á togstreitu og sú sem fyrirskipar að sjúkraliðar skuli starfa á ábyrgð hjúkrunarfræðinga. Þessar setning- ar ala á þeirri tilfinningu að önnur stéttin stjórni en hinni sé stjórnað þegar mun ríkari ástæða er til að skapa tilfinningu samstöðu og samstarfs milli þessara stétta sem eiga svo margra sameiginlegra hagsmuna að gæta. — isg. 10

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.