Vera - 01.05.1989, Blaðsíða 13

Vera - 01.05.1989, Blaðsíða 13
Sigþrúöur ingi- mundardóttir. Ljós- mynd: Anna FJóla Gísladóttir. VERDUM AD VIN N A SAMAN Eins og fram kemur annars staö- ar á þessum síöum hafa hjúkrun- arfrœöingar andmœlt kröftug- lega framlögöu frumvarpi heil- brigölsráöherra til breytinga á lögum um sjúkraliöa. En af hverju hafa þeir gert þaö? Eru þeir mótfallnir því aö sjúkraliöar beri ábyrgö á sínum störfum eöa er þaö eitthvaö annaö sem er þeim þyrnir í augum? Til þess aö kynnast afstööu hjúkrunarfrœö- inga spjallaöi VERA vlö Slgþrúöi Ingimundardóttur formann Hjúkrunarfélags íslands. Það eru allir sammála um að það sé mjög rétt að breyta 5. gr. laga um sjúkraliða í þá veru að jieir beri sjálfir ábyrgð á sínum störfum en starfi ekki á ábyrgð annarra. Um það er ekki deilt. Hinu má samt ekki gleyma að sjúkraliðar urðu til sem aðstoðarstétt við hjúkrun. Þegar sjúkraliðastéttin varð til var að hefjast gífurleg þensla innan heilbrigðiskerfisins. Borgar- spítalinn var að hefja göngu sína, nýj- ar deildir við Landsspítalann voru teknar í notkun, öldrunardeildir voru að komast á dagskrá og umræða var hafin um breytingar á heilsu- gæslukerfinu. Það var því sýnilegt að það yrði þörf fyrir verulega aukinn mannskap í hjúkrun og aðhlynningu. Það vantaði hins vegar alveg skilning ráðamanna á þessu. í framhaldi af þessu gripu hjúkrunarfræðingar eig- inlcga til sinna ráða og fóru að mennta aðstoðarfólk við hjúkrunar- störf á sjúkrahúsunum sjálfum. Þann- ig varð sjúkraliðastéttin til. Þegar hjúkrunarlög voru svo sett árið 1974 þótti eðlilegt að aðstoðarstéttin kæmi þar inn og sjúkraliðar áttu sér stoð í þeim lögum allt til ársins 1984 þegar lög um sjúkraliða voru sett. Þá fengu þeir lögverndað starfsheiti sem hlýtur að teljast stór áfangi fyrir þá þar sem aðstoðarstéttir eru yfirleitt ekki lögverndaðar. En af hverju eru hjúkrunarfrœö- ingar aö skipta sér af breyting- um sem lagöar eru til á lögum um sjúkraliöa? Vegna þess að það verður að skoða mál heilbrigðisstétta í samhengi. Ef gerðar eru breytingar á starfssviði einnar stéttar hefur það áhrif á þá næstu. Sjúkraliðafélagið er fagfélag en ekki stéttarfélag því Starfsmanna- félag ríkisstofnana og starfsmanna- félög sveitarfélaga út um land allt fara með samningamál sjúkraliða. Engu að síður hafa sjúkraliðar alltaf sótt sín menntunarmál í gegnum kjarasamn- inga og þetta höfum við aldrei getað skilið. Þannig var t.d. um það samið í kjarasamningum SFR við ríkið árið 1981 að sjúkraliði með þriggja ára starfsréttindi og eitt ár í framhalds- námi skyldi fá starfsheitið aðstoðar- hjúkrunarfræðingur. Þetta þótti okk- ur mjög miður, og reyndar mörgum sjúkraliðum líka, því þarna var í raun verið að búa til enn eina heilbrigðis- stétt. Þetta var aldrei tekið út úr kjara- samningnum en náði sem betur fer aldrei fram að ganga. í kjarasamning- um 1987 var svo aftur gerð sérstök 13

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.