Vera - 01.05.1989, Blaðsíða 19

Vera - 01.05.1989, Blaðsíða 19
Stjórn III ráös viö háborölö á ráösfundi, Guörún L. Norödahl, formaöur kynn- Ingarnefndar III ráös og for- setl Melkorku í rœöustól Síðan liggur starf að mestu niðri yfir sumartímann. „Hér á landi eru starfandi þrjú ráð sem sjö til átta deildir mynda,“ sagði Guðrún. „Hlutverk ráðanna er að sameina markmið deildanna og efla tengsl á milli þeirra, útvega þeim fræðslu o.fl. Eitt þessara ráða hefur haldið mælsku-og rökræðukeppni milli deilda innan ráðsins og er þá ein deild talin sigurvegari. Ræðukeppni deildar fer hins vegar þannig fram að þrír dómarar úr öðrum deildum koma til að meta hver fer með sigur af hólmi. Sigurvegarinn keppir síðan á ráðsfundi og sigurvegari þar keppir á landsþingi. Sú kona sem sigrar á landsþinginu má síðan taka þátt í al- heimsræðukeppni í Bandaríkjunum sem haldin er á hverju sumri. Landsþing er haldið á hverju vori og er öllum félögum heimilt að sækja það. Á landsþingi geta þær sem vilja gengist undir skriflegt próf í fundar- sköpum og mælsku-og rökræðu- keppni fer fram bæði á ensku og ís- lensku.“ Það má því vera ljóst að þátttaka í ITC getur veitt konum mikla þekk- ingu og þroskað hæfileika þeirra. í Bandarfkjunum er þjálfun samtak- anna viðurkennd sem menntun og þar líta atvinnurekendur á AP-bók eins og hverja aðra einkunnabók. „Við höfum lagt það fyrir mennta- málaráðuneytið að þessi þjálfun verði viðurkennd sem menntun en það mál er strand núna,“ sagði Guðrún. „íslenska skólakerfið hefur algjörlega brugðist í þessum efnum. Það ætti að vera skylda á framhalds- skólastigi að allir fái þjálfun í að tjá sig. beir sem taka þátt í ræðukeppni MORFIS eru líklega þeir sem ekki þurfa svo mikla hvatningu, en hinir sem ekki treysta sér í slíkt þurfa auð- vitað að fá tækifæri líka. Innan ITC eru fullt af konum sem gætu hæglega tekið að sér að vera leiðbeinendur í ræðumennsku og í vor er væntanleg bresk kona hingað með námskeið í slíkum leiðbeinendastörfum. Við höfum fullan hug á að koma þessari fræðslu á úti í þjóðfélaginu," sagði Guðrún L. Norðdahl. Til garnans birtum við hér hluta úr ræðu sem Elísabet Óskarsdóttir hélt á ITC fundi. Ræðuefni hennar var sjórnmál og gaf hún ræðunni heitið: „Konur verða ekki saddar af leifum þjóðarkökunnar' ‘. „Hver verður hlutur kvennastétt- anna af þeirri þjóðarhnallþóru sem konur hafa bakað að hálfu leyti á móti körlum, og hvers vegna í ósköp- unum er hluti þeirra svona rýr? Mér er það til efs að hér sé urn eina köku að ræða. Hér eru, að því er mér skilst, bakaðar tvær kökur: Jólakaka með rúsínum handa körlum, ca. tvítugum til sextugs, þurrt mjólkurkex handa unglingsstrákum, gömlum körluni og konum eins og þær leggja sig. Það er mér sífellt gremjuefni að vinnu- framlag helmings þjóðarinnar, Félagar ITC á ráös- fundl. kvenna, skuli ekki vera metið hærra en svo að rétt slefi að jafnast á við vinnuframlag unglinga og gamal- menna, — með fullri virðingu fyrir þessum hópum. Þetta getur hreinlega ekki verið tilviljun og það getur ekki heldur verið að konur séu svona lé- legur vinnukraftur og störf þeirra, innan heimilis sem utan, svona lítið verðmæt fyrir þjóðarbúið. Eina hugs- anlega skýringin er sú að hér sé um meðvitaða, pólitíska stefnu að ræða, markaða og framkvæmda af því karl- veldi sem hefur þróast og fest sig rækilega í sessi í iðnaðarþjóðfélaginu allt frá upphafi iðnbyltingar. EÞ 19

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.