Vera - 01.05.1989, Blaðsíða 20

Vera - 01.05.1989, Blaðsíða 20
„SKRIFA UM ÞAD SEM ER ERFITT OSA LlKSOM Nýlega var stödd á íslandi finnska listakonan Rosa Liksom og kynnti verk sín í Norræna húsinu. Hún sýndi myndverk sín í anddyri hússins og kom fram á finnskri bókakynningu í byrjun mars. Hún erþekkt sem mynd- listarkona og rithöfundur, og var í fyrra annar fulltrúa Finna til bók- menntaverðlauna Norðurlandaráðs fyrir bók sína „Unohdettu vartti“ (Hið gleymda korter), sem heitir í sænskri þýðingu „Frusna ögon- blick“. Þrátt fyrir þá athygli sem óneitanlega fylgir slíkri útnefndingu felur Rosa Liksom sig á bak við þetta sænskulega dulnefni og heldur fast' við að hún sé fyrst og fremst mann- eskja en ekki menningarviti. Hún veitir helst ekki viðtöl, vill ekki skapa neinn áhuga í kringum eigin persónu og hver veit nema það sé fjarlægð okkar frá hinum Norðurlöndunum að þakka, að hún veitti útsendara VERU viðtal á dögunum. Eftir öllum sólarmerkjum að dæma var undirrituð sem sagt að kasta sér út í óskaplega áhættusamt verkefni, að reyna að fá dularfulla og lokaða manneskju til að tala um það sem hún vildi ekki, nefnilega sjálfa sig. Það kom því skemmtilega á óvart að hitta ræðna og hressa stelpu, sem fyrst af öllu bauð upp á tebolla í gestaher- bergi Norræna hússins, þar sem hún bjó á meðan á íslandsdvölinni stóð. Meðan við sötruðum teið hafði hún orð á að henni fyndist íslenskt þjóð- félag sérkennalaust, hún sæi ekki nein þjóðleg einkenni og fannst ungt fólk ótrúlega upptekið af efnislegum gæðum. Hún sýndi mér nokkrar myndir, sem hún hafði gert á íslandi og voru þær frábrugðnar öðrum myndum hennar. Þær voru allar hvít- ar, gráar og svartar og mjög einfaldar en í anddyri Norræna hússins vekja myndirnar athygli fyrir litagleði og mannmergð. 20 Uppruni þinn í Finnlandi, viltu segja mér frá honum? Já, já. Ég er fædd í mjög litlu þorpi í Lapplandi, þar eru bara átta hús og mjög langt til næstu bæja, eiginlega hægt að segja að það sé alveg einangr- að. Þorpið liggur að sænsku landa- mærunum, og lífið beggja vegna landamæranna er ósköp líkt, þetta eru allt mjög afskekktir bæir. Þar er ég sem sagt fædd, foreldrar mínir eru smábændur, við erum sex systkinin og ég er yngst. Þarna bjó ég til fimm- tán ára aldurs en þá fluttist ég til Rovaniemi, sem er stærsta borg Lapp- lands og gekk í skóla þar. Þaðan flutti ég til Helsinki og bjó þar í um það bil fimm ár og fór í háskólann. Eftir það flutti ég til Kaupmannahafnar. Hvaöa nám stundaöir þú? Ég var í mannfræði. Það var mjög spennandi að læra mannfræði, ég var fyrst að læra um evrópska menningu, og einnig um Afríku og Asíu. Síðan einbeitti ég mér að stórborgum, líf- inu eins og það er núna, því mann- fræðin fjallar einnig um stórborgarlíf á okkar dögum. Hefur mannfrœöinámiö ef til vili veriö kveikjan aö því aö þú ferö aö grandskoöa llf stórborg- anna? Ja kannski, ég get ekki fullyrt það, en það getur vel verið. Ég skrifa mest um stórborgir — Helsinki, Kaupmanna- höfn, Moskvu. En þegar ég var í Kaupmannahöfn skrifaði ég fyrstu bókina og hluti af henni fjallar um Lappland, heimaslóðir mínar. En æskustöðvarnar skipta mig minna máli en svo margt annað. Hvaö varstu aö sýsla þegar þú bjóst í Danmörku? Ég bjó í Kristjaníu og þar var ég aðal- lega að skoða mannlífið. Ég var hrifn- ust af því hversu fjölskrúðugt mann- lífið var, þar úði og grúði af sérkenni- legum og frumlegum persónum. Þetta fólk lifir að mestu leiti fyrir utan samfélagið, sínu eigin lífi. Svo var það líka að í Kristjaníu þurfti ég bara að vinna fjóra tíma á dag, ég vann á inn- kaupamiðstöðinni, og þú gast lifað af því. Svo gat ég skrifað og teiknað. Fjórir tímar á dag eru alveg passlegir fyrir mig og þetta er hægt í Kristjaníu. Hefuröu rekist á einhvern svipaö- an staö og Kristjaníu á ferðalög- um þínum? Nei, Kristjanía er alveg einstök. Auð- vitað eru til í Frakklandi og Þýska- landi svipuð fyrirbæri en Kristjanía er alveg einsdæmi, hún er svo stór og það besta er að hún er í hjarta Kaup- mannahafnar. f öðrum löndum rekst maður frekar á litlar kommúnur. í Kristjaníu bjó ég eins og í þorpi en samt bara í korters fjarlægð frá miðbæ stórborgarinnar. Þetta hentaði mér mjög vel. Umgekkst þú einhver dönsk ung- skáld á þessum tíma? Nei, það gerði ég ekki og ég þekkti ekki aðra listamenn heldur. Ég hafði engan áhgua á því. Ég umgengst held- ur ekki þannig fólk í Finnlandi núna, það er ekki það sem ég vil. Ég vil um- gangast sérkennilegt fólk eða bara venjulegar manneskjur, ég nenni ekki að standa í þessum sirkus. Ég nenni heldur ekki að tala um bókmenntir eða listir. Ég skrifa og teikna en nenni ekki að ræða það marga klukkutíma á dag. Þegar þú skrifar, hvaöa hliöar mannlífsins leita helst á þig? Allir útlendingar, sem hafa lesið bæk- urnar mínar, og líka Finnar, segja að ég skrifi óskaplega svartsýnar lýsing- ar. Þetta er alveg rétt, ég hef mestan Rosa Liksom á íslandl. Ljósmynd: Anna Fjóla Gísla- dóttlr.

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.