Vera - 01.05.1989, Blaðsíða 22

Vera - 01.05.1989, Blaðsíða 22
sadómasókisma í Finnlandi sem kem- ur út í vor. Það er í fyrsta sinn sem svona bók kemur út í Finnlandi. Flestar þessara stelpna hafa verið mikið í útlöndum, London, New York og Vestur-Berlín. Þetta eru ein- hvers konar femínistar en mjög öfga- kenndir. Við höfum fyrst og fremst áhuga á alls konar listum. Svo viö tölum nú aftur um skáld- skapinn, finnst þér þá aö maöur þurfi aö hafa reynt allt sjálfur, sem maöur skrifar um? Nei, nei, alls ekki. Því ég skrifa ekki um mitt líf, ég nenni því ekki. Það sem ég skrifa um er líf annarra eða bara tilbúningur. Raunsæ fantasía, mjög raunsæ! Því að lifa er eitt og skrifa er annað. Fyrir mér eru skrift- irnar tómstundagaman og svo geri ég eitthvað allt annað. Ég vinn til dæmis á kaffihúsi í Helsinki og lifi alls ekki lífi sem tengist skriftunum eða mynd- listinni. Þaðer bara partur af lífinu, sem ég kann vel að meta en er mjög lítill hluti af lífi mínu og þannig vil ég hafa þetta. „Frá Mlaml tll Reykja- víkur, snjóstormur um mlöja nótt." Telkning eftlr Rosa Liksom. Hvaö finnst þér þá um atvinnu- höfunda? Það getur verið gott fyrir suma en hentar mér ekki vel, það er ekki það sem ég vil. Það er svo einangrað og fyrir menntafólk — nei ég nenni því ekki. Ég vil vera lifandi allan tímann. Hvaö núna, ertu aö skrifa eitf- hvaö þessa stundina? Já, ég byrjaði hérna að skrifa sögur, sem eru frekar ólíkar hinum sögun- um, mjög raunsæjar en líka mjög ab- súrd báðar tvær. Ég veit ekki hvað verður úr þessu, er allavega byrjuð á þeim. Ertu kannski aö skrifa um eitt- hvaö íslenskt? Nei ekki íslenskt en það gæti alveg verið það, því allt sem ég skrifa getur gerst í New York, Reykjavík eða Lapp- landi. Ég skrifa um það sem er inni í manneskjunni sjálfri, ég hef ekki áhuga á staðbundnum hlutum. Það sem ég hef mestan áhuga á er mann- eskjan sjálf, sama hvar hún býr. Og þú álítur aö fólk búi yfir sömu löngunum og þrám hvar sem er? Já, það held ég. Auðvitað hefur um- hverfið áhrif og á yfirborðinu gæti verið munur en ef maður hugsar mjög djúpt þá er manneskjan sú sama hvar sem hún býr. Það held ég og ég hef upplifað og fundið þetta sjálf því ég hef ferðast mikið og búið í mörg- um löndum. Hvaöa land hefur haft mest áhrif á þig? Rússland, ég hef verið þar mjög oft. Ég hef líka búið í Moskvu og ferðast oft á ári þangað. Þar finnst mér áhugaverðast að vera. Þar er fólkið svo saklaust. Það finnur maður hvergi annars staðar í Evrópu, því við erum undir svo miklum áhrifum frá alls konar rusli. Það er svo mikið um alls konar rusl um allt. Auðvitað er það lika til í Rússlandi en fólkið þar trúir á manneskjuna og treystir öðru fólki. Þetta hef ég hvergi fundið annars staðar. í Rússlandi hef ég fundið um- hverfi og lífsmynstur, sem foreldrar mínir þekktu áður fyrr. Rússland er svo upprunalegt og fólkið lifir svo ,,gamaldags“ lífi. Það er svo spenn- andi að fara þrjátíu ár aftur í tímann — þetta á að vísu ekki við um Moskvu og Leníngrad. Hvaö segiröu mér um ungt fólk í Moskvu, er einhver ákveöin hreyfing ungs fólks þar? Já, hún er eins og á Vesturlöndum. Auðvitað hefur hún sinn eiginn stfl þar, því þetta er ekki á Vesturlöndum, en það sem maður sér er ósköp líkt. Má þá tala um eins konar eftirlík- ingu af vestrœnni menningu ungs fólks? Mér finnst, að eftir að Gorbatsjov komst til valda, þá sé ungt fólk upp- teknara af því að skapa þjóðlega menningu, sem er sérstök fyrir þetta menningarsvæði. Til dæmis vilja ung- ir listamenn mjög gjarnan þróa eigin stefnur og neðanjarðarmenningu. Þegar ég ber hlutina núna saman við hvernig þeir voru fyrir 15 árum, þeg- ar ég kom fyrst til Rússlands, þá hefur margt breyst. Ungt fólk hefur núna meiri áhuga á Rússlandi en Vestur-Ev- rópu og það er stolt af því að vera Rússar og sinni eigin menningu. Þetta finnst mér jákvætt, því fyrir 15 árum hafði ungt fólk mestan áhuga á Vest- ur-Evrópu. Þá vildi fólk flytjast burt. En ekki lengur. Það er mjög mikið að gerast í Moskvu núna. Vinir mínir, sem sögðu fyrir fimm árum að þeir vildu flytjast burt og búa í Vestur- Berlín eða einhvers staðar í útlönd- um, segjast núna ekki vilja fara. Er ástandiö almennt betra núna en þá? Nei, ekki hvað efnisleg gæði snertir en fólk hefur andlegt frelsi. Það er hægt að birta allt og sýna allt. Mér finnst allt leyfilegt í Moskvu núna og fólk gerir allt sem því dettur í hug. Núna beinist athyglin aðallega að menningunni, sem blómstraði rétt eftir byltinguna, svona milli 1920 og 1930. Og ég held að við förum að fá nýja strauma aftur þaðan eins og við erum reyndar byrjuð að fá. Mér finnst ég sjá þetta hjá listamönnum í New York, sem hafa orðið fyrir miklum áhrifum af ungum rússneskum lista- mönnum. Og bara lítið atriði eins og rússneska stafrófið sem listamenn nota í verkum sínum — ég hef séð þetta líka hérna í Reykjavík. Og sjáðu bara tískuna, rússneskar áletranir komust allt í einu í tfsku. Aö lokum ein spurning: Nú hef- uröu listamannsnafniö Rosa Lik- som, er nauösynlegt fyrir lista- mann aö geyma eigin persónu á bak viö dulnefnl? Nei, ég veit það ekki, en fyrir mig er það mjög gott, því ég hef ekki áhuga á að vera í sviðsljósinu. Ég veiti helst ekki viðtöl og í Finnlandi hefur bara birst eitt viðtal við mig fyrir 5 árum og ekkert síðan. Ég hef engan áhuga á því að birtast í vikublöðum, og lista- mannsnafnið hjálpar mér til að losna við svoleiðis blaður. Ég vil vera lista- maður í friði og manneskja í friði. Það er mér mikilvægt. Halldóra Jónsdóttir. 22

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.