Vera - 01.05.1989, Blaðsíða 34

Vera - 01.05.1989, Blaðsíða 34
BLINDUR NIÐURSKURÐUR Á BORGARSPÍTALA Eins og flestum mun kunnugt hefur „félagshyggjuríkisstjórnin" fyrir- skipað 4% niðurskurð á launakostnaði allra stofnana sem fá fjárveit- ingar á fjárlögum, án tillits til mikilvœgis þeirra fyrir velferöarkerfið. Þessi blindi niðurskurður mun koma áþreifanlega niður á rekstri sjúkra- stofnana í landinu og draga úr gœðum þeirrar þjónustu sem þar er veitt. Konur munu ekki síst verða fyrir barðinu á þessum niðurskurði. Starfsmannamegin vegna verri starfsskilyrða og lœgri tekna, þjón- ustumegin vegna þess að umönnun sjúkra og aldraðra í heimahúsum lendir fyrst og fremst á mœörum, eiginkonum og dœtrum. Samkvæmt forsendum fjárlaga þarf Borgar- spítalinn að skera niður launakostnað sinn um 60 milljónir á þessu ári. Þessi niðurskurður hefur verið til umræðu á nokkrum fundum í stjórn spítalans og fulltrúarnir þar, sem eru frá Sjálfstæðisflokki, Alþýðubandalagi, læknaráði og starfsmönnum, komust að samhljóða niður- stöðu. Þeir samþykktu bæði að loka deildum á spítalanum og draga úr launakostnaði með öðrum aðgerðum. Lítum fyrst á lokanirnar. Aldraðir úti í kuldanum Samkvæmt samþykktum stjórnarinnar munu 9 deildir á spítalanum loka til skiptis í 5-6 vikur hver. Samtals tapast á spítalanum um 1460 legudagar vegna sumarlokana og er þá Iegudagatap á Fæðingarheimilinu ekki með- talið. Þessar lokanir munu koma mjög illa nið- ur á öldruðum þar sem 27 rúm af 54 á öldrun- arlækningadeild spítalans verða ekki nýtt í samfellt 13 vikur. Ef við gefum okkur það, að gamla fólkið sem lagt er inn til endurhæfingar, endurmats og hvíldar sé þar að meðaltali í 4 vikur, þá þýðir þetta að spítalinn lokar á 88 aldraða einstaklinga í sumar. Þetta er þeim mun alvarlegra þar sem öldrunarlækningadeild Landspítalans mun jafnframt fækka sínum plássum í sumar úr 66 í 46. í þessu sambandi Ballskák getur verið dýrkeypt Helmingur nemenda í 8. bekk Austur- bœjarskóla eru úti 3—6 kvöld í viku og rúmlega helmingur drengjanna sœkir leiktœkja- og knattborösstofur þrisvar til sex sinnum í viku. Þó sœkja um 27% drengja í 6. bekk, þ.e. 12—13 ára drengja, reglulega leiktœkja og knattborösstofur þrátt fyrir aö þar sé 14 ára aldurstakmark samkvœmt lögreglusamþykkt. Þá viröist skipulögö félagsleg virkni hjá nemend- um skólans mun minni en hjá unglingum almennt. 34 má geta þess að á biðlista Félagsmálastofnunar eru nú um 140 sjúklingar sem taldir eru í mjög brýnni þörf fyrir dvöl og umönnun á hjúkrun- arheimili. Fjögurra vikna hvíldarinnlögn getur skipt sköpum fyrir þetta fólk og þá ekki síður ættingja þess sem nú sjá sumarfríið sitt hverfa veg allrar veraldar. Þessar lokanir hafa vakið hörð viðbrögð hjá félagsmálaráði Reykjavíkurborgar sem fer með stjórn öldrunarþjónustu hjá borginni. í álykt- un sem allir fulltrúar í félagsmálaráði sam- þykktu — líka Sjálfstæðis- og Alþýðubanda- lagsmenn — er lýst áhyggjum yfir því neyðar- ástandi sem við þetta skapast í öldrunarþjón- ustu. í ályktuninni segir: „Þessi vannýting hjúkrunarrýma fyrir aldraða kemur til með að bitna mjög á öidruðum og aðstandendum þeirra og skapa ófyrirséð álag fyrir þá sem sinna heimaþjónustu fyrir aldraða t.d. heima- hjúkrun og heimilishjálp. Félagsmálaráð beinir þeim tilmælum til heilbrigðisyfirvalda að þeg- ar verði endurskoðaðar áætlanir um lokun öldrunarlækningadeilda í sumar, jafnframt því sem heimilað verði að taka í notkun deildir fyrir aldraða á umönnunar- og hjúkrunarheim- ilinu Skjóli og Borgarspítala fyrr en ætlað er.“ Þessi síðasta setning kemur ekki til af góðu, því nú standa 2 deildir fyrir 57 aldraða nær full- Þessar upplýsingar koma fram í bréfi frá starfsmönnum unglingadeildar Félagsmála- stofnunar og fþrótta- og tómstundaráðs Reykja- víkurborgar sem lagt var fram í félagsmálaráði í byrjun apríl. Upplýsingarnar eru aftur byggð- ar á könnun sem gerð var innan Austurbæjar- skóla á félagslegri virkni nemenda. Þó upplýsingarnar í bréfi starfsmannanna séu sláandi og vissulega áhyggjuefni þá þurfa þær í sjálfu sér ekki að koma á óvart. í könnun á leiktækjasölum sem útideild unglinga gerði í mars 1985 kom fram að krakkar úr Austurbæj- arskóla voru mjög fjölmennur hópur í leik- tækjasölunum. Leiktækja- og knattborðsstofur eru flestar staðsettar í miðbænum sem er næsta nágrenni þeirra krakka sem ganga í Austurbæj- arskóla. Þessir staðir verða samkomustaðir krakkanna enda ekki í mörg hús að venda þar sem borgaryfirvöld hafa ekki séð þeim fyrir búnar á Borgarspítalanum og á umönnunar- og hjúkrunarheimilinu Skjóli en þær fást ekki opnaðar vegna sparnaðar í heilbrigðiskerfinu. í samtali við Önnu Birnu Jensdóttur hjúkrunar- framkvæmdastjóra öldrunardeilda Borgar- spítalans kom fram, að til stóð að opna deildina þar í haust og var búið að samþykkja þau stöðu- gildi sem til þarf. Nú sagði hún að allt benti til þess, og heilbrigðisráðherra hefði m.a. mælt með því, að þeir fjármunir sem fengjust í deild- ina yrðu nýttir í almennan rekstur spítalans. Það væru þar af leiðandi allar líkur á að deildin stæði auð út þetta ár. Þá sagði Anna Birna að núna væri í fyrsta skipti frá því B-álma Borgar- spítalans — en þar eru öldrunardeildirnar til húsa — opnaði árið 1983 hægt að fullmanna hana með hæfum starfsmönnum. Og þá er lok- að. „Við erum alltaf að byggja upp og rífa niður aftur. Það má heldur ekki gleymast að við lok- um ekkert án undirbúnings. Við stöndum ein- faldlega andspænis því núna að verða að velja af biðlista það fólk sem við sjáum fram á að geta sent heim þegar til lokunar kemur.“ En eins og fyrr sagði verður launakostnaður- inn skorinn niður með fleiru en lokunum deilda. Eitt af því sem stjórnin samþykkti var að fara að greiða það sem kallað er, ,reglubund- in yfirvinna" hjá hlutavinnufólki með dag- neinni aðstöðu til félagsstarfs utan skólans. Fyr- ir 4—5 árum sóttu þau aðallega leiktækjasalina nú hafa knattborðsstofurnar bæst við. Starfsfólk Austurbæjarskóla hefur verulegar áhyggjur af sókn nemenda í spilasalina og í bréfi sem Nemendaverndarráð skólans hefur sent félagsmálaráði segir m.a. að ráðið vilji „vekja athygli á þvf ástandi sem er að skapast á billiardstofum í borginni, en þær eru nokkrar í skólahverfi Austurbæjarskóla. Þar má nefna „Pool“ Hverfisgötu 46 (í daglegu tali kallað „Billinn"), Ingólfsbilliard Hverfisgötu 105 og Billiardstofan Klapparstíg 26 (kölluð „Snók- er“). Algengt virðist að „spilað sé upp á borð- ið“ þannig að sá sem tapar leiknum borgi borð- ið einn. Einnig er spilað upp á hærri fjárhæðir, og höfum við staðfestar fregnir um að ungling- ar á grunnskólaaldri spili jafnvel upp á tugi þús- unda.“

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.