Vera - 01.05.1989, Blaðsíða 18

Vera - 01.05.1989, Blaðsíða 18
Vera heldur nú áfram kynningu á félagasamtökum kvenna. Aö þessu sinni eru þaö alþjóölegu samtökin ITC, sem líklega eru betur þekkt undir nafni Málfreyja. FLA SER ÞJALFUNAR TIL FORYSTU „Þegar áhugasamar, einlægar, skiln- ingsríkar og athugular konur taka höndum saman og blanda geði, er fullvíst að þær læra hver af annarri. Samtölin og erindin þeirra eru til fróðleiks fyrir þær allar og þær öðlast nýjar hugmyndir og nýjan skilning; ferskar skoðanir og skýrar reglur varðandi ályktanir og aðgerðir í dag- legu lífi sínu.“ Þessi orð eru úr ræðu sem Ern- estine White, stofnandi ITC samtak- anna, flutti á fyrsta þingi alþjóðasam- takanna 1939. Hún hafði gerst ötull talsmaður þess að konur stofnuðu fé- lög sem hefðu það markmið að efla hæfileika þeirra til samskipta og for- ystu, auka. starfsafköst og styrkja sjálfstraust þeirra. Eiginmaður Ern- estine var félagi í Toastmasters klúbbi, en hugmynd að stofnun sam- bærilegs félagsskapar kvenna kvikn- aði hjá nokkrum eiginkonum sem oft mættu með mönnum sínum á fundi klúbbsins. Kölluðu þær sig Toast- mistress eða Málfreyjur og voru al- þjóðasamtökin nefnd International Tostmistress Clubs, en var árið 1985 breytt í Internatinonal Training in Communication, vegna samþykktar Sameinuðu þjóðanna um jafnrétti. Er körlum nú heimil innganga í samtök- in. Um 25 þúsund félagar eru í al- þjóða samtökunum víða um heim, en engin félög eru á Norðurlöndunum nema á íslandi og t.d. eru fleiri félag- ar í samtökunum á íslandi en á Bret- landseyjum. Hér á landi var fyrsta ITC-deildin stofnuð í Keflavík 1975 fyrir atbeina deildar sem starfækt var á Keflavíkur- flugvelli. Félagsskapurinn hefur orð- ið vinsæll hér á landi og eru nú starf- andi 25 deildir víða um land, en sam- kvæmt reglum eru minnst 12 og mest 30 konur í hverri deild. Til að fræða okkur um starfsemi ITC fékk Vera Guðrúnu Lilju Norð- dahl forseta Melkorku, en það er ein af 10 deildum sem starfandi eru á höfuðborgarsvæðinu og heldur fundi í Gerðubergi í Breiðholti. Guðrún er mjög ánægð með starf ITC og telur það efla sjálfsþroska kvenna og mannleg samskipti. Kon- urnar eru á öllum aldri og engin skil- yrði eru sett um menntun eða upp- runa. „Þátttaka í þessu starfi hefur eflt margar konur og gefið þeim kjark til að halda áfram að mennta sig eða sækja fram í atvinnulífinu. Starfið er vel skipulagt og miðar að því að allir fái markvissa þjálfun og séu virkir þátttakendur. Algengt er að konur séu í félaginu í 5 ár, en sumar stoppa í 2-3 ár og finnst þá að þær séu búnar að læra nóg. Margar halda síðan áfram, fara t.d. í bæjarmála- eða landsmálapólitík. í Fífu í Kópavogi eru t.d. konur úr öllum stjórnmála- flokkum og telja þær sig læra mikið á því að starfa saman.“ Mikilvægur þáttur í starfinu er að öðlast þekkingu á fundarsköpum, að geta tjáð sig, stjórnað öðrum og látið að stjórn. Við inngöngu vinna félagar svohljóðandi heit: „Við í ITC heitum því að afla okkur þjálfunar til forystu og bæta tjáningu okkar í orði, í þeirri von að með bættum samskiptum tak- ist okkur að efla skilning manna á meðal um víða veröld.“ Heitið tengist beint stefnu samtak- anna sem er orðuð svohljóðandi: „Þroski frjálsrar og opinskárrar um- ræðu án fordóma um nokkurt mál- efni, hvort sem er stjórnmálalegs, félagslegs,hagfræðilegs, kynþáttalegs eða trúarlegs eðlis." Má segja að allt þetta undirstriki einkunnarorð stofn- andans, Ernestine White: „Heimur batnandi fer vegna þeirra sem vilja það og stíga skref til að svo megi verða.“ Eitt grundvallaratriði er einnig það að starfað er á fræðilegum grundvelli án gróðasjónarmiða og er því t.d. ekki unnið að góðgerðarstarfsemi í venjulegum skilningi þess orðs. „Hver deild ITC heldur fundi tvisvar í mánuði,“ sagði Guðrún. „Fundirnir eru fastmótaðir og byggðir upp á ákveðinn hátt, t.d. hef- ur hver fundur sitt stef, sem getur verið málsháttur eða fleyg orð. í upp- hafi hvers fundar er flutt stutt hvatn- ing út frá þessu stefi og allir fundir enda á lokaorðum sem einnig eru tengd stefi fundarins. Við fáum stundum utanaðkomandi fyrirlesara til að fræða okkur um ýmis mál, en starfið byggist mest á þjálfun okkar sjálfra í ræðumennsku og fundar- störfum. Stundum eru haldnar ræðu- keppnir eða haldnar ræður og flutt erindi umýmis mál, allteftirþvíhvað konur eru langt komnar á brautinni. Á hverjum fundi eru félagsmálin tek- in fyrir á skipulagðan hátt og vinsælt atriði hvers fundar er svokölluð borðtjáning, en þá eiga konur að tjá sig óundirbúið um eitthvert mál, oft tengt því sem er ofarlega á baugi í þjóðfélaginu. Þjálfunin er byggð á ákveðnu kerfi serh kemur upphaflega frá höfuð- stöðvunum en við höfum þýtt og staðfært fyrir okkur. Kerfið heitir Accrediation Program (viðurkenn- inga kerfi) en við köllum það einfald- lega AP-kerfið. Konurnar ráða sjálfar hvort þær fara í gegnum kerfið og þjálfa sig markvisst í öllum þeim atriðum sem þar koma fram. Flestar gera það og fá þá svokallaða AP-bók þar sem hver þáttur þjálfunarinnar er metinn af svokallaðri matsnefnd.“ Guðrún lagði áherslu á að hæfnis- mat ætti að vera uppbyggjandi og fræðandi, en það er gefið í heyranda hljóði á fundum. „Það er mikilvægt að gefnar séu ráðleggingar um það sem miður fer á jákvæðan og örvandi hátt,“ sagði hún, „og tekið mið af því hvað flytjandinn er búinn að starfa lengi. Auðvitað er einnig hrósað fyrir það sem vel er gert og er það ekki minna um vert.“ Skipulag ITC er á þann veg að hver kona situr aðeins eitt ár í embætti í stjórnum og nefndum, bæði innan deilda, ráða, landssamtaka og al- þjóðasamtaka. Stjórnarskipti fara fram á vorin á sérstökum fundi sem er léttari í sniðum en vanalega. Þá er borðað saman og sprellað lítið eitt. 18

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.