Vera - 01.05.1989, Blaðsíða 38

Vera - 01.05.1989, Blaðsíða 38
L.EIKL.IST ,,Hvað gerðist í gær“ Alþýðuleikhúsið Erla er að úða vatni á leik- myndina undir tilsögn Viðars. Guðlaug María er að fá sér kaffi. Gerla líka. Egill Öm still- ir takka og tíðindakona Veru reynir að láta fara lítið fyrir sér. Enn einu sinni er búið að umbreyta Hlaðvarpanum: súl- urnar sem stundum byrgja áhorfendum sýn eru allt í einu orðnar ómissandi hluti af leik- myndinni rétt eins og þœr heföu verið reistar sérstaklega fyrir þetta leikrit. Gaddavír. Sandur á gólfinu. Eangabúðir nazista. Hvað skyldi maður vera búin að sjá og lesa margar lýsingar á hlutskipti Gyðinga í heims- styrjöldinni? Ttu? Tuttugu? Hundrað? Ætla mœtti að enn ein bakkafyllti Uekinn. Það er ekki laust við ég kvíði fyrir því að sitja cefingu á leikritinu „Hvað gerðist ígcer" hjá Al- þýðuleikhúsinu. Guölaug María BJarnadóttir í hlutverki ísabellu í „Hvaö gerö- ist í gœr“. Einu sinni var stúlka í hópi sjö systkina í ungversku þorpi. Svo kom stríð. Mama hennar dó, litla systir hennar dó, bróðir hennar dó og síðast dó enn ein systranna. Pabbi þeirra hafði komist til Ameríku en honum tókst ekki að bjarga gersemunum sínum úr klóm mannvonskunnar áður en grimmdin helltist yfir þær. Fjórar systranna héldu hópinn í Ausch- witz og lífinu hver í annarri. Ein- hver varð að lifa af til að geta verið til frásagnar. Einhver varð að bera heiminum boðskap mömmu, boðskapinn sem hélt lífsljósinu logandi í sálinni: elskaðu lífið, virtu manneskjuna og hataðu að- eins eitt: stríð. Sú systranna, sem segir okkur söguna, heitir Isabella. Hún skrif- aði bók sína ekki fyrr en árið 1968 og hafði þá ekki reynt að lýsa reynslu sinni fyrir neinum síðan árið sem hún komst til Bandaríkj- anna. Hún og systur hennar voru þá í hópi þeirra fyrstu sem fóru vestur um haf eftir að hafa lifað af vistina í fangabúðum nazista og það trúðu þeim fæstir, þegar þær sögðu frá reynslu sinni. Svo þær þögðu. Allt þangað til Isabella skrifaði bókina sem leikritið er samið úr. Hún vildi færa nýjum kynslóðum boðskap móður sinn- ar, sem reyndist henni svo dýr- mætur. Trúna á hið góða í mannin- um og hatrið á stríði. Texti leikritsins er allur beint úr bók ísabellu. Hún rekur sig í gegn- um söguna allt frá því hún var hamingjusamur unglingur í bæn- um heima, hvernig þau voru rekin eins og hjörð niður aðalgötuna að járnbrautarstöðinni þar sem gripavagnarnir biðu eftir að mega flytja þau öll til Auschwitz. Hvernig reynt var að murka úr þeim tóruna og hvernig þau tórðu. Saga sem við höfum heyrt áður en er þó ný vegna þess að hún er náin, persónuleg, laus við beiskju og með trú á það góða í manninum þrátt fyrir allt. Og ber með sér skýran boðskap um frið. Boðskap mömmu Isabellu. Guðlaug María Bjarnadóttir fer ein með þetta leikrit ef svo má segja, því um aðra leikara er ekki að ræða. Gerla er leikstjóri, Erla B. Skúladóttir aðstoðar hana. Guð- rún Bachmann þýddi. Þetta er sannkallað kvennaleikhús — þeir Viðar Eggertsson sem sér um leik- mynd og búninga og Egill Örn Árnason ljósamaður verða að fyr- irgefa þótt ég segi það! Gerla segir mér að hún hafi séð uppfærslu á þessu í Frakklandi og á írlandi og lofað sjálfri sér að færa það ís- lenskum leikhúsgestum. Þess vegna er það hingað komið. Æfingunni lýkur. Ég er eini gesturinn og það verður löng þögn eftir að Guðlaug María sleppir síðasta orðinu. það var óþarfi að kvíða fyrir þessu því Isa- bellu Leitner með miðlun Guð- laugar hefur tekist að segja sögu sína eins og enginn hafi heyrt hana áður en muni geyma hana með sér hér eftir. ,,Ég byggi túlk- un mína á boðskap móðurinnar eins og hann kemur fram strax í upphafi verksins" segir Guðlaug María einfaldlega, þegar ég þakka henni fyrir. Orð Isabellu eiga er- indi við okkur. (Sýningar Alþýðuleikhússins á leikritinu ,,Hvað gerðist í gær?“ fara fram í Hlaðvarpanum, gengið inn frá bílastæðinu. Þetta er 40. verkefni Alþýðuleikhússins. Saga Isabellu er prentuð í heild sinni í leikskrá.) Lárus H. Grímsson hef- ur samið tónlist fyrir sýninguna. Ms. KVIKMYNDIR Kristnihald undir Jökli Kvikmyndin Kristnihald undir jökli eftir Guðnýju Halldórsdótt- ur er að mínu viti ein jafnbesta ís- lenska bíómyndin sem gerð hefur verið hingað til. Hún er skemmti- leg, falleg, ágætlega leikin og firnavel tekin. Svo fannst mér hún fyndin á launfínan hátt en það eru nú aldeilis viðbrigði frá íslenskum húmor þessa dagana. Myndin er blessunarlega laus við ,,stæla“ og frammígrip Kvikmyndagerðar- manna með stórum staf. Sagan er heildstæð og kvikmyndin skapar sér sinn eigin heim sem er sjálfum sér samkvæmur. Tilsvör eru mörg orðrétt úr skáldsögunni en þá þrekraun að fella þau að mynd, stytta, sníða, sameina, draga fram áherslur, láta mynd koma í stað orða — þótti mér handritahöf- undur standast nokkuð vel. Ýms- um smáatriðum sem þó spila stórt, er breytt — það er skotið af byssu en ekki kastað grjóti, að- skorin dragt kemur í stað frakka, ónýt rúta verður viðgerðaverk- stæðið o.fl. þótti mérbera vott um gott auga og græskufullt en sem veit hvað það vill. Þetta er sem sagt hugsuð mynd — það eru lfka viðbrigði! Og svo er músíkin ágæt og ekki graðhestaleg — enn ein viðbrigði. Vel fannst mér ganga að ýja að návist jökulsins og fjallakraftar- ins. Jöklinum er aldrei ofgert heldur gerður seiðandi einmitt með því að trana honum aldrei fram. Maður bara veit af honum þarna. Náttúran sjálf birtist með afar fallegri kvikmyndatöku og verður eðlilegur ofjarl allra kerfa og mannanna verka. Það tókst líka að gera heimafólkið skemmti- lega ólíkt venjulegu fólki án þess að það kæmi klikkað fyrir sjónir — í þessari sveit hlýtur það ein- faldlega að vera ofur eðlilegt að vera óeðlilegur! Þessi andblær sýnist mér nást fram með túlkun leikaranna og með því að stilla því sem vænta má upp á móti því und- arlega, — kannski raunveruleika gegn skáldskap. í einhverri fyndn- ustu senu sem ég hef séð í bíó, í eldhúsinu heima hjá Tuma — þótti mér þetta spil takast frábær- lega vel. Tumi er að segja söguna af Úrsulu ensku með dyggri að- stoð Fínu og konu sinnar (þögn húsfreyju þótti mér innlegg sem gerir sig vel í myndinni). Mjög eðlilegar kringumstæður: bónd- inn skenkir í staup gestins við eld- húsborðið, konurnar eru að gera hreint og setjast auðvitað ekki til borðs enda ekki sveitakvenna sið- ur, fugl er að syngja í hlaðvarpan- um. En um leið er þetta absurd, sagan sem kallinn er að segja, Fína, og svo sprengir sjálft Ríkis- útvarpið blöðruna með því að til- kynna að þetta hafi nú verið fugl dagsins (auðvitað sólskrikja!). Bláköld staðreynd úr hádeginu í gamla daga sem búið er að gantast svo mikið með að það er orðið ótrúlegt að fugl dagsins hafi verið annað en skrýtla. Þetta fannst mér ekki bara ofboðslega fyndið held- ur líka gera sér leik að veruleika- skyni og trúgirni. Önnur minnisstæð sena — ör- stutt að vfsu, lék á sama græsku- fulla háttinn á áhorfendur: Það er þegar kindurnar ganga á vatninu. Auðvitað vitum við öll að kindur ganga ekki á vatni og flest okkar vitum alveg hvað er að gerast þarna. En á meðan myndin varir og vegna þess að kvikmyndinni hefur tekist að lykja sig um mann, trúir maður því að rollurnar í 38

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.