Vera - 01.05.1989, Blaðsíða 17

Vera - 01.05.1989, Blaðsíða 17
1 við höfum lagt mikla vinnu í að mennta okkar fólk. Mér vitanlega var lfka gengið algerlega framhjá Náms- flokkum Reykjavíkur sem hafa þó 10 ára reynslu í að mennta starfsfólk á dagvistarheimilunum. En hver er afstaða ykkar fil þess að búin verði til ný starfsstétt — fóstruliðar. Við vorum andvígar þessu í fyrstu m.a. vegna þess að okkur finnst það ekkert tilhlökkunarefni að fá þriðju starfsstéttina inn á dagvistarheimilin. Að auki sjáum við litla skynsemi í að leggja á sig þetta nám ef þetta færir konum hvorki aukin starfsréttindi né betri laun. Grunnlaun fóstruliða þurfa að vera á bilinu 60—70 þúsund til þess að þetta svari kostnaði. Við viljum eiginlega fá fyrir því einhverja tryggingu fyrirfram að samningsaðil- ar séu tilbúnir til að meta námið til launa. í vor verða í Sókn um 130 kon- ur sem hafa tekið 100 stunda fram- haldsnámskeið hjá Námsflokkunum og þó þessar konur vildu gerast fóstruliðar þá hefur trúlega engin þeirra möguleika á að fara í dagskóla í tvö ár og vera launalaus á meðan. Mjög fáar geta líka lagt það á sig að fara í kvöldskóla ef því fylgir eitthvert tekjutap. Við viljum að á þessu sé tek- ið áður en fóstruliðanámi er komið á fót. Ef fóstruliðanámiö veröur aö veruleika, þá er engu aö síöur líklegt aö allstór hópur Sóknar- kvenna muni gerast fóstruliöar. Myndi það hafa einhver áhrif á félagiö ef þœr gengju úr því. Ef fólkið okkar sem lokið hefur 100 stunda námskeiði gengur inn í fóstru- liðann þá finnst okkur að það eigi að halda áfram í okkar félagi og ég held að það sjálft sé sömu skoðunar. Við getum mjög auðveldlega rúmað fóstruliða innan okkar félags því í nýsamþykktum lögum félagsins er gert ráð fyrir deildaskiptingu þess. Við höfum staðið að því að byggja upp menntun fyrir þetta fólk og því eðlilegt að við njótum þess í ein- hverju. Það yrði gífurleg blóðtaka og alls ekki réttlátt að taka úr félaginu þann hóp sem er hlutfallslega best launaður ef miðað er við dagvinnu. Ef fóstruliðar væru innan okkar fé- lags kæmi það líka í veg fyrir þá rösk- un sem verður þegar fólk flyst úr einu launakerfi yfir í annað. Ef við gerum ráð fyrir því að launakjör fóstruliða yrðu sambærileg launakjörum sjúkra- liða, þá gæti Sóknarkona lækkað í launum við að verða fóstruliði. í dag er það nefnilega þannig að Sóknar- kona sem hefur 18 ára starfsaldur verður að byrja á nýjum starfsaldri ef hún gerist sjúkraliði og þar með opin- ber starfsmaður nema sannanlegt sé að hún hafi verið í stöðugildi sjúkra- liða áður. Eftir 18 ára starf á almennri deild á sjúkrahúsi kemst sjúkraliði í 51.840- kr. laun á mánuði sem eru sömu laun og Sóknarkona með 100 stunda námskeið og 18 ára starfs- reynslu fær. Sóknarkonan hefur það fram yfir sjúkraliðann að hún fær strax við upphaf starfs metinn 6 ára starfsaldur ef hún er orðin 23ja ára. En því skyldu fóstruliöar ekki al- veg eins vera í stéttarfélagi meö fóstrum, tjd. einhvers konar heildarsamtökum uppeldis- stétta? Við höldum að þeirra málum sé betur komið hjá okkur vegna þess að reynslan sýnir að fámennir hópar starfsfólks eiga alltaf undir högg að sækja í heildarsamtökum þar sem fyr- ir eru stórir hópar með sterka faglega vitund. Ég held að reynslan erlendis sé t.d. sú að þar sem fóstrur eru í kennarafélögum þar týnast þær og þar sem sjúkraliðar eru í hjúkrunarfé- lögum þar týnast þeir. Eitt af því sem margir hafa áhyggjur af, ef og þegar fóstru- liöastéttin veröur til, er togstreita milli þeirra og fóstra. En er tog- streita í dag milli fóstra og Sókn- arkvenna? Já, það er talsverð togstreita á sumum dagvistarheimilum en hún er mjög einstaklingsbundin. Þær konur sem tekið hafa 100 stunda námskeiðin finna reyndar minna fyrir henni en aðrar enda gefa námskeiðin þeim ákveðið öryggi og þær eru virtar meira en hinar. Við höfum lfka reynt að standa við bakið á þeim með því að halda bæði sjálfsstyrkingar- og sam- skiptanámskeið fyrir þær sem voru mjög vel heppnuð. Togstreitan á dag- vistarheimilunum er hins vegar aldrei rædd og hún hefur ekki komið upp á yfirborðið fyrr en núna með nefndar- álitinu. Okkur finnst endurspeglast í því ákveðinn hroki gagnvart aðstoð- arfólki fóstra. í viötali viö formann Fóstrufé- lagsins kemur fram aö hugsan- legt er aö fyrstu fóstruliöarnír geta fariö aö koma til starfa eftir hálft annaö ár. Eruö þiö tilbúnar aö taka á móti þeim? Okkur vitanlega hefur núverandi menntamálaráðherra ekki tekið af- stöðu til nefndarálitsins og sam- kvæmt yfirlýsingu ráðuneytisins frá því í desember s.l. hefur það ekki ákveðið næstu skref í málinu. Við trú- um því ekki að óreyndu að komið verði á fót fóstruliðanámi án samráðs við okkur og munum því ekki gera neitt í málinu fyrr en við höfum náð tali af menntamálaráðherra. — isg RAÐSTEFNA UM FJÖLMIÐLA OG FRIÐ I haust verður haldin fjöl- miðlaráðstefna í Svíþjóð sem ber yfirskriftina Mass Media in a Time of Crisis. Um er að ræða alþjóðlega ráðstefnu um fjöl- miðla, annars vegar áhrif þeirra á líf fólks og ábyrgð, hins vegar hvernig hægt er að nýta fjölmiðlana á hættu- stundu hvort sem er vegna stríðsógna eða af umhverfis- legum orsökum. Fjölmargir fyrirlesarar sem þekktir eru á alþjóðavettvangi fyrir fjölmiðla- og fræðistörf og framlag til umhverfis- og friðarbaráttu taka þátt í ráð- stefnunni, s.s. Margarita Papandreou frá Griklandi, Eva Nordland frá Noregi, Johan Galtung, Noregi, John Kenn- eth Galbraith frá Bandaríkjun- um, Helen Caldicot frá Ástralíu og Cora Weiss frá Bandaríkjunum. Nóbelsverð- launahafinn Oscar Arias for- seti Costa Rica flytur opnunar- ræðu ráðstefnunnar. Ráðstefnan er haldin að frumkvæði Norwegian Peace Foundation en að undirbún- ingi hennar hafa unnið ýmsir aðilar víða um heim. Hér á landi hafa þær Ragnhildur Egg- ertsdóttir og Kristín Árnadótt- ir unnið að undirbúningi ráð- stefnunnar og m.a. fengið tvo íslenska fyrirlesara til þátt- töku, þau Þorbjörn Broddason dósent, sem ræða mun um börn og fjölmiðla og dr. Sig- rúnu Stefánsdóttur sem á ráð- stefnunni mun beina sjónum að fréttum og fréttamati og segja frá rannsókn sinni á hlut kvenna í fjölmiðlum. Á skrif- stofu Veru fer fram þátttöku- skráning. Einnig má skrá sig beint og þá er heimilisfangið: Institute for Social Policy, Hasseluddsvágen 194, S-132 37 SALTSJÖ-300, Sverige. Sím- inn er 90-46-8-7479390. Tele- fax 90-46-8-747 94 39. Ráðstefnan er haldin í Vast- erás í Svíþjóð dagana 15.—17. september. Þar verður margt á dagskrá auk fyrirlestra, hóp- umræður, smiðja starfandi og ýmsar sýningar í tengslum við umræðuefni ráðstefnunnar. Væntanlegum þátttakendum héðan frá íslandi er bent á að á skrifstofu Veru er bæklingur með ítarlegri dagskrá og hag- nýtum upplýsingum. ||| BÍLASTÆÐASJÓÐUR Velkomin í Bakkastœði Bakkastæöi er tölvustýrt. Gjaldskylda er frá 09:30—19:00 mánud—föstud. Ókeypis er frá kl. 19:00—07:30 og um helgar, ýta veröur pó á hnapp og taka segulmiða til að opna innhlið og nota síðar við úthlið. Setja verður miðann í aflesarann áður en ekið er að uthliði til að opna slána. Gjaldiö er 30 kr. fyrir fyrstu klukkustundina, en síðan 10 kr. fyrir hverjar byrjað- ar 20 mínútur. Miðaaflesari við varðskýli tekur við þrem myntstærðum, 5 kr., 10 kr., og 50 kr. og getur gefið til baka. Týnist segulmiöi skal ýtt á hnappinn „týndur miði" og verður þá að greiða 450 kr. til aö fá nýtt segulkort og til að komast út sé vörður ekki á stæðinu. Mánaðarkort eru seld I varðskýli á 3000 kr., og verður hægt að kaupa þau til fleiri mánaða i senn. Skilatrygging mánaöarkorts er 1000 kr. Aðeins er ekið inri á stæðið frá Kalkofnsvegi og út i Tryggvagötu. Leiðarvísir um gang mála 1. Ökumaöur ýtir á hnapþ viö innaksturshliðið og tekur segulmiða. Hliðið opnast, ökumaður velur sér stæöi og geymir miðann á sér. 2. Ökumaður kemurtil bakaaösækjabílinn, gengurað miöaaflesaranum við varðskýlið og setur miðann i miðaraufina. Aflesarinn stimplar áfallið gjald. Ökumaður greiðir gjaldið i sjálfsalann og fær þá segulmiðann sinn aftur. Ef kvittun óskast skal ýtt á viðeigandi hnapp. Hefur ökumaður þá 10 mínút- ur til að komast út. Segulmiðinn er settur I opnunarraufina sem gleypir hann og hliðið opnast. Verði menn lengur en 10 minútur, þarf að greiða 10 kr. viðbótargjald. Gatnamálastjóri 17

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.