Vera - 01.05.1989, Blaðsíða 21

Vera - 01.05.1989, Blaðsíða 21
< % '^V < ’ ‘A ( áhuga á þeim hliðum lífsins, sem eru erfiðar. Ég hef engan áhuga á að skrifa um það sem er í góðu lagi, því mér finnst vera nóg af rithöfundum í Finnlandi og annars staðar, sem skrifa hálfgerðar ástarsögur um hvað það sé nú ágætt að vera til. Ég vil skrifa um hina hliðina, því auðvitað eru í hverri manneskju tveir hlutar, sá mjúki og sá harði. Ég vil skrifa um harða hluti. Þú skrifar sem sagt um fólk í út- jöörum samfélagsins? Já eiginlega, og fólk sem er eins konar jaðarfólk, allt þeirra líf er á mörkun- um. Ég hef mestan áhuga á slfku fólki og það er þetta fólk sem ég vil fjalla um. Hvað viltu segja okkur lesendum meö því? Eigum viö aö taka af- stööu? Þegar ég skrifa um þetta fólk hugsa ég ekki um hvað lesandinn á að hugsa. Fg hef enga þörf fyrir að kenna fólki eða gefa mönnum svör. Ég skrifa bara eins og ég sé hlutina. En þetta utangarösfólk, sem þú skrlfar um, er oft í vonlausri aö- stööu? Jú, það er það en þetta er líka líf og ég skrifa um þetta fólk því mér finnst ég sjálf lifa mínu lífi sem eins konar ut- angarðsmanneskja, því ég vil á vissan hátt ekki vera hluti af þjóðfélaginu. Núna er þetta reyndar svolítið breytt, því ég er vissulega orðin þekkt sem rithöfundur, en það tengist bara bók- unum og svo get ég lifað eins og ég hef alltaf gert. Og það geri ég líka. Ég hef ekki breytt lífi mínu. Það má segja að ég reyni að lifa þvert á hefðbundin mynstur. Þú skrifar ekki bœkur sem flokka má sem kvennabókmenntir. Hef- ur þér einhvern tíman fundist aö þú œttir aö skrifa fyrir konur? Nei, mér finnst ég skrifa fyrst og fremst fyrir fólk. Því þegar ég hugsa um konur og karla, þá sé ég engan mun, ég hugsa ekki fyrst um kyn fólks. Ég hugsa fyrst um manneskjuna og þá má kannski segja að ég sé fem- „Ég skrifa um þaö sem er inni í mann- eskjunni sjáifri, ég hef ekki áhuga á staðbundnum hlut- um. Það sem ég hef mestan áhuga á er manneskjan sjálf, sama hvar hún býr.“ ínisti, að ég hafi alltaf verið það. En ég nenni ekki að berjast, það er ekki mín aðferð, ég skrifa bara. Ég verð aldrei kvenréttindahetja. En femínisti er ég. Ef til vill viö aö afneita hefö- bundnu kvenhlutverkl? Það er alla vega ekkert fyrir mig þvt í þeim hópi, sem ég er mest með eru aðallega ungar lesbískar konur. Við erum með hljómsveit og svoleiðis. Svo það er svolítið öðruvísi. Þar eru heldur ekki svo margir karlmenn, og þeir sem koma eru allir hommar. Er þetta sérstök hreyfing í Finn- landi? Já, þetta er hópur sem nefnist „Ecstacy" og í honum eru um það bil 200 ungar konur eða stelpur. Við höldum böll og allt mögulegt. Gefum af og til út blað. Blaðið er mjög öfga- kennt, konurnar sem standa að því eru mjög sérstakar, og þar er fjallað um mjög óvenjulega hluti, sem ekki er skrifað um annars staðar. Til dæmis höfum við verið að vinna að bók um 21

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.