Vera - 01.05.1989, Blaðsíða 2

Vera - 01.05.1989, Blaðsíða 2
I TIMARIT UM KOKUR OG KVENFRELSI E ru konur konum verstar? VERA spyr sjálfa sig þessarar spurningar hér í blaðinu og gerir um leið tilraun til að svara henni. Tilefnið er gamalkunn togstreita milli ýmissa kvennastétta sem vinna í svo mikilli nálægt að það fer varla hjá því að þær stigi á tærnar hver á annarri. Á sjúkrastofnunum sinna þrjár starfsstéttir aðhlynningu sjúkra og aldraðra — hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar og starfs- stúlkur. Og ef að líkum lætur verður það sama upp á teningnum á dagvistarheimilunum innan tíðar; þrjár stéttir munu sinna uppeldishlutverkinu — fóstrur, fóstruliðar og starfsstúlkur. Á undanförnum áratugum hafa konur lagt mikla áherslu á betri og meiri menntun ýmissa kvennastétta s.s. hjúkrunarfræðinga og fóstra. Konur eru fróðleiksfúsar en þær vita lfka að í þekk- ingunni felast völd, virðing og áhrif. Aukin menntun styrkir stöðu þeirra og sjálfstæði gagnvart valdamiklum sérfræðingum sem þær eru í nánu samstarfi við. Þær losna úr viðjum hefðbundins kvenhlutverks. En á hverju máli eru a.m.k. tvær hliðar. Hin hliðin á þessu máli er sú erfiða stað- reynd, að samfélagið hefur brugðist við þessu með því að búa til nýjar kvennastéttir sem settar eru undir þær sem fyrir eru. Þetta skapar tortryggni og togstreitu milli þessara stétta ekki síst vegna þess að það er mjög rfkt í konum að þær séu og eigi að vera jafnar. Félagsmótun kvenna miðast hvorki við það að stjórna öðrum konum né að vera stjórnað af konum. Ef konur eru vondar við aðrar konur er það ekki vegna eðlis þeirra eða ásetnings heldur vegna þeirra aðstæðna sem móta líf þeirra og störf. Þessar aðstæður, eins og þær birtast á kvennavinnu- stöðum á borð við dagvistarheimili og sjúkrastofnanir, eru skoðaðar nánar í VERU að þessu sinni. -isg. CARRIE CHAPMAN CATT Carrie Chapman Catt (1859-1947) var bandarískur femínisti sem átti talsveröan þátt í því að Kvenréttindafélag íslands var stofnað. Skrifaðist hún m.a. á við Bríeti Bjarnhéðinsdóttur og hvatti hana til dáða. Hún var fædd árið 1859 og vann sem kennari, skólastjóri og blaðamaður í heimafylki sínu Iowa og síðar í San Fran- cisco. Hún gerðist virk í kvenréttindahreyfingunni um 1890 þá orðin ekkja eftir fyrri mann sinn Leo Chapman og nýgift seinni manni sínum George Catt. C-in þrjú, eins og hún var stundum kölluð, þótti frábær skipuleggjandi og hún varð fljótlega formaður skipulagsnefndar NAWSA (National American Woman Suf- frage Alliance) sem voru samtök bandarískra kvenna sem börðust fyrir kosninga- rétti. Hún var forseti samtakanna 1900-1903 en sagði þá af sér. Árið 1904 varð hún forseti alþjóða samtaka kvenna fyrir kosningarétti, IWSA (International Women's Suffrage Alliance). Árið 1912 varð Catt forystukona í samtökum kvenna fyrir kosningarétti í New York og hún skipulagöi m.a. tvær víðtækar aðgerðir sem leiddu til þess aö konur fengu kosningarétt í þessu fylki áriö 1917. Þeg- ar kosningaréttur hafði verið samþykktur í Bandaríkjunum árið 1920 breytti NAWSA nafni sínu í Sam- tök kvenkjósenda (League of Women Voters) og var Catt í forystu í þeim samtökum. Þessi samtök not- uðu krafta sína í að mennta konur svo þær yrðu hæfari til að takast á við nýtt pólitískt hlutverk. Catt var sjálf eindregið þeirrar skoöunar að konur ættu aö vinna innan þeirra stjórnmálaflokka sem fyrir voru en ekki stofna sérstakan kvennaflokk. Sættu hún og samtökin talsverðri gagnrýni frá róttækari femínistum fyrir að nýta ekki krafta sína til aö fá konur til að kjósa kvennaflokk. Eftir seinni heimsstyrjöld varð Catt virk í friðarhreyfingunni eins og svo margar kvenréttindakonur sem töldu að konur hefðu þar sérstöku hlutverki að gegna. Þær voru þeirrar skoðunar að siðferöilega stæðu konur körlum framar — og kannski ekki að ósekju miðað viö það sem á undan var gengið — og móðurhlutverkið skapaði þeim sérstöðu sem væri í andstöðu við stríðsrekstur. Þessi afstaða Catt er þó óneitanlega í talsverðri mótsögn viö þá staðreynd að hún studdi þátttöku Bandaríkjamanna í fyrri heimsstyrjöldinni. Carrie Chapman Catt þótti fremur íhaldssamur femínisti á sinni tíð og m.a. var hún mjög gagnrýnin á kynferðislegt frelsi kvenna og notkun getnaðarvarna þar sem hún — og reyndar margar fleiri — taldi að þetta tvennt myndi öðru f remur leiða til aukinnar kynferðislegrar kúgunar á konum f yrir og í hjóna- bandi. Þessar konur dreymdi um framtíðarsamfélag þar sem mun minni áhersla yrði lögð á kyn og kynferði en tíðkaðist í þeirra tíð og enn þann dag í dag. Þá sætti Catt nokkurri gagnrýni fyrir aö hafa ekki unnið sem skyldi gegn kynþáttafordómum í samtökum sínum. -isg. ? 2/1989 - 8. árg. VERA Laugavegi 17 101 Reykjavík Útgefendur: Samfök um Kvennalisfa og Kvennaf ramboö í Reykjavík. Sími: 22188 Mynd á forsíðu: Anna Fjóla Gísladóttir Ritnefnd: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Guðrún Ögmundsdóttir Elísabet Þorgeirsdóttir Brynhildur Flóvenz Anna Ólafsdóttir Björnsson Sigrún Hjartardóttir Útlit: Kicki Borhammar Laura Valentino Starfskonur Veru: Stella Hauksdóttir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Kicki Borhammar Ábyrgðt Sigrún Hjartardóttir Setning og fllmuvinna: Prentþjónustan hf. Prentun: Prentberg Ath. Greinar í Veru eru birtar á ábyrgð höf- unda sinna og eru ekki endilega stefna útgef- enda. % 1

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.