Vera - 01.05.1989, Blaðsíða 6

Vera - 01.05.1989, Blaðsíða 6
99 Eg er sjálf virk í kvennahreyfing- unni og álít nauðsynlegt að samfélag- ið bregðist við þegar konur og börn verða fyrir ofbeldi, nauðgun, sifja- spellum eða vændi, en ég er einnig á móti fangelsum, þau eru viðurstyggð. Við vitum að fangelsisvist eins og hún er framkvæmd í dag er einungis spurning um geymslu á fólki. Um- hverfið innan veggja fangelsisins er þess eðlis að menn glata allri reisn, tíminn líður og menn bíða skipbrot. Ég þori að fullyrða að enginn kemur betri maður úr fangelsum, en margir verri. Því segi ég að fangelsi gera ein- ungis illt verra og þannig stofnanir eru alls ekki hluti af því þjóðfélagi sem mig dreymir um. Við verðum nefnilega að gera okkur grein fyrir því að þessi umræða snýst fyrst og síðast um það hvernig þjóðfélag við viljum í heild. Þess vegna vil ég ekki einungis hleypa afbrotamönnunum út úr fangelsunum, jafnframt verður að styrkja stöðu fórnarlambanna. Oft er sagt að konur sem fari með mál sín fyrir dómskerfið, lendi í tvöfaldri nauðgun vegna aðferða kerfisins. Kerfið, eins og það virkar í Noregi, er því bæði eyðileggjandi fyrir fórnar- lambið og afbrotamanninn. Þessu verðum við að breyta og finna kerfi sem styrkir stöðu þeirra beggja." í ritgerö þinni hrósar þú kvenna- hreyfingunni fyrir það sem hún hefur áorkað á þessu sviði, en þar má jafnframt skynja gagn- rýni? , Já, en við verðum þá að þekkja bak- grunn þessa máls til að setja gagnrýn- ina í rétt samhengi. Við erum nefni- lega að fjalla um mál sem liggja innan svæðis tveggja hreyfinga, annars veg- ar er hreyfing fólks sem vill betrum- bæta réttarkerfið og refsiaðferðir og hinsvegar er kvennahreyfingin. Tog- streita hefur myndast á milli þessara hreyfinga en lítið hefur þó borið á op- inni umræðu. Afstaða kvennahreyf- ingarinnar er afar skiljanleg. Þessi afbrot koma konum sérstaklega við, þau vekja sterkar tilfinningar til lífs- ins og við komumst í uppnám. Starf kvennahreyfingarinnar og það sem við höfum getað lært af kvennarann- sóknum á þessu sviði er afar mikil- vægt. Það er m.a. fyrir tilstuðlan kvenna sem hugtakið kynferðislegt ofbeldi er svo víða notað í dag í stað réttarfarslegu hugtakanna sem oft gefa tilefni til vangaveltna um sið- gæði og bakgrunn fórnarlambsins. Kvennahreyfingin hefur einnig haft forgöngu um að koma upp hjálpar- og stuðningsstarfsemi af ýmsu tagi og oft gegna þessir hópar mjög mikil- vægu hlutverki þó að aðrar stofnanir hafi komið til. Þannig höfum við nú neyðarmóttökur og neyðarsíma fyrir konur sem verða fyrir ofbeldi, hóp 6 „Viö vitum að fangelsisvist eins og hún er framkvœmd í dag er einungis spurning um geymslu á fólki. Umhverfið innan veggja fangelsis er þess eðlis að menn glata allri reisn, tíminn líður og menn bíða skipbrot. Ég þori að fullyrða að enginn kemur betri maður úr fangelsum, en margir verri. Því segi ég að fangelsi gera einungis illt verra og þannig stofnanir eru alls ekki hluti af því þjóðfélagi sem mig dreymir um.“ gegn sifjaspellum, hjálparverkefni fyrir vændiskonur og svo framvegis. Það er þó ekki hægt að horfa framhjá þeirri staðreynd að f framhaldi af þessu starfi hefur svarið við því hvað eigi að gera við afbrotamanninn oft- ast verið: Refsið honum harðar, þ.e. látið hann vera lengur í fangelsi. Þetta er hluti af málinu sem kvennahreyf- ingin verður að taka ábyrgð á.“ Hvaö meinar þú, taka ábyrgð á hverju? ,,Á því hvernig þróunin hefur verið. í Noregi er hægt að greina mismunandi strauma á þessu sviði. í fyrsta lagi eru stöðugt fleiri afbrot kærð, í öðru lagi verður notkun fangelsa æ algengari í þessu samhengi og í þriðja lagi verða fangelsisdómarnir þyngri. Þegar við sjáum þetta er nauðsynlegt að setjast niður og hugsa málið og spyrja okkur hvort þetta séu þær lausnir sem við viljum sjá?“ Hvaöa nýjar lausnir sérð þú fyrir þér? , ,f ritgerðinni segi ég frá ýmsum leið- um, en í stuttu máli má segja að mér finnst nauðsynlegt að þær byggi á gildismati kvenna. Mikilvægt er t.d. að maður sem fremur glæp af þessu tagi verði neyddur til að skilgreina og skilja eigin athafnir og afstöðu. í Osló er nú í gangi verkefni þar sem karl- menn sem misþyrma konum geta komið af fúsum og frjálsum vilja til að ræða sín mál við fólk sem hefur þekk- ingu á þessu sviði og hefur þetta gefið góða raun. Sama má segja um annað verkefni sem er í gangi í Bandaríkjun- um. Að láta afbrotamanninn standa augliti til auglitis við fórnarlömb afbrota af sama tagi og hann sjálfur hefur fram- ið hefur jafnframt reynst afar árang- ursríkt og er það aðferð sem ég hef mikla trú á. Á þann veg kemst maður- inn ekki hjá því að setja sig inní hvaða afleiðingar verknaðurinn hefur á líf fórnarlambsins. Við getum t.d. hugs- að okkur að fimm konur úr hópnum gegn sifjaspellum hittu mann sem brotið hefði af sér á þessu sviði, kon- ur úr öðrum hópum þegar um ann- arskonar afbrot er að ræða og svo framvegis. Það eru meðferðir af þessu tagi sem við verðum að íhuga ef við í raun viljum að sagan endurtaki sig ekki. Þessu til stuðnings má nefna að fyrir nokkru kom út í Noregi lítil bók með viðtölum við fanga sem allir sitja inni vegna ofbeldisafbrota. Gegnum- gangandi biðja allir þessir menn um hjálp, um einhverskonar meðferð.“ Þú styöur þar meö þá skoöun kvennahreyfingarinnar aö þessi brot séu framin af mönnum sem aö ööru leyti lifa heföbundnu lífi? , Já við vitum það. Það er m.a. annars eitt sem kvennarannsóknir hafa leitt í ljós að við eigum hér við einhvers- konar samfélagsveiki að etja, enda þekkjum við flestar einhvern sem hefur orðið fyrir ofbeldi ellegar beitt ofbeldi. Það verður sjálfsagt að gera sér grein fyrir eðli þessara afbrota til þess að geta útrýmt þeim og við vit- um að í raun endurspegla þau það ójafnvægi sem er við lýði í valdasam- spilinu á mjlli karla og kvenna í sam- félaginu. Við greinum þetta ójafnvægi á mörgum stöðum og það tekur á sig ýmsar myndir, en einna skýrast kem- ur það fram í klámiðnaðinum. Það má segja að klámið sé einhverskonar boðberi sem hreinlega kennir hvern- ig valdasamspilið er byggt upp. Ég vil t.d. taka mikið harðar á þessu og þyngja sektir í því sambandi. En þetta flokkast frekar undir fyrirbyggjandi aðgerðir og er bara eitt af mörgu sem breyta þarf.“ Þú falar um meðferö í frelsi, en gleymir þú þá ekki öryggi fórnar- lambsins og annarra? „Nei, það eru margar leiðir til að skerða athafnafrelsi afbrotamannsins aðrar en að læsa hann inni. Það sjón- armið að taka verði afbrotamanninn úr umferð til að tryggja öryggi ann- arra eru í dag rök fyrir fangelsisvist- un, en ég tel að öryggi barna og kvenna verði engan veginn tryggt með þessu móti. Það er einungis lítill hluti sem næst til á þennan hátt og margar konur halda því fram að til þess að tryggja öryggið þurfi að loka 87,4% af karlkyninu inni — og það getur nú varla verið rétta leiðin. í staðinn má hugsa sér t.d. bann við að heimsækja fórnarlambið, eða að af- brotamanni verði gert að flytja til annars staðar í landinu og svo fram- vegis. Ef til vill þarf einhverskonar stofnun að koma inn í myndina rétt eftir að verknaðurinn er framinn, en alls ekki fangelsi í þeirri mynd sem við nú þekkjum. Þar sem við vitum að það eru aðrir aðilar í samfélaginu sem afbrotamennirnir virða eða vilja hafa gott samband við má hugsa sér að taka vinnufélaga, vini, fjölskyldu og fleiri inní dæmið. Mér hefur einnig dottið x hug myndbirting til að al- menningur viti hver maðurinn er.“ Getur þaö ekki veriö jafn eyöi- leggjandi og fangelsisvist aö fá birta mynd af sér í blööum? , Jú, það getur verið og ég segi ekki að það sé rétta leiðin, ég vil bara að við veltum öllum möguleikum fyrir okkur.“ Ertu ekki hrœdd um aö þessar kenningar þínar veröi til þess aö kynferöislegt ofbeldi veröi ekki litiö jafn alvarlegum augum og nú er? ,,Nei, ég gengeinfaldlegaút fráþví að við séum sammála um hversu alvarleg

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.