Vera - 01.07.1989, Blaðsíða 2
VERA
TÍMARIT uivi konur oo kvenfrelsi
• J J-J ögreglumenn vinna fyrir samfélag þar sem ríkir karlveldi og þeir eru með hugmyndafræði
pess,“ segir Guðrún Jónsdóttir, félagsráðgjafi, í VERU-viðtali um meðferð Rannsóknarlögreglunnar
á kynferðisafbrotum. Dóra Hlín Ingólfsdóttir, rannsóknarlögreglukona, tekur í svipaðan streng þeg-
ar hún segir að viðhorfin hjá RLR séu ósanngjörn og óréttlát. Hún hefur nú verið flutt til í starfi og
sinnir þ.a.l. ekki lengur kærum um kynferðislegt ofbeldi. Konur og börn sem leita til RLR vegna slíkra
afbrota eiga þess því ekki lengur kost að fá konu í mál sitt. Þetta er með öllu óviðunandi ástand ekki
síst þegar þess er gætt að í nauðgun upplifa konur vald karla og valdaleysi kvenna í sinni nöktustu
og nöturlegustu mynd. Karlmenn — hversu ágætir sem þeir annars eru — eru ekki þeir einstaklingar
sem þær kjósa helst að komi við kviku sína fyrst á eftir.
Bogi Nilsson, rannsóknarlögreglustjóri, segir hér í blaðinu að það geti verið hætta á að tilfinningar
rannsóknarlögreglumanns ráði of miklu og komi í veg fyrir skynsamlega og hlutlæga rannsókn. Það
er erfitt að setja mælistiku á tilfinningarnar en ef RLR hefur þetta að leiðarljósi við ráðningar í störf
er hæpið að nokkur kona henti þeim. Kynferðisafbrot vekja sterkar tilfinningar hjá konum. Fátt vekur
þeim meiri hrylling en tilhugsunin um verða fyrir nauðgun. Bókstafur laganna er líka þeirrar skoðunar
að þarna sé um alvarlegan glæp að ræða og fyrir því liggja tæpast köld skynsemisrök. Skynsemi er
heldur ekki skynsöm ef hún byggir ekki á tilfinningum.
Kvennapólitísk afstaða til nauðgunarbrota er tortryggð hjá RLR á sama tíma og þar viðgenst afstaða
sem byggir á ríkjandi gildismati og fordómum f garð kvenna. Slík afstaða er bæði hlutdræg og óréttlát
og því miður er allt of algengt að konur verði fórnarlömb hennar — líka hjá RLR. -isg,
MARIE STOPES
Marie Stopes (1880-1958) var bresk baráttukona fyrir fræðslu um notkun
getnaðarvarna og takmörkun barneigna. Kom eitt rita hennar um þessi efni
„ Married Love" (1918) m.a. út í íslenskri þýðingu snemma á þriðja áratugnum
og nefnist „Hjónaástir”. Þýðandinn var Björg C. Þorláksson (Blöndal) doktor
í lífeðlisfræði frá Sorbonne en hún varð fyrst íslenskra kvenna til að Ijúka
doktorsprófi. Marie Charlotte Carmichael Stopes, eins og hún hét fullu
nafni, þótti frábær námsmaður og lauk háskólaprófi samtímis í jarðfræði,
landafræði og náttúrufræði. Hún fór síðar til Munchen þar sem hún lauk
doktorsprófi árið 1904 og það sama ár fékk hún fyrst kvenna inngöngu í
vísindastofnun Manchesterháskóla. Hún varð þekkt sem sérfræðingur í steingervingum og stundaöi rann-
sóknir á þeim í Japan árið 1907 og 1908. Rannsóknir hennar voru gefnar út og eru virt rit í þessum fræðum.
Árið 1911 giftist hún kanadískum náttúrufræðingi, Beginald Ruggles Gates. Kynlíf þeirra mun hafa verið
mjög ófullkomið og það varð til þess að hún las allt sem hún komst yfir um þessi efni. Hjónaband þeirra
var leyst upp árið 1916 á þeirri forsendu að hjónabandssáttmálinn hefði aldrei verið uppfylltur. Eftir það
einbeitti hún sér að því að reka áróður fyrir aukinni fræðslu um getnaðarvarnir og kynlíf. Olíkt mörgum
konum sem litu á baráttuna fyrir getnaðarvörnum sem atlögu gegn fátækt, var hún þeirrar skoðunar aö
getnaðarvarnir þjónuðu því hlutverki að gera kynlíf kvenna ánægjulegra þar sem þær losnuöu við sífell-
dan ótta um að verða barnshafandi. Árið 1918 giftist hún flugvélaframleiðanda að nafni
Humphrey Verdon Roe og sameiginlega unnu þau að því að útbreiða fræðslu um þessi efni. Bækur Stopes,
bæði sú um hjónaástirnar sem fyrr var nefnt og bók sem hún kallaði „Wise Parenthood” (gæti útlaggst
á íslensku sem skynsamir foreldrar-1918), ollu miklu uppnámi en seldust í milljónum eintaka og voru þýdd-
ar á 13 tungumál. Aðrar bækur eftir hana voru líka metsölubækur s.s. „Radiant Motherbood” (Ánægjulegt
móðurhlutverk- 1920), „Contraception: its History, Theory and Practice” (Getnaöarvarnir: saga, hugmynda-
fræði og notkun- 1923) og „Enduring Passion” (Varanleg ástríða- 1928). En Marie Stopes skriiaði Ileira en
fræði- og fræðslurit því hún gaf m.a. út nokkrar Ijóðabækur.
Árið 1921 komu hún og maður hennar á fót fræðslumiðstöð um getnaðarvarnir í Islington í London
sem mætti mikilli andstöðu, sérstaklega af hálfu margra lækna og kaþólsku kirkjunnar. Árið 1922 sakaði
læknir nokkur hana um að fremja „ómanneskjulegan glæp” með því að láta almenningi í té vitneskju sem
gæti komið í veg fyrir getnað. Fyrir þetta ætti hún að sæta refsingu. Hún fór í meiðyrðamál við lækninn
og vann það fyrir dómstólunum en tapaði því fyrir Lávarðadeild breska þingsins. Þetta mál, og margvísleg
barátta hennar fyrir lagalegum rétti sínum, varð til þess aö auka vitneskju almennings um málstaö
hennar. Eftir seinni heimsstyrjöldina rak hún áróður í Austurlöndum fjær fyrir lakmörkun barneigna.
Marie Stopes þótti mjög rökföst, ákveðin, hugrökk og mikil hugsjónamanneskja. Hún dó 1958, þá 78 ára
gömul. isg.
2
3/1989 - 8. árg.
VEPA
Laugavegi 17
101 Reykjavik
Útgefendur:
Samtök um Kvennalista og
Kvennaframboð i Reykjavík.
Sími: 22188
Mynd á forsíðu:
Anna Fjóla Gfsladóttir.
Ritnefnd:
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Guðrún Ögmundsdóttir
Elísabet Þorgeirsdóttir
Brynhildur Flóvenz
Anna Ólafsdóttir Björnsson
Sigrún Hjartardóttir
Sigríður Lillý Baldursdóttir
Útllt:
Kicki Borhammar
Laura Valentino
Starfskonur Veru:
Brynhildur Flóvenz
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Kicki Borhammar
Ábyrgð:
Brynhildur Flóvenz
Auglýsingar:
Björk Gísladóttir
Setning og filmuvinna:
Prentþjónustan hf.
Prentun:
Prentherg.
Plastpökkun:
Vinnuheimilið Bjarkarás.
Ath. Greinar í Veru eru birtar á ábyrgð
höfunda sinna og eru ekki endilega
stefna útgefenda.