Vera


Vera - 01.07.1989, Blaðsíða 12

Vera - 01.07.1989, Blaðsíða 12
VIÐHORF RANNSÓKNARLÖGREGLUNNAR ÓSANNGJÖRN „í þessum málaflokki œtfu aö vera konur og karlar til jafns. Þaö eitt að fá konur til starfa er þó ekki nóg, heldur veröa þœr aö hafa ein- hver áhrif á meö- ferö málanna. Þaö þarf aö ríkja ákveðið jafnrœöi innan deild- arinnar.” Dóra Hlín Ingólfsdóttir er eina konan í hópi 42ja rann- sóknarlögreglumanna. Hún hefur 13 ára starfsaldur aö baki í lögreglunni og mikla reynslu í rannsókn kynferóisafbrotamála. Hún hefur nú verið tekin úr þeim málaflokki, flutt til í starfi, eins og fram kemur í fréttatilkynningu frá kvennahópum og viötali viö Boga Nilsson hér annars staöar í blaöinu. VERA hafói samband vió Dóru Hlín og spuröi hana m.a. hvort hún vœri sátt viö þessa breytingu á starfssviöi slnu? Ætli ég verði ekki að svara þessari spurningu á þann veg að ég hafi ekki lengur verið sátt við að vinna undir þeim kringumstæðum sem mér voru búnar. Mér fannst viðhorfin svo ósanngjörn. í rannsóknarlögreglunni vinna svo til eingöngu karlmenn, yfirmenn eru karlmenn og viðhorf og sjónarmið kvenna komast þar ekki að. Mér hefur skilist aö í 1. deild RLR starfi 6 rannsóknarlögreglumenn og þú hafir veriö eina konan í þeim hópi. Finnst þér vera mikill viöhorfsmunur milli karla og kvenna? Já. Á vinnustað starfa ég svo til ein- göngu með karlmönnum en ég hef verið í samvinnu við kvennahópa, sem beita sér gegn kynferðislegu of- beldi, og það er mjög auðvelt að finna muninn á þessu tvennu, sér- staklega hvað varðar afstöðuna til lffs- ins. Sú reynsla sýnir manni svo glöggt óréttlætið í því að engar konur skuli meðhöndla þessi mál sem eru svo viðkvæm. í þessum málaflokki ættu að vera konur og karlar til jafns. Það eitt að fá konur til starfa er þó ekki nóg, heldur verða þær að hafa ein- hver áhrif á meðferð málanna. Það þarf að ríkja ákveðið jafnræði innan deildarinnar. Þú talar um samvinnu þína viö kvennahópana. Hvaö hefur þú sóff fil þessara hópa? Ég hef lært mikið af samvinnunni við þá. Þessir hópar hafa verið að aðstoða og vinna með þolendum kynferðis- legs ofbeldis og þeir hafa dýrmæta reynslu sem ég tel nauðsynlega fyrir þá sem eru að rannsaka þessi afbrot. Þeir verða að vita hvaða áhrif þau hafa á þolendurna. Þeir verða að þekkja viðbrögð þeirra og hegðun. Það má alls ekki fæla rannsóknar- lögreglumenn frá því að njóta góðs af reynslu þessara hópa sem hafa lagt vinnu í að styðja fórnarlambið. Mig langar til að spyrja þig um hlutlœgni í vinnubrögóum. Er hugsanlegt aö tengsl þín viö kvennahópana hafi haff áhrif á vinnubrögö þín sem rann- sóknarlögreglumanns til hins verra, þ.e. þú sýnir ekki sömu hlutlœgni og aörir? Mig langar nú til að svara þessari spurningu með annarri. Er lvægt að tala um hlutlægni þegar aðeins karlmenn sinna þessum málum? Það er að mínu viti út í hött. Rann- sóknarlögreglumenn hafa mis- munandi viðhorf alveg eins og aðrir en ef það er nógu ólíkt fólk sem leggur saman krafta sína þá ætti það að tryggja fagleg vinnubrögð. Berist t.d. kæra um nauðgun þar sem árásarmaðurinn er óþekktur, þá þarf samhentan hóp til að upplýsa málið. Það er hinsvegar skilyrði fyrir því að árangur náist að fórnarlambinu sé trúað. Og hvað konur varðar þá held ég að þær setji sig meira í spor fórn- arlambsins. Þær hugsa gjarnan, „þetta hefði eins getað komið fyrir mig”. Ég myndi því ætla að þær leggðu sig fram um að vinna betur í þessum málum. Eru rannsóknarlögreglumenn torfryggnir í garö kvennahóp- anna og þá af hverju? Það er misjafnt — mjög misjafnt. Mér finnst tortryggni í þeirra garð í rauninni óskiljanleg vegna þess að hóparnir vinna mikið og gott starf í þá átt að stemma stigu við kynferð- isafbrotum. Við ættum að eiga sam- leið í því. Það er líka á okkar verksviði að stemma stigu við afbrot- um en ekki bara að upplýsa þau eftir að þau eru framin. Nú eru kynferöisafbrot yfirleitt framin af körlum og konur eru í flestum tilvikum fórnarlambið. Getur ákveöinn skortur á hœfileika til aö setja sig í spor fórnarlambsins ekki torveldaö rannsókn máls? Jú hann getur gert það. Fórnarlömb kynferðislegs ofbeldis eru mjög næm á viðhorf þess sem spyr. Ef sá sem er að rannsaka málið skilur ekki hegðun og viðbrögð þolandans — hvort sem þolandinn er barn eða kona —þá ætti hann ekki að fást við rannsókn þess. Er nœgilega mikil frœðsla til rannsóknarlögreglumanna um þessi mál? Nei hún er ekki nógu mikil. Þeim, sem hefur verið falin rannsókn þess- ara mála, hefur ekki verið séð fyrir neinni fræðslu um þau sem er af- skaplega hæpið. í fræðslu rann- sóknarlögreglumanna er fyrst og fremst horft á lögfræðilegu hliðina og lögð áhersla á að þeir séu vel að sér í refsirétti. Það vantar alla áherslu á hina félagslegu og sálfræðilegu hlið 12

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.